Volcker snýr aftur - hækka stýrivextir hjá Obama?

Það hafa verið háir stýrivextir víðar en hér og er Paul Volcker holdgervingur hárra vaxta. Carter skipaði Volcker 1979 og Reagan endurnýjaði starfsumboð hans allt til 1987 þegar Greenspan tók við. Volcker er þekktastur fyrir háa stýrivexti sem voru afar óvinsælir. Mestu mótmæli gegn efnahagsráðstöfunum síðan í kreppunni fylgdu í kjölfarið.

Sagt er að stýrivextir SÍ séu þeir hæstu sem sést hafi síðan Paul Volcker var við stýrið en nú hefur Barack Obama (change we can believe in!) Fengið Volcker til að leiða lykilnefnd um efnahagsmál. Volcker hefur gagnrýnt bandaríska efnahagsstjórnun og slaka peningamálastjórn. Nú er að sjá hvernig stjórn peningamála verða hjá Obama. 

 

Hér að neðan er svo línurit yfir stýrivexti í Bandaríkjunum síðustu 24 árin - takið eftir kúfnum undir Volcker: fed rate


mbl.is Volcker stýrir nýrri nefnd Obamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband