Suðurlandsvegur

Fyrir tveimur árum fórum við sveitarstjórnarmenn af Suðurlandi með 27 þúsund undirskriftir vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar til Alþingis í bílalest. Okkur var vel tekið af ráðherrum og í kjölfarið fór Suðurlandsvegur í hönnun.

Margt af því sem ríkið leggur fé í er umdeilanlegt en öruggar samgöngur eru fjárfesting til framtíðar og skapa atvinnu á samdráttartímum. 

Af þessum sökum var bókað samhljóða í bæjarráði Árborgar í morgun: "Bæjarráð skorar á ríkisvaldið að flýta áformum um tvöföldun Suðurlandsvegar og gerð nýrrar brúar á Ölfusá. Sveitarfélagið mun gera það sem í þess valdi stendur til að greiða fyrir framkvæmd verksins."

Samstaða um þjóðþrifamál eru hafin yfir flokkadrætti.  


mbl.is Vara við Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Það er löngu kominn tími á tvöföldun vegarins, en þó sérstaklega að aðskilja akstursstefnur. Annað í þessu máli er líka skortur á öryggissvæðum í vegköntunum. Stundum gæti maður haldið að þeir sem hanni vegina hafi ekkrt lært og engu gleymt, hvað þá kynnt sér hvernig gert er í öðrum löndum. Alltof háir go mjóir vegkantar geta verið þúfan sem veltir hlassinu þegar óhöppin verða.

Það er margt sem þarf að spekúlera í þegar hannaðir eru vegir, en stundum er eins og hönnuðirninr ætli ekki að aka þá sjálfir, nema þá kannski við bestu hugsanlegar aðstæður.

Steinmar Gunnarsson, 16.10.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Jóhann Gunnarsson

Það er víst svo að þessi fyrirhugaða tvöföldun Suðurlandsvegar verður barin í gegn þó að margt bendi til að þar verði illa farið með opinbert fé. Steinmar Gunnarsson bendir á aðalatriðin í athugasemd sinni: að aðskilja akstursstefnur. Þetta er búið að gera á hluta vegarins og hefur gefist vel. Með því að nota sömu aðferð, tvo plús einn, væri hægt að gera tvöfalt lengri vegalengd örugga heldur en með fullri tvöföldun.

Almannahagsmunum væri betur borgið með því að leggja 2+1 veg lengra austur en að Selfossi fyrir sömu peninga og sá tvöfaldi á að kosta. 

Aðrar vegaframkvæmdir sem á döfinni eru og reuyndar hafnar, nefnilega Suðurstrandarvegur og nýi Lyngdalsheiðarvegurinn, munu þar að auki taka til sín hluta þeirrar umferðar sem nú fer um Suðurlandsveg og þar með að minnsta kosti drag úr aukningu umferðar um hann, ef ekki minnka hana.

 Þar tekur svo steininn úr ef rétt er sem gefið hefur verið út að hefja eigi tvöföldun Suðurlandsvegar við Litlu kaffistofuna þar sem einmitt er búið að gera hann öruggan í forminu 2+1.

Jóhann Gunnarsson, 16.10.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband