Göran Persson um Davíð Oddsson

Göran Persson fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar segir: „Bestu fjármálaráðherrarnir sem við höfum haft í Svíþjóð hafa verið stjórnmálamenn. Þegar lögð hefur verið áhersla á að fá í embættið fólk með hagfræðilegan bakgrunn hefur það endað í ringulreið.“

Um Davíð Oddsson Seðlabankastjóra segir Göran: „Seðlabanki þar sem ekki er til staðar í stjórninni einhver með þekkingu á alþjóðlegum stjórnmálum er illa staddur, það er mjög mikilvæg færni. Og sá sem nú stýrir bankanum er mjög hæfur á því sviði.“

Svo mörg voru þau orð.

Sá þetta ekki á forsíðu Fréttablaðisins...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Eitt er að hafa góða þekkingu á stjórnmálum, innlendum sem erlendum, annað að vera í kafi í þeim samhliða starfi Seðlabankastjóra. Talaði Göran Persson nokkuð um það?

Björn Birgisson, 12.12.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Björn Birgisson

............. en að halda heilli ríkisstjórn og stórum (bláum) stjórnmálaflokki í herkví ? !!!!!!!!!!!!

Björn Birgisson, 12.12.2008 kl. 16:44

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lögfræðimenntun innifelur skilning á viðskipta rétti, sem ráðherra okkar áður fyrr voru lögfræðimenntaðir.  Forstjórastaða kallar á forystuhæfileika.  Hagfræðingar koma ekki úr raunvísindadeildum Háskólanna. Reyndar eru þeir oft flokkaðir til félagsfræðinga. Sérstaklega forritaðir til að þjóna stjórnvöldum sem ráðgjafar. Námið er langt og óvíst að þeir hafi nokkra reynslu af því sem er að gerast í raunveruleikanum.  Allir geta orðið stjórnmálamenn, margir geta orðið hagfræðingar, en fáir Seðlabankastjórar. Og það er rétt stórnmálamenn eiga ekki að vera að ganga inn í störf Seðlabankastjóra. Verksvið hans er vel skilgreint. Þó íslenskum lögum og framkvæmd þeirra á stundum sé ábótavant. Við stjórmálamennina er þá vissulega að sakast.

Erum við ekki öll stjórnmálamenn virk eða óvirk milli kosninga?  

Júlíus Björnsson, 12.12.2008 kl. 17:57

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég spyr eins og fávís karlmaður:

Er hér ekki allt í ringulreið?

Hins vegar er ég sammála Göran Persson að hagfræðin eru algjörlega ofmetin fræðigrein. Ég er reyndar ekki hagfræðingur, heldur stjórnsýslufræðingur, en þurft að taka fjöldann allan af hagfræðikúrsum í Verslunarskóla Íslands og síðan einn í stjórnsýslunáminu. Af þeim kynnum mínum af hagfræði, verð ég að segja að hér er um stærstu ágiskunarvísindi, sem ég þekki - slá jafnvel fiskifræðina út. Allt er unnið út frá líkönum, sem eru mjög einfölduð mynd af veruleikanum og gefa því vægast sagt óáreiðanlegar niðurstöður.

Sé litið til þess sem greiningardeildir, flestir fræðimenn í háskólum landsins og annarsstaðar hafa gefið frá sér um íslenska efnahagslífið á Íslandi undanfarin ár er lítið að marka þá. Allar spár um fleytingu krónunnar í síðustu viku stóðust ekki o.s.frv.

Stærsti skandallinn er þó að fáir hagfræðingar skyldu sjá fyrir þá heimskreppu, sem nú ríkir. Ég spyr því hvaða gagn sé af þessum spám öllum?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.12.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hagfræði smáþjóða með auðlindir og háa greind og áræði og líkamsburði sem byggir á lýðræðilegum hefðum.   Í hvað Háskólum heimsins er hún sérstök fræðigrein? Getur einhver beint mér  á góðar viðurkendar greinar um þess sérstöku Hagfræði?

 "CIP and foreign Labour and inflation indexed loans"  eru það lykil hugtök sem nýta má hér.

Júlíus Björnsson, 12.12.2008 kl. 19:36

6 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Eyþór það hefur aldrei verið gott að eitthver hafi annan í vasanum eins og >Davíð virðist hafa Geir Menn verða að vinna á jafnréttisgrunni og hafa þroska til að skiptast á skoðunum um mál án fordóma það getur ekki verið eðlilegt að Viðskiptaráðherra og Seðlabankastjóri talist ekki við svo mánuðum skipti, við hljótum að vara sammála um það

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 12.12.2008 kl. 19:59

7 identicon

Skil ekki hvað menn eru með Davíð á heilanum. Tala um að hann hafi heila ríkisstjórn í herkví. Maðurinn sé ómenntaður í fjármálum, fyrrverandi stjórnmálamaður. Ég vissi ekki betur en að bankastjórarnir væru þrír. Eru hinir ómenntaðir í fjármálum líka? Hafa þeir ekkert um hlutina að segja? Eru Geir Harde og Ingibjörg svona þvílíkir aumingjar að þau láta fyrrverandi pólitíkus, lítinn karl úr Seðlabankanum halda sér í herkví?

Á meðan skríllin mótmælir á Austurvelli, heimtar Davíð burt sóðar út Alþingishúsið, þá rölta auðkýfingarnir af landi brott með fullar ferðatöskur fjár og hlæja af lýðnum.

Og áfram hrópar skríllinn, Davíð burt!

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 20:32

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér eru menn að deila um keisarans skegg. Peningamálakerfið er það sem skiptir máli, en auðvitað halda seðlabankastjórar allra landa að þeir séu snillingar. Þeir halda að þeir séu snillingar þar til kerfið hrynur og sumir jafnvel lengur.

Seðlabanka-hugmyndin er stjórnmálalegs eðlis og henni var þröngvað upp á heiminn af IMF. Bandaríkjamenn misnotuðu IMF á hliðstæðan hátt og Bretar misnotuðu IMF gagnvart okkur. Hugsanlega höfðu Bandaríkjamenn ekki jafn illt í hyggju og Bretar, en afleiðingarnar voru samt slæmar. Steve H. Hanke segir eftirfarandi í fréttabréfi Alþjóðabankans frá 2001:

In the past, the IMF has asserted that central banks, with their power to create credit, were engines for economic development. Not surprisingly, whenever a newly independent state was formed, the IMF applied its orthodoxy and mandated the establishment of a central bank. In turn, this required loads of technical assistance from the IMF.

With the new central banks creating a lot of credit and inflation, the next step was a balance of payments crisis and a currency devaluation. This never seemed to bother the "airy-fairy devaluationists" (as Sir Roy Harrod, leading figure in the development of Keynesian Economics and Dynamic Theory, referred to them) at the IMF. They seemed to regard devaluation as a certain and swift remedy for a country's economic ills, one that would lead to a rapid, export-led recovery.

Afstaða IMF gagnvart Seðlabönkum breyttist 1995, þegar þeir studdu Myntráð fyrir Bosníu og árið eftir fyrir Búlgaríu. Nú er það að verða viðurkennt, að seðlabankar henta alls ekki fyrir 100 smæstu lönd heims. Eina vitræna kerfið er Myntráð, ef menn á annað borð vilja efnahagslegan stöðugleika.

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.12.2008 kl. 22:20

9 Smámynd: Björn Birgisson

"Eru Geir Harde og Ingibjörg svona þvílíkir aumingjar að þau láta fyrrverandi pólitíkus, lítinn karl úr Seðlabankanum halda sér í herkví? "

Rafn: Nákvæmlega, því miður. Pólitískur kjarkur ráðamanna þjóðarinnar er því miður enginn. Sér það ekki hver maður? 

Björn Birgisson, 12.12.2008 kl. 22:25

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

"Eru Geir Harde og Ingibjörg svona þvílíkir aumingjar að þau láta fyrrverandi pólitíkus, lítinn karl úr Seðlabankanum halda sér í herkví? "

Ef þau eru svo lítill  þá er syndin þeirra að segja ekki af sér, varla eru þau heimsk í þokkabót?

Mér sýnist þeim nú ganga vel í því að hunsa aðvaranir Davíð Oddsonar. Það er spurning um "con artistanna" og her ESB sinnana, sem virðast vera í náðinni hjá skötuhjúunum.

Greind IQ er víst meðfædd. Greindir eru oft góðir námsmenn. Segerir sá sem ekki veit betur.

Júlíus Björnsson, 12.12.2008 kl. 22:57

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Eyþór

Ég skil ekki alveg þessa færslu þína.

Göran Persson fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar segir: „Bestu fjármálaráðherrarnir sem við höfum haft í Svíþjóð hafa verið stjórnmálamenn. Þegar lögð hefur verið áhersla á að fá í embættið fólk með hagfræðilegan bakgrunn hefur það endað í ringulreið.“

Er þetta ekki misritun hjá þér. Átt þú ekki við "Seðlabankastjórar"?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 23:05

12 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Þetta var haft eftir Göran Friðrik.

Eyþór Laxdal Arnalds, 12.12.2008 kl. 23:29

13 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég spyr nú bara, hafa ekki nær allir fjármálaráðherrar allra landa Evrópu síðustu hundrað  ár verið stjórnmálamenn?

Er maðurinn þá að meina örfáa einstaklinga sem hafa gengt embættinu í utanþingsstjórnum?

Ef svo er þá skil ég ekki þessa umræðu hér að ofan. Davíð Oddson var aldrei fjármálaráðherra eins og ég held að allir þessir menn vita.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.12.2008 kl. 00:07

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eru "góðir" stjórnmálamenn ekki Kaupmenn í sjálfum sér. Eru Kaupmenn ekki alltaf að vasast í viðskiptum og fjármálum. Bankastjóri sem verður Fjármálráðherra er hann þá ekki samstundis orðinn stjórnmálamaður. Er ekki málið að hagfræðingur kemur oftar en ekki seint út á atvinnu markaðinn úr vernduðu umhverfi þar sem allt gengur upp og skortir alla yfirsýn yfir það sem er að gerast í raunveruleikanum samanber pólítískar leiðir. Viðskiptaeðlið sem og veiðieðlið er mismunandi eftir einstaklingum.  Eðli eða greind verður ekki lærð. 

Júlíus Björnsson, 13.12.2008 kl. 01:40

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gilja-gaur-stekkja-staur-blindur !

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.12.2008 kl. 08:50

16 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Ég held að þetta sé rétt sem Göran segir, það er þannig með öll fyrirtæki að þau þurfa sterkan leiðtoga til að stýra. Það er nóg til af hagfræðingum á reiknivélarnar en góðan stjórnanda finnur þú ekki svo auðveldlega á götunni. Hagfræðingar og viðskiptafræðingar Íslands hafa sýnt okkur það að undanförnu að þeir eiga ekki að koma nálægt rekstri og ættu bara að vera í bókhaldinu en ekki ákvarðanatöku. Það eru nokkrir sem kommenta hér að ofan sem ættu ekki að koma nálægt rekstri :-).

Baldur Már Róbertsson, 13.12.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband