Íslensk lambalifur

Í kvöldmatinn var dýrindis lambalifur með lauk og fleski sem hún Dagmar Una töfraði fram. Laukurinn var að vísu innfluttur en að öðru leyti var máltíðin rammíslensk og bragðgóð.

Hvað skyldi nú máltíð með 1sta flokks lambalifur fyrir tvo kosta?

Svar: Innan við 600 kr með öllu!

Hálft kíló af lambalifur kostar 110 kr. eða innan við eina evru.

Mæli með þessu....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Dýrindis matur og hollur.

Fer í sláturgerð á fimmtudag.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ein lítil, gagnleg og jákvæð færsla.

Fín tilbreyting frá allri síbiljunni um hvar við getum slegið lán.

Gangi þér vel í sláturgerðinni Rósa.

Sigurður Þórðarson, 14.10.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Stefanía

Þetta líkar mér !

Það er nefnilega svo margt sem við getum gert, til að lækka framfærsluna.

Cheerioskynslóðin gæti til dæmis borðað hafragraut einn morgun í viku....tala nú ekki um  ef morgnarnir  yrðu fleiri.

Ég gat látið mína krakka borða hafragraut með því að setja smá corn flakes útí ;)

Stefanía, 15.10.2008 kl. 00:12

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Alveg sammála þér. dýrindismatur.

Fannar frá Rifi, 15.10.2008 kl. 09:50

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég fæ vatn í munninn. Svo kanski kartöflustappa með ? Og ekki er nú slátrið hjá henni Rósu neitt til að sveia yfir.

Baráttukveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.10.2008 kl. 10:21

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fín færsla - núna getum við þakkað fyrir að ódýra-kjúklinga-kórnum hefur ekki enn tekist að hrekja landbúnaðinn úr landi.

Við þurfum ekki að fara aftur til 19. aldar eldamennsku, þótt við nýtum okkar hráefni til hins ýtrasta. Við getum einfaldlega skoðað nýjar hliðar á þessu hráefni og supplementerað það.  

Ragnhildur Kolka, 15.10.2008 kl. 11:26

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll.

Á morgunn byrja ég í sláturgerð. Mun búa til nóg af lifrapylsu. Frysti sumt og svo set ég nóg af lifrapylsum í súr. Góður matur og borgar sig að gera þetta sjálf. Hrikalega dýrt að kaupa þennan mat í búðinni hér.

Gangi ykkur vel í sláturgerð.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.10.2008 kl. 16:04

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Við hjónin hættum að geta fengið sent slátur hingað til Danmerkur með íslenskum skipum eftir að EES gerpitrýnið lokaði á þetta. Við læddumst meðfram rymjandi uppskipunarkrönum á reiðhjólum í skjóli myrkurs, og vinveittir skipverjar afhentu okkur þetta laumulega. Þetta var mikil búbót þegar við vorum námsmenn, og börnin elskuðu slátrið þar til þau föttuðu úr hverju það var búið til :) - en lifrarpylsan gengur þó samt ennþá ofaní þau þó fullvaxin séu.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.10.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband