22.10.2008 | 22:15
Við látum ekki kúga okkur
Geir H. Haarde er undir gríðarlegu álagi þessa dagana. Sjaldan eða aldrei í lýðveldissögunni hefur eins mikið reynt á stjórnvöld og nú. Geir hefur sýnt mikla yfirvegun á ögurstundu.
Það er hins vegar eðlilegt að þjóðin sé öll kvíðin fyrir niðurstöðu í erfiðum viðræðum við Breta og aðrar þjóðir. Samningsstaða okkar er erfið og afar litlar upplýsingar eru um raunverulegar byrðar sem ríkissjóður verður látinn bera út í nýja framtíðina. Íslendingar vilja vita þetta sem fyrst og er það vel skiljanlegur vilji.
Ég veit það fyrir víst að fjölmargir væru frekar til í að borða fisk og kartöflur í 5 ár heldur en að skuldsetja börn okkar og barnabörn. Lögfræðingar hafa enda staðfest takmarkaða ábyrgð ríkisins af sparireikningum útrásarbankanna.
Þess vegna er það mikilvæg og skýr afstaða sem kom fram hjá Geir. H. Haarde að "Við munum ekki láta kúga okkur í þessu máli." - Það er líka algert lykilatriði.
Niðurstaðan verður svo kynnt í þinginu þar sem hún verður samþykkt eða henni hafnað.
Við munum ekki láta kúga okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Sammála!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 22:21
ÁFRAM ÍSLAND
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.10.2008 kl. 23:53
Sammála.
Styðjum við forsætisráðherrann !!
Áfram Ísland áfram Geir !
Gunnar Rögnvaldsson, 23.10.2008 kl. 00:43
Það er Geir sem er að kúga okkur!
Vésteinn Valgarðsson, 23.10.2008 kl. 03:27
Nýtt Þorskhausastríð við Bretanna og litla Ísland finnur nýjar klippur á yfirgang þeirra! En ég vissi ekki að fiskur væri neyðarmatur. Það besta sem ég fæ er fiskur með tólg og kartöflur.
Hörður Finnbogason, 23.10.2008 kl. 08:23
Fiskurinn hefur verið svo dýr að hann er næstum orðinn lúxusmatur á mínu heimili....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 08:43
Sammála. Nú er líka tími til að allir Íslendingar styðji við bakið á stjórn landsins - sama hvaða stjórnmálaskoðun fólk hefur.
Áfram Ísland, áfram Geir.
Ra (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 09:12
Fiskur og kartöflur ....það væri ekki ónýtt ef að allir gætu borðað fisk og kartöflur eins oft og þeir vilja...herramannsmatur.
Júlíus Garðar Júlíusson, 23.10.2008 kl. 09:44
Auðvitað viljum við frekar japla á roði en að skuldsetja börnin okkar. Svo á að breyta lögum, Björgólfsfeðga og fleiri í persónuleg gjaldþrot og gera upp félögin þeirra til þess að borga skuldir þeirra.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 10:36
held best sé að fara varlega í að staðhæfa mikið hér - þetta er risastórt og grafalvarlegt mál, mál þar sem ekki dugar að rétta upp fingurinn - verður ekki að nást samkomulag ?
fékk næstum nóg af fiski á yngri árum - þverskorið ýsulæri næstum daglega, nei ansk
Jón Snæbjörnsson, 23.10.2008 kl. 10:58
Sæll Jón Snæbjörnsson; það er hárrétt hjá þér að þetta er risastórt og grafalvarlegt mál.
Eyþór Laxdal Arnalds, 23.10.2008 kl. 11:34
Hvernig sem á þetta er horft þá er sjálfstæðisflokkurinn frum orsökin að öllu ruglinu ásamt framsókn og svo síðar með samfylkingu.
Ég get ekki séð að það geti orðið raunverulegur bati fyrr en við losum okkur við orsökina...
Þú átt vart mikla framtíð fyrir þér í xD Eyþór.. sjálfstæðisflokkur+ samfylking + framsókn ættu undir þessum kringumstæðum að þurrkast út við næstu kosningar... well nema ef íslendingar séu fífl.
Mér segir svo hugur að nýtt afli verði myndað fyrir næstu kosningar, afl sem vinnur fyrir land og þjóð en ekki fyrir sjálft sig
DoctorE (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:56
Sammála.
Hér er samantekt: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/
Heidi Strand, 23.10.2008 kl. 14:15
Það er í raun ekki um það deilt að ábyrgð ríkisins sé takmörkuð. Málið er hins vegar það að ef stjórnvöld ætla að standa við það að tryggja innistæður Íslendinga (sem þeim ber engin skylda til að gera), þá eru þau að mismuna erlendum innistæðueigendum.
Púkinn, 23.10.2008 kl. 15:35
Áfram Ísland
Megi almáttugur Guð miskunna okkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.10.2008 kl. 16:02
Kommúnistarnir gera harða hríð að Geir og Sjálfstæðisflokknum. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að þegja á meðan versta atlaga Bretanna stendur yfir.
Því miður er það svo að ríkisstjórnin verður að horfa til framtíðar og láta atburði dagsins ekki byrgja sýn. Á einhverju stig þarf að koma til móts við Bretana og vegna sterkrar stöðu þeirra á alþjóðavettvangi, gætum við neyðst til að gera það fyrr en við óskum.
Það er því mikilvægt að beita gagnsókn, með því að kæra þá fyrir öllum mögulegum og ómögulegum dómstólum. Við eigum víða stuðningsmenn og verðum að efla þá eins og hægt er. Það vekur ugg, að við erum ekki að beita okkur á alþjóðlegum vettvangi og getum þess vegna króast af úti í horni með Bretum og Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum, sem þeir nærstum stjórna.
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.10.2008 kl. 17:15
Sammála þér Eyþór. Ég er með nokkrar tillögur til að skapa atvinnu og verðmæti á blogginu mínu.
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 17:23
Það besta sem ég fæ er fiskur með tólg og kartöflur.
Þá erum viða að minnsta kosti tveir ! :)
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.10.2008 kl. 18:22
Þær gleðilegu fréttir voru að berast, að IMF ætlar ekki að láta að stjórn Breta. Hryðjuverka-mennirnir í London munu ekki geta beitt IMF sem árásartæki gegn okkur, eins og þeir ætluðu sér með tilnefningu Alexander Gibbs í stjórn sjóðsins fyrr á árinu. Morgunblaðið sagði eftirfarandi fyrir rúmri klukkustund:
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.10.2008 kl. 20:58
Við verðum að standa með Geir í þessu stríði. en losa okkur síðan við hann í hvelli. Hann og aðrir stjórnmálamenn og þeirra embættismenn eru jú ábyrgir fyrir þessari stöðu.Þeir létu eigendur og stjórnendur Landsbankans komast upp með að ganga illa frá sínum málum.Allt aular. Maður tryggir ekki eftirá.
Tori, 23.10.2008 kl. 22:00
Sjaldan hefur verið réttari maður á réttum stað. Geir er með þessi mál í lagi, ég veit það. Einnig þótti mér gott að heyra lesið upp símtalið milli Árna M. Mathiesen og Alistair Darling . Ég fékk ekki heyrt að símtalið gæfi tilefni til þeirra viðbragða sem fylgdu í kjölfarið.
Hér er augsýnilega diplómatískur skandall á ferðinni, og öfunda ég ekki ráðamenn Bretlands að þurfa að svara fyrir þetta vitfyrrta útspil og algjöran skort á háttvísi þegar kurlin koma til grafar.
Ég fæ ekki séð annað en að Árni hafi leitast við að sýna Darling fulla hreinskilni, en það er það sem að tíðkast í samtölum ráðamanna í þessari stöðu. Árni er í raun að segja Darling að hann þurfi tíma sem er ofureðlilegt í þessari stöðu. Þessir menn, Darling og Brown brugðust því algjörlega þeim trúnaði sem þeim var sýndur á ögurstundu og réðust að þjóðinni með óútskýranlegu offorsi.
Þessu munum við ekki gleyma.
sandkassi (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 22:15
Það hefst ekkert með einhverjum gífuryrðum og staðhæfingum . Mér finnst margir nota full sterk lýsingarorð og þá oftast neikvæð, um þá sem standa í ströngu þessa dagana.
Það er meira en að segja það, að tala og starfa fyrir hönd þjóðarinnar eins og staðan er.
Fyrir utan að þurfa að vera stöðugt að skýra frá gangi mála.
Ef það er ekki gert, er legið á upplýsingum.
Ég treysti engum betur til að koma okkur eins klakklaust og kostur er í gegnum þetta.
Stefanía, 23.10.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.