You can´t have your cake and eat it

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lagði mikla áherslu á að fá IMF strax og jafnframt sagði hún það lykilatriði að ná niður stýrivöxtum:

"Samkvæmt fréttum RÚV telur Ingibjörg Sólrún að setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ásættanleg skilyrði fyrir láni til Íslendinga sé mikilvægt að fá það lán til þess að hægt sé að standa vörð um góð íslensk fyrirtæki sem annars gætu lent í miklum hremmingum og gjaldþrotum fái þau ekki þá lánafyrirgreiðslu sem þau þurfi núna. Brýnt sé að koma þeim til hjálpar sem fyrst.En fleira þarf að gera til að koma fyrirtækjum til aðstoðar. Tímabært sé að lækka stýrivexti nú þegar kerfið sé botnfrosið og engar lánveitingar. Nú sé ekki spurning um að slá á þenslu heldur örva hjól atvinnulífsins. Því séu stýrivextir nú allt of háir.Ingibjörg sagði IMF ekki hafa sett 18% stýrivaxtahækkun sem skilyrði." (af eyjan.is)

Ingibjörg sagði ekkert skilyrða IMF vera óaðgengilegt:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er sátt við þau skilyrði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur þótt hún hefði viljað sjá málinu lokið fyrr. (ruv.is 21.10 2008) 

Svo er það rúsínan í pylsuendanum sem reyndar kom frá Seðlabanka Íslands í morgun:  

"Ráðherrar úr ríkisstjórn hafa undrast vaxtahækkun í 18% og hafa jafnframt sagt að ekkert ákvæði um slíka gjörð sé í samningsgerðinni. Í samningsgerðinni segir í 19. tl: „To raise the policy interest rate to 18 percent.“

Ok - hvernig má þetta vera Ingibjörg? 

You can´t have your cake and eat it - Erum við Íslendingar ekki farnir að læra það? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tori

Þetta heitir hringlandaháttur sem einkennir stjórnmálamennina sem nú fara með völd og hafa sýnt vítavert kæruleysi. Eru í raun óhæfir til starfa. Var það rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að láta ráða mág sinn, Finn Sveinbjörnsson? Hversvegna hætti hann sem efnahagsráðgjafi Geirs Haarde? Er þetta svokölluð atvinnupólitík?

Tori, 30.10.2008 kl. 20:39

2 identicon

Ingibjörg er Aumingi

Verð að segja mína Skoðun

og Bíddu hún er Líka Gagnslaus Utanríkisráðherra

og eitt enn Ingibjörg Segðu af þér þú ert þjóð þinni til skammar

Æsir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

ÞAð vantar að fá að vita samhengið sem þessi setning kemur úr: „To raise the policy interest rate to 18 percent.“ Þetta getur verið hluti af upptalninga á atriðum sem seðlabanki eða ríkisstjórn hefur sjálf sagst ætla að gera allt eins og lýsing á kröfu IMF.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.10.2008 kl. 05:29

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar finnst mér Ingibjörg Sólrún, Þorgerður Katrín og Ágúst Ólafur vera standa sig áberandi best - en margir aðrir sem ég hélt að væri spunnið í lippast niður eins og aular, og/eða falla í grifju botlausrar lygi og blekkinga.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.10.2008 kl. 05:33

5 Smámynd: Tori

Er það ekki gamla sagan mönnum finnst þeir standa sig best sem menn heyra minnst í. Þetta ráðherra gengi mest allt er vonlaust. Að það skuli ekki vera mynduð Þjóðstjórn við svona aðstæður er mér ómögulegt að skilja.

Tori, 31.10.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband