Drengilegt að svara fyrir sig

Það er gott að heyra frá forsvarsmönnum útrásarinnar. Margar spurningar brenna á fólki og reiði er almenn. Allir hafa orðið fyrir tjóni með einhverjum hætti. Jón Ásgeir Jóhannesson var fyrstur til að mæta í viðtal eins og frægt er orðið, en nú hafa Exista bræður bæst í hópinn sem og Björgólfsfeðgar.

Almenningur vill fá svör frá stjórmálmönnum, embættismönnum og fjárfestum. Stóra hrun bankanna verður sjálfsagt í umræðunni næstu árin. Það er því mikilvægt strax nú í upphafi að menn sitji fyrir svörum. Það þarf hugrekki að svara erfiðum spurningum enda má segja að skaðinn sé sambærilegur við stríð. Kannski 10 daga stríð?

Uppbyggingin eftir hrunið verður að fara af stað á sama tíma og fleiri fyrirtæki eru að falla. Ísland hefur ekki tíma til að bíða eftir að allt verði um garð gengið. Við höfum tækifæri á grundvelli fólksins í landinu, auðlinunum og landinu sjálfu. Nú reynir á aðlögunarhæfnina. Best væri að auðmenn og fv. auðmenn kæmu sem flestir að uppbyggingunni. Þannig næðist betri sátt.


mbl.is Mistök að færa Kaupþing ekki úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband