Ábyrgð Björgólfsfeðga

Nú þegar verið er að safna lánum sem ríkið þarf að greiða er rétt að rifja upp skuldbindingar þær sem Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson tóku á sig í síðasta mánuði. 

Um er að ræða 207 milljón Evra (30 milljarða króna) ábyrgð vegna Eimskipafélagsins sem þeir lofuðu að taka á sig og lesa má um meðal annars hér:

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/09/10/bjorgolfsfedgar_letta_abyrgd_af_eimskip/  

Í yfirlýsingu þeirra segir meðal annars:  

„Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa ákveðið að styrkja stöðu Eimskips, komi til þess að umrædd ábyrgð falli á félagið.  Falli ábyrgðin á félagið, mun hópur fjárfesta undir þeirra forystu kaupa kröfuna og fresta gjalddaga hennar.  Jafnframt er fyrirhugað að hún muni víkja fyrir kröfum annarra lánardrottna á hendur Eimskip.  Með þessum aðgerðum eru takmörkuð þau áhrif sem ábyrgðir vegna lána og annarra skuldbindinga vegna XL samstæðunnar kunna að hafa á starfsemi Eimskips.  Fjárhæð kröfu vegna sölu XL og flugrekstrarleyfisábyrgða, sem ofangreindir fjárfestar hafa lýst sig reiðubúna að kaupa, er um 207 milljónir evra. " 

Talsverð þörf var fyrir þessa ábyrgð í síðasta mánuði en í ljósi síðustu atburða er hún brýn í dag.

Verður ekki staðið við loforðið eða lendir þetta á ríkissjóði? 


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mun enginn af þessum gulldrengjum útrásarinnar sæta ábyrgð eða standa við sín orð.  Vissulega hafa þeir tapað töluverðu fjárhæðum, en þeir munu halda eftir verulegum fjárhæðum. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Það hefur aldeilis verið gorgeir í þeim feðgum. hvar eru þeir núna?

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir  (Binna)

Hvenær ætli við megum vænta svara við spurningum okkar? Þjóðin hefur ekki fengið svar við stóru spurningunni, sem að brennur á vörum okkar. Á að draga einhver til ábyrgðar? Eigum við bara að taka á okkur allt það sem að dunið hefur yfir okkur eins og ekki neitt hafi ískorist? Ég er ekki að sjá það fyrir mér Eyþór að þessir herrar þurfi nokkuð að fást við vandan sem að þeir hafa skilið eftir fyrir okkur hin sem að getum EKKIflúið land! Ég ætla hreinlega að biðja fyrir þessu fólki því að það hlýtur að eiga um sárt að binda þessa dagana! (Eða hvað)

Vonandi fáum við svör, enda held ég að við eigum fullann rétt á því að vita hvað það er sem að við þurfum greiða fyrir í komandi frammtíð.

Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 20.10.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað skildi stór upphæð af þessu láni fara ýmiss þóknunarkostnað og hver fær hann ? semsagt hvað kemur talan til með að vera netto ?

Jón Snæbjörnsson, 20.10.2008 kl. 14:29

5 identicon

Án þess að hafa lesið samninginn þá get ég mér til um að þetta falli á bankann (með fyrirvara þó).

sandkassi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband