1.12.2008 | 19:44
Kjúklingabringur og evrur á fullveldisdegi
Það er bara eitt ár síðan að ESB átti að leysa af hólmi mikinn hluta landbúnaðar á Íslandi sem sagður var baggi á þjóðinni. "Kjúklingabringur á evrópuverði" voru ekki síst notaðar sem rök fyrir því að ganga í Sambandið. Jú og svo vorum við með svo stóra banka að við þurftum að ganga í ESB til að verja þá. Nú hefur reyndar komið á daginn að Seðlabanki Evrópu er ekki að bjarga bönkunum í Evrópu. Það gera ríkisstjórnir og seðlabankar landanna sjálfra. Nokkrir stærstu banka Evrópu eins og Royal Bank of Scotland, UBS í Sviss og Commerzbank hafa þurft að taka á sig miklar búsifjar og er þjóðríkin orðin aðal bankaeigandinn í Evrópu í dag.
Nú eftir bankahrunið á Íslandi er því haldið fram að ESB leysi vandamálin. Margir eru orðnir svartsýnir á krónuna í opnu hagkerfi og vilja því fá nýjan gjaldmiðil. Vandamálið við evruna er samt ekki síst ESB því þar á bæ vilja menn ekki að við fáum að taka evruna upp fyrr en við erum komin í Sambandið. Í fljótu bragði virðist því valið helst vera milli krónu og dollars.
En ef ESB færir okkur ekki ódýrari kjúklingabringur (sem eru núna ódýrari á Íslandi) og ekki heldur evru á ögurstundu. Hvað færir ESB þá? Þessu þurfa ESB sinnar að svara.
Lykilorusta um ESB-aðild háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 860799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Síðustu vikur hafa kennt okkur að ESB hefur lítið að bjóða. Þá á ég ekki bara við hvernig sambandið hefur komið fram við Ísland, heldur er Evrópa ekki í neitt mikið betri málum en ísland. Gjaldmiðillinn er að vísu ekki hruninn, þótt hann hafi lækkað mikið undanfarið, en hér er líka verið að pumpa hundruðum milljarða inn í kerfið og ríkisvæða banka. Þýskaland var að setja einhverja milljarða í Opel, og Volvo og Saab krjúpa við þröskuld fjármálaráðuneytisins í Svíþjóð, svo það eru ekki bara bankar sem eru að hrynja.
Grasið er alltaf grænna hinum megin. Ég bý í ESB og ég sé grænna gras heima, því hér er allt grátt.
Villi Asgeirsson, 1.12.2008 kl. 20:24
Er ESB ekki hlaðið gnægtarbúr, sem býður okkur :
-tímabundnar aðlaganir fiskveiðstefnunar sem að vísu renna svo sitt skeið,
-landbúnaðarstyrki menn mæra meira að segja styrkina að það muni koma íslenskum landbúnaði svo vel því að við teldumst til jaðarsvæða...það er farið að halla alvarlega á skynsemina, þegar styrkir eru orðnir freistandi
-Ervan sem svo mjög er að hjálpa Spánverjum að aðlagast á erfiðum tímum, að þeir fá að mæta þessu með 14% atvinnuleysi sem færist enn upp á við
-sameinaða stefnu Evrópuríkja eftir margra ára pólitíska baráttu náðist loks að finna mál sem sameinaði þessi lönd sem aldrei fyrr. Framtíðin er því björt innan ESB samhugur ríkir. Að vísu var það leiðinlegt fyrir okkur að málið sem sameinaði þá var andstaða við Ísland í deilunni um innistæður Icesave og Kaupthing-Edge reikninga. En viðmótið hlýtur að breytast ef við náum að gráta okkur inn í þetta dásamlega bandalag þjóða. Látum ekki barsmíðar fæla okkur frá.
Haraldur Baldursson, 1.12.2008 kl. 22:19
Ég hef séð marga ESB dásamara tala máli hinnar einu sönnu Evru og hins mikla Seðlabanka Evrópu sem á að standa við bakið á okkur og prenta fyrir okkur hina gullnu mynt. Aðspurðir hafa þeir hinsvegar ekki nein rök fyrir því hvernig eigi að viðhalda gengi krónu innan marka þennan tíma sem hún er í "aðlögun" þar sem hún hefur nú ekki stöðuga sögu að baki. Þrátt fyrir örar gengisfellingar og efnahagsaðgerðir. Einnig virðist svo vera að þessir aðilar hafi nægan tíma til að bíða, því ég hef ekki séð neinar tillögur þess efnis hvernig forða á litlum/meðalstórum fyrirtækjum og almenning frá gjaldþroti. Sem bíður handan við hornið. Hvernig eigi að blása súrefni í atvinnulífið, draga úr verðbólgu, koma í veg fyrir fólksflótta o.s.frv.
Ef einhver hefur skoðað atvinnuauglýsingar þá eru svotil engar stöður sem standa til boða hér á landi. En það er eitthvað um stöður í Noregi (sem ekki er í ESB). Leikskólar eru ekki að auglýsa. Ekki elliheimilin. Ekki pizzastaðirnir.
Getið þið, áhugamenn um Evrópusambandið og Evru (kannski) eftir 10 - 12 ár komið með tillögur að lausn á þessu ástandi - sem gæti orðið á næsta ári í seinasta lagi?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.12.2008 kl. 22:37
Eyþór
Vel orðað
En fórnirnar hverjar eru þær?
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 01:16
Jón, þú segir að danir séu að fara að kjósa um evru. Er þetta annað eða þriðja skiptið? Það verður kosið þangað til rétt niðurstaða fæst, eins og með það sem uberhaubt er kosið um innan ESB, sem er ekki margt. Þegar niðurtöður kosninga eru stórtap fyrir evrópusinna, eins og með stjórnarskrána, breyta þeir nafninu á plagginu í eitthvað fallegt eins og Lissabon Sáttmálinn og kjósa aftur. Og aftur. Og aftur. Því lengi lifi lýðræðið.
Villi Asgeirsson, 2.12.2008 kl. 09:57
Heyr Heyr Eyþór. Það er orðið greinilegt að ef mig vantar upplýsingar þá eru þær að finna á blogginu þínu. Ég er fyrir löngu komin á það að dollar sé líklega það eina í stöðunni.
Þið ESB sinnar ættuð að endurskoða hug ykkar, en þar fyrir utan þá finnst mér "íslendingar" sem búa erlendis og hafa jafnvel gert í fjölda ára ekki hafa eins mikið um það að segja hvort við göngum í ESB eða ekki.
A.L.F, 2.12.2008 kl. 19:17
Þegar Nýfundnaland gaf sjálfstæði sitt til sambandsríkis Kanada árið 1949 þá var veifað með barnabótatékkum og ávísunum á ellilífeyri framan í kjósendur. 52% kusu já en 48% nei. Þeir sem vita nefi sínu lengra en eina uppblásna og útpínda kjúklingabringu frá vesturevrópskum landbúnaði í austurevrópu, þeir vita hvað svona shoppingtúr með grunngildi þýddi fyrir Nýfundnaland. Hvernig skyldi þessum 48% líða núna? Hið nýja sambandsíki ESB í Evrópu er alltaf að verða fátækara og fátækara miðað við Ísland og Bandaríkin. Af hverju skyldi Íslendinga langa til að verða fátækari?
Þessutan þá er Evrópusambandið er ekki gjaldmiðill. Það er nýtt ríki í smíðum.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.