Uppbyggingin

Fólksflótti getur aldrei verið góð þróun. Mikil hætta er á að ungt og vel menntað fólk fari af landi brott - og komi kannski aldrei aftur. Ég man óljóst eftir ástandinu 1968 þegar ég var lítill drengur í blokk, en þá voru nágrannar að flytja burt. Til Svíþjóðar og Ástralíu.

Það er gríðarlega mikilvægt að á næstu dögum og vikum verði skýr framtíðarsýn mótuð fyrir nýja-Ísland. Skammtímavandinn er aðal atriði þeirra sem nú fást við gjaldþrot bankanna, uppgjör við útlönd, gjaldeyrisskort og erlenda lántöku. Framtíðarsýn nýja-Íslands verður að móta þannig að hér verði eftirsóknarvert að fjárfesta og hér sé góður valkostur að búa. Hér þurfum við að rífa okkur upp úr gömlum hjólförum stjórnmálaflokkanna og horfa á málin upp á nýtt.

Í raun hefur of mikil orka farið í innanbúðarmál en nú þarf að horfa á hvernig þjóðfélag við getum og viljum byggja upp. Tækifærið sem við höfum í dag til að gera betur er því verðmætt. Eitt er að bjarga því sem bjargað verður en hitt er enn mikilvægara að búa svo í haginn fyrir framtíðina. Það er ábyrgð okkar allra. Eitt það allra mikilvægasta að er að hér verði ekki alvarlegur atgervisflótti. Hann getur reynst dýrari en hlutabréfahrun. 

Framundand er uppbyggingin og þá eigum við að leggja við hlustir um góðar hugmyndir hversu smáar sem þær kunna að virðast í fyrstu.  


mbl.is Fólksflótti frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Eyþór

Þið þurfið sennilega ekki að óttast fólksflótta af þeirri einföldu ástæðu að það verður ekkert hægt að flýja. Atvinnuleysi í ESB er núna 7,5% og er á hraðri uppleið. Það mun að líkindum fara í 15% að meðalatali í ESB í heild á næstu 18 mánuðum sem þýðir að það verða sum lönd með allt að 20% atvinnuleysi. Þessu mun fylgja miklar félagslegar þrengingar og jafnvel óeirðir á sumum stöðum því við vitum jú báðir hversu illa staddur atvinnumarkaðurinn hefur verið í ESB síðustu tvo til þrjá áratugina, og ekki gékk það þegjandi og hljóðalaust fyrir sig.

Fjármálageirinn er því miður hálf-dauður í Evrópu næstu mörgu árin (sumir segja 50) svo þar verður ekki mikið að sækja á næstu árum. En það þarf að byggja nýtt upp frá grunni á Íslandi. Byggja upp nýjan járnbentan fjármálageira. Heimurinn mun smá saman gleyma þessum óförum okkar, og ný blóm munu vaxa í garðinn okkar á ný.

Ég mynd hafa meiri áhyggju af því að það verði fólksflótti TIL Íslands á næstunni. Atvinnuástandið á Íslandi hefur verið mjög gott mjög lengi og Ísland mun aldrei sætta sig við massíft atvinnuleysi a la ESB style. Ísland stóð sem betur fer mjög vel að þessu leyti áður en krísan hófst.

Við þurfum að vinna massíft verkefni á næstunni og við megum ekki gleyma að bestu tækifærin eru oft að finna í kreppum. Sjálfur ætla ég, og minn litli rekstur, að flytja alfarið til Íslands næsta vor. Það verður nóg að gera eftir smá tíma.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.10.2008 kl. 12:23

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar: Aldrei þessu vant sammála þér. Ég sé ekki að mikla vinnu verði að fá innan ESB eða annarsstaðar í næstu framtíð.

Eyþór: "Í raun hefur of mikil orka farið í innanbúðarmál" - Skil þessa setningu ekki alveg. Áttu við að leitina að þeim sem báru ábyrgð á katastrófunni; sökudólgunum, nornaveiðunum, blórabögglunum?

Ég held að við megum ekki blanda saman nornaveiðum á borð við þær sem viðhafðar voru um helgina í garð Davíðs og síðan heiðarlegu, nákvæmu og viðamiklu uppgjöri - sem þarf að fara fram hratt og örugglega á næstu mánuðum - og síðan því að finna blóraböggul til að skella skuldinni á!

Ef við gerum þessi mál ekki upp kemur það mjög illa niður á okkar flokki - Sjálfstæðisflokknum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.10.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Heidi Strand

Sæll Eyþór,
Að hlusta á góðar hugmyndir??? Er hægt að kenna gömlum hundi að sitja?
það getur gerst kraftaverk.

Heidi Strand, 21.10.2008 kl. 15:49

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Ég er 100% ssammála þér Guðbjörn.

Eyþór Laxdal Arnalds, 21.10.2008 kl. 16:30

5 Smámynd: Kökuskrímslið

túngarðsspeki
nafnorð  kvenkyn

"Atvinnuástandið á Íslandi hefur verið mjög gott mjög lengi og Ísland mun aldrei sætta sig við massíft atvinnuleysi a la ESB style."

Fjöldi tiltækra dæma: 2

Kökuskrímslið, 21.10.2008 kl. 17:10

6 Smámynd: Heidi Strand

Það þarf ekki ESB til að hér verður atvinnuleysi. Boltinn er rétt byrjuð að rúlla en gott að vera bjartsýnn.

Það verður fróðlegt að sjá hvað biður okkar á morgun. Það er varla hægt að komast neðar. 

Heidi Strand, 21.10.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband