Flensað í hvalinn; Hvalur 8 og mótmælaát með Benna Erlings

Þetta eru góðar fréttir og eiga japönsk stjórnvöld hrós skilið.

Ég man vel þegar ég fékk að fara í tvo hvalveiðitúra hjá móðurbróður mínum Þórði Eyþórssyni á Hval 8. Þetta voru ógleymanlegar ferðir fyrir lítinn gutta en móðir mín Sigríður fór með mér og svo systir mín Bergljót. Eitt sá ég vel: Það er allt krökkt af hval á Íslandsmiðum norður undir Grænland. Meira að segja Steypireyðurinn sem hefur verið alfriðaður um langan tíma var víða sjáanlegur. Hvalveiðar eru hluti af menningu okkar og nú skapa hvalveiðar dýrmætan gjaldeyri. Sú lausn að fá gjaldeyrislán fyrir hundruði milljarða gagnast ekkert ef við getum ekki framleitt vörur og þjónustu sem veita okkur gjaldeyri. Sjálfbærar hvalveiðar og hvalaskoðun geta vel farið saman.

Það rifjast líka upp fyrir mér hvalkjötsát okkar Benedikts Erlingssonar þegar við lékum saman í leikritinu Flensað í Malakoff undir leikstjórn Brynju heitinnar Benediktsdóttur 1986 á Kjarvalsstöðum. Þá voru Bandaríkjamenn að refsa okkur fyrir hvalveiðar og við tókum okkur til að átum hval í hádegismat flesta daganna. Þá var Potturin og Pannan með hvalsteik sem hægt var að taka með sér. Við Benedikt vorum í 19. aldar fötum þar sem við lékum læknanema sem vildu "flensað í Malakoff" og tókum okkur vel út með hvalkjötið sem við flensuðum í með hníf og gafli. 

Mæli með góðri hvalasteik eða hvala sashimi í tilefni dagsins.


mbl.is Grænt ljós á íslenskt hvalkjöt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegar minningar þínar af hvalveiðitúrum með Tóta.

Ég held að það væri mjög jákvætt að veiða svolítið af hval. Það þarf bara að koma honum í verð.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála

Svo skulum við halda því til haga að hvalirnir éta 20 sinnum meira en við veiðum.

Sigurður Þórðarson, 1.12.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Ekkert nema Sammála því að það má vel veða helling af hval. Það er nefinnilega nó til af þessu.

Ingimar Eggertsson, 1.12.2008 kl. 10:45

4 identicon

En það verður að koma honum í verð

sandkassi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband