SA könnunin: Hver er niðurstaðan?

Afstaða forsvarsmanna Samtaka Atvinnulífsins til ESB hafa lengi verið kunnar. Nýverið var svo gerð sérstök könnun meðal aðildarfélaga um ESB aðild. Sjálfsagt hefur könnunin verið gerð til þess að fá skýrt umboð til að beita SA í þágu ESB umsóknar Íslands.

Nú segir Björn Bjarnason frá því að 43% hafi verið hlynntir, 40% andvígir og 17% óvissir. Björn spyr hvers vegna niðurstaðan skuli ekki birt? 

Ef þessar tölur eru réttar er ljóst að aðilar SA eru hreint ekki ákveðnir í afstöðu sinni - öfugt við það sem ætla mætti af forsvarsmönnum þeirra.

Nú er að sjá og bíða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Samtök iðnaðarins hafa endurtekið gert kannanir sem að sýna meirihluta stuðning við að hefja aðildarviðræður. Þú segir að þarna hafi verið spurt um afstöðu til aðildar, jahh, þá væntanlega án þess að vita hvað kemur út úr viðræðum og þar með talið stjórn yfir auðlindum. Kalla það nú gott að 43% félagsmenna lýsi sig þannig hlynnta aðild. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.12.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband