Um hvað er verið að semja við Bretana?

Nú berast fréttir af því að verið sé að ná samkomulagi við Breta. Lögfróðir menn benda á lög um innistæðutryggingar 1999 nr. 98 27. desember en þar er vísað í innistæðudeild Tryggingasjóðs innistæðutrygginga. Þessi lög byggja á tilskipun ESB frá 1994. Þessar ábyrgðir eru takmarkaðar. 

Þá hefur Alþingi samþykkt neyðarlög sem tryggja sparifjárinnistæður sem forgangskröfur við þrot. Með því er gengið lengra en framangreind lög gera ráð fyrir. Þessi lög tryggja þó ekki fullar bætur fyrir breska sparifjáreigendur. 

Bretar hafa sett á okkur hryðjuverkalög og farið með miklu offorsi.

Af hverju ættum við þá að ganga lengra en lög og  EES reglur kveða á um?

Það síðasta sem við ættum að gera er að setja ríkissjóð í skuldir umfram það sem nauðsyn krefur. Nóg verður samt til að halda uppi því samfélagi sem við viljum halda.

Ég trúi því að menn verði fastir fyrir með rétt Íslands. Munum það að styrkur okkar í landhelgisdeilunum skilaði okkur fullnaðarsigri sem aðrar þjóðir tóku sér til fyrirmyndar.

Við eigum að virða lög og rétt en jafnframt að varðveita ríkissjóð fyrir komandi kynslóðir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Eyþór minn. Ég vona svo sannarlega að ekki verði gengið að einhverjum afarkostum Breta og skrifað upp á greiðslur til þeirra sem settar hafa verið sem skilyrði fyrir aðstoð alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ég er á þeirri skoðun að við þurfum á hvorugum aðilanum að halda í raun og veru. Englendingar hafa hannað lagaumhverfið á sínu yfirráðasvæði með það fyrir augum að fría sig ábyrgð á þeim bankarekstri sem fer fram í landinu, sætir eftirliti bresks fjármálaeftirlits, greiðir fé til ríkisins þar í landi etc.

Ég fæ ekki séð að þetta fyrirkomulag standist.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mér sýnist stjórnvöldum vera nokkuð sama um Ísland og íslendinga. Ég var farinn að trúa forsætisráðherranum þangað til ég las um nýju ráðninguna í Nýja Landsbankanum. Það sýður á mér. Stjórnin er vanhæf. Veistu ekki hvað ég er að tala um? Kíktu á bloggið mitt.

Over and out!

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er eitthvað í skilyrðum Alþjóðagaldeyrissjóðsins í þessa veru?

Sigurður Þórðarson, 14.10.2008 kl. 12:31

4 identicon

Já samningar við Holland og Bretland hafa verið settir sem skilyrði fyrir aðkoma sjóðsins.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:40

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Bretarnir brosa breitt, en

  1. Hverjir hersátu landið 10. Maí 1940 til 27. Apríl 1942 ?
  2. Hverjir beittu ítrekað herskipum gegn okkur í þorskastríðunum 1948 - 1976, ásamt öðrum svívirðilegum aðgerðum svo sem verslunarbanni ?
  3. Hverjir hindruðu að við yrðum með í gjaldeyrisskiptasamningi Bandaríkjanna við Norðurlöndin ?
  4. Hverjir veltu stærsta fyrirtæki landsins Kaupþingi, með grimmúðlegum aðferðum ?

Brezk stjórnvöld eiga ekkert annað skilið en hatur okkar og fyrirlitningu. Hins vegar verðum við að gæta þess að láta hatur okkar ekki spilla persónulegum samböndum sem höfum við marga frábæra einstakinga í Bretlandi. Í Bretlandi eru margir, sem hafa jafn mikla andstyggð á krata-bullunum Gordon Brown (Stalinisti) og Alistair Darling (Trotskyisti) og við höfum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.10.2008 kl. 12:58

6 identicon

Ég á bara ekki til orð til þess að lýsa áhyggjum mínum af stöðu mála. Fullveldið er þessa dagana í stórkostlegri hættu. Ég ber mikið traust til þeirra sem standa í samningsviðræðum fyrir hönd þjóðarinnar. En mikið ósköp mæðir á þeim mönnum þessa dagana.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 13:15

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta er óþolandi óvissa hjá okkur. Við vitum ekkert hvað stjórnvöld eru að gera og við vitum ekkert eftir hvaða lögum eða reglugerðum er verið að semja og við vitum ekkert um upphæðir.

Það er hins vegar trúlegt að fjárfestingarstofnun sem starfar í Bretlandi verði að fara að breskum lögum og EES lögum en ekki íslenskum.  Þannig getur verið að neyðarlögin séu ekki tekin gild í Bretlandi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.10.2008 kl. 17:51

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eyþór: Góður að vanda!

Loftur: Ég skrifaði svipaðan pistil fyrir nokkrum dögum - góður!

Salvör: Eiginlega mest sammála þér. Þetta upplýsingaleysi um aðgerðir stjórnvalda er óþolandi, en líklega nauðsynlegt? Varla geta þeir blaðrað um þær aðgerðir, sem þeir eru í við fjölmiðla. Við sáum hvernig þetta fór með Davíð og lánið frá Rússunum!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.10.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband