19.11.2008 | 22:38
"Finnska leiðin" í DV ...og í atvinnuleysistölum
Sumum hefur verið tíðrætt um "finnsku leiðina" út úr kreppunni og látið í það skína að þar hafi menn leyst málin vel.
Staðreyndin er sú að kreppan var hörð og löng og hefur sjaldnast farið undir 8% atvinnuleysi.
Íslenska leiðin út úr kreppum hefur yfirleitt verið gengisfall og kaupmáttarrýrnun með mun minna atvinnuleysi en í Evrópu. Atvinnuleysið veldur glæpum og hörmungum.
Í DV segir Sigurbjörg Árnadóttir sögu sína og sögu finnsku kreppunnar og leyfi ég mér að vitna hér í kafla:
Í upphafi efnahagsþrenginganna í kringum 1990 var Sigurbjörg ein þeirra fjölmörgu í Finnlandi sem misstu vinnuna. Hún var þó lánsöm og fékk strax aðra vinnu. Ég fór að vinna sem fréttaritari hjá íslenska ríkisútvarpinu. Auk þess sem ég skrifaði bækur, kenndi og starfaði við ferðaþjónustu.
Sigurbjörg segir aðdragandann að finnsku kreppunni hafa verið mjög líkan aðdraganda þeirrar kreppu sem nú er að hefjast hér. Þetta var í raun nákvæmlega sami pakkinn og hérna. Neyslufyllerí og bankasukk. Gengið var alltof hátt skráð, vextir voru háir, fólk var að taka myntkörfulán og allur pakkinn. Maður þurfti að vera mjög jarðbundinn til þess að standast gylliboð bankanna.
Hún segir það mikinn misskilning að Finnar hafi greitt hratt og örugglega úr sínum málum heldur hafi aðgerðaleysið verið algjört fyrstu árin. Niðurskurður hafi bitnað harkalega á þeim sem minnst máttu sín. Uppgangurinn var á kostnað mannslífa og geðheilsu þjóðar sem enn sýpur seyðið af kreppunni.
Það sem er kannski að rugla menn í ríminu er að upp úr finnsku kreppunni varð NOKIA undrið til. Stígvélaframleiðandinn sem fór að framleiða farsíma. Málið er að NOKIA var ekki ríkisfyrirtæki og varð til fyrir röð tilviljanna og vegna einbeittra stjórnenda sem höfðu mikinn kjark. Þrátt fyrir NOKIA varð atvinnuleysi mikið og það sem verra er; krónískt atvinnuleysi hátt.
Set hér inn til fróðleiks niðurbrot á viðvarandi atvinnuleysi Finna fyrir og eftir kreppu:
Status | Number | Share of unemployment | Share of labour force |
Unemployed/on re-employment schemes | 347,500 | 100.0% | 13.5% |
Unemployed for 12 months | 72,000 | 20.7% | 2.8% |
Unemployed for 24 months | 32,300 | 9.3% | 1.3% |
Unemployed/on re-employment schemes for 12 months | 132,600 | 38.2% | 5.2% |
Unemployed/on re-employment schemes for at least 12 months in 1999-2000 | 244,900 | 70.5% | 9.5% |
Chronically unemployed, total: | 154,700 | 44.5% | 6.0% |
- since before 1991 | 9,100 | 2.6% | 0.4% |
- since 1991-4 | 48,900 | 14.1% | 1.9% |
- since 1995-7 | 42,800 | 12.3% | 1.7% |
- since 1998-9 | 53,800 | 15.5% | 2.1% |
Source: Simo Aho (2004): Kroonisen työttömyyden laajuus, rakenne ja syntytausta, Ministry of Labour.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 860664
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Þú ert að blanda saman tveimur hliðum aðgerða Finna. Annars vegar félagslegu hliðinni sem var víti til varnaðar, hvernig þeir drógu aðgerðir í tvö ár og gerðu röð af mistökum sem við megum ekki gera.
Það var ekki finnska leiðin sem ég og fleiri hafa verið að tala umþ
Það var hin framleiðslulega hlið, sem ég og fleiri köllum "finnsku leiðina", og fólst í því að hætta við stórvirkjun og stóriðju, sem kom til greina, en einbeita sér í staðinn að uppbyggingu þekkingariðnaðar sem byggðist á fjölbreyttri nýtingu menntunar og hugvits, mannauðsins.
Þeim sem enn eru fastir í stóriðjumunstrinu hentar að rugla þessu tvennu saman til að koma óorði á þá "finnsku leið" sem ég er að ræða um.
Þótt stóriðjuleiðin yrði fetuð til hins ítrasta, öll íslensk orka sett í sex risaálver og rústað mestu verðmætum Íslands, náttúruundrunum, myndu aðeins 2% íslensks vinnafls vinna í þessum álverum.
Ómar Ragnarsson, 19.11.2008 kl. 23:53
Tek undir með Ómari. Auðvitað á að velja íslensku leiðina sem felur í sér að við lærum að öðrum. Bæði hvað er til eftirbreytnin og hvað eigi að forðast.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:09
Atvinnuleysi varð einnig krónískt hér í Danmörku eftir að Danir festu gengið við ECU í ERM 1982, og mannauður hefur minnkað eftir því sem fram leið því mannauður sem er eyðilagður með 8-10% krónísku atvinnuleysi í 20-30 ár er ekki mikils virði. Skattgreiðendur fá reikninginn og ríkidæmið minnkar og fátækt eykst. Svo minnkar framboð vinnuafls varanlega og aldrei er hægt að vinna það tapaða upp. Vélin í þjóðfélags-bifreiðinni er varanlega sköðuð og minnkuð. En félagsleg armæða er aðalsmerki ESB, enda er hagvöxtur þar með afbrigðum lélegur og hefur alltaf verið frá því að völd Brussel jukust.
Atvinnuleysi í ESB er krónískt og mannauði ESB er sóað á báli áætlunargerðarmanna ESB. Það er t.d. 17% atvinnuleysi í höfuðborg Þýskalands og 30% atvinnleysi í nýlendum ESB.
Finnland hefur alltaf greitt meira til ESB en það hefur fengið úr ESB, nema í eitt ár og það var árið 2000. Finnland hefur tapað stórt á því að ganga í ESB því það þýddi að þeir komust aldrei útúr kreppunni aftur því ESB er ein stór kreppa.
Færeyjar voru 20 ár að vinna sig út úr kreppu sökum þess að þeir hafa engan sjálfstæðan gjaldmiðil. Eg kynntist mörgum góðum og vonsviknum Færeyingum í þessari kreppu því svo margir þeirra fluttu hingað til Danmerkur. En Færeyingar segja núna: Krónan er ykkar styrkur. Menn ættu að hlusta á dýrkeypta reynslu Færeyinga.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2008 kl. 01:43
Finnska leiðin er "sveltur".
Íslenska leiðin stefnir í að vera "sveltur og rassskelltur" (með hrísarvendi)!.
letti, 20.11.2008 kl. 02:35
Tek undir orð Grasa-Guddu og Björns S. Finnar höfðu ekkert val í sambandi við stóriðjuna á þessum árum. Ómar og fleiri andstæðingar stóriðju á Íslandi reyna að telja fólki trú um þessa vitleysu. Stóriðja hefur í raun aldrei verið neitt val, þegar viðkomandi þjóð hentar. Stóriðjan lítur lögmálum framboðs og eftirspurnar í heiminum eins og annað. Það hafði einfaldlega engin áhuga á nýjum stóriðjuverum á árunum í kringum 1990, eins og dæmið um Keilisnes sannar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 15:46
Það að sex risaálver á Íslandi sem þurfi alla orku Íslands noti aðeins 2% vinnuafls landsmanna sýnir hve litlu vinnuafli stóriðjan getur tekið við. Umhverfisástæður rétu mestu um það að Finnar hættu við stórvirkjun. En slíkt sjónarmið, sem miklu hefur ráðið í nágrannalöndunum síðasta aldarfjórðung, virðast margir Íslendingar eiga erfitt með að skilja.
Ómar Ragnarsson, 20.11.2008 kl. 18:08
Telurðu skipafélögin með sem flytja álið Ómar, og þann hagnað sem þau fá þar til þess að nota annarsstaðar? Virkjanir sem mala gull í 100 ár í kassa ríksins og sem hjálpa til með að halda sköttum niðri svo landsmenn geti notað peningana í það sem þeir halda að komi þeim til góða. Það er notað mikið ál í tölvum og bæði í þekkingar- og vanþekkingariðnaði heimsins. Atvinna er ekki eina afleiða verðmæta. En hagvöxtur er afleiða fjármunamyndunar.
======== ESB 10 ára áætlunin frá 2000 =================
The main objective of the Lisbon Agenda, that Europe should become "the most competitive and most dynamic economy in the world by 2010," might sound like an innocent or even a good idea to the people who have been living in the West for decades. But to those who used to live under the Communist rule in Central Europe, such slogans about catching up with the United States sound all too familiar. The difference is that instead of promoting information technology, the communist planners put more emphasis on heavy industry. Whereas coal and steel used to be the fashion fifty years ago, now it is computers. But the principle remains the same – the politicians believe that they are better qualified than the people in a free market to decide how much money should be invested and in what industries. This principle did not work under communism, and it will not work this time either.
If this is the case, and if the lack of Internet technologies and economic plans is not the real problem of the ailing European economy, what is Europe actually suffering from?
The truth is that economists recognized that the European economy was suffering from a disease many years before the Lisbon meeting, and they even gave the disease a name - "Eurosclerosis".
=================================
Meira hér úr þessari ágætis ræðu Petr Mac, ráðgjafa forseta Tékklands
The European Constitution is not a remedy for European economic troubles
Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2008 kl. 18:43
Ástæðan fyrir því að nágrannaþjóðir okkar eru ekki eins áfjáðar í stóriðju og við erum og eigum að vera, er margþætt. Í fyrsta lagi þá liggur orkan ekki á lausu hjá þeim og ef hún gerir það, þá er hún ekki á samkeppninshæfu verði. Í öðru lagi þá eru nágrannaþjóðirnar hálfri öld á undan okkur í iðnbyltingunni o.þ.m.t. í stóriðjunni. Það eru takmörk fyrir því hve mörgum blómum er hægt að bæta á sig. Í þriðja lagi eru mengunarkvótar þeirra löngu uppurnir í ýmiskonar mengandi iðnaðarstarfsemi. Fleira er hægt að tína til en læt þetta nægja í bili.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 20:45
Já Grasa Gudda. Ég leyfi mér að benda á Marimekko. En þar var finnska þjóðarsálin með snilld, list og hugviti færð yfir á léreft. Enginn getur stolið Marimekko eða apað Marimekko eftir Finnum, því það er aðeins til ein finnsk þjóðarsál og hún er í Finnlandi, og það er aðeins til eitt Finnland í heiminum og það er í Finnlandi. Þetta þurfa Íslendingar að læra: hönnun og afmörkun á concepti.
Saga Marimekko
Skothelt concept. Fjölbreyttar undirstöður sem hvíla á auðlindum Finnlands.
Bernanke's Bubble Laboratory
Svo ættuð þið að hlusta á Sakkijarven, en Bragi Hlíðberg spilar hann mjög vel. Finnar eru ótrúlega duglegir og börðust eins og hetjur einir í Vetrarstríðinu á meðan Evrópa stóð of horfði á án þess að hjálpa. Það er synd að þeir skuli hafa freistast til að ganga í æfilanga kreppu í ESB. En sannleikurinn er sá að Finnar hefðu gengið í nánast hvað sem var eftir að Sovétríkin féllu dauð ofaná þá.
------------Säkkijärven polkka ----------
During the Continuation War, the Finnish Army discovered that the retreating Soviets had scattered radio-controlled mines throughout the city of Viipuri. The mines were jammed by playing Vesterinen's polka on the same frequency ceaselessly for three days, draining the batteries of the mines and averting catastrophe.
Säkkijärven polkka
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2008 kl. 22:15
Bernanke's Bubble Laboratory slóðin átti víst að heita "hátækni framleiðsla úr áli"
Rauð eyru
Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2008 kl. 22:18
Sæll frændi.
Mákona mín er sænskumælandi Finni og hefur búið hér síðan 1986. Fólkið hennar lenti í kreppunni í Finnlandi. Mágur hennar var atvinnulaus. Hann var duglegur að leita sér af vinnu en það var ekkert að hafa. Stjórnvöld buðu þeim sem voru atvinnulausir að fara í skóla og fólkið hélt atvinnuleysisbótunum. Hann þáði það og er vel menntaður í dag og með vinnu. Þetta fannst mér alveg magnað. Þetta myndi ég vilja sjá hér á Íslandi og einnig eru margir öryrkjar sem myndu fá heilmikinn bata ef stjórnvöld myndu hvetja og hjálpa þeim til að fara í skóla því margir eru öryrkjar vegna andlegra meiðsla. Vildi bara skrifa þetta hér inn fyrir þig uppá hugmyndir.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.11.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.