Madoff reyndist Ponzi-plan

Nú berast fréttir af fjársvikum víða. Nú er upplýst af Fréttablaðinu að Novator hefur tapað milljörðum á lögfræðingi að nafni Marc Dreier. Fleiri íslenskir fjárfestar treystu þessum aðila fyrir fjármunum.

Stóra fréttin er samt af Bernard Madoff sem virðist hafa tapað 50 milljörðum bandaríkjadala (um 6000 milljörðum íslenskra króna) í hálfgerðu "Ponzi-plani" en það felst í því að greiða fjárfestum út mikinn arð með peningum nýrra fjárfesta. Þessi bolti gengur svo áfram þangað til ekki koma fleiri inn. Nú í kreppunni hafa sennilega færri fjárfest hjá Madoff og því var peningurinn og keðjan búin.

Sumar viðskiptakeðjur hafa stundað ekki ósvipuð viðskipti þó þau kunni að vera lögleg. Fyrst er eitt fyrirtæki keypt með skuldsetningu svo er næsta keypt og svo koll af kolli þar sem pappírshagnaður myndast og nýir (skulda-) peningar koma í viðbót. Þega hnykillinn raknar upp snýst dæmið við; eignir hrökkva ekki fyrir skuldum enda var sennilegast aldrei reiknað með að borga skuldirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Margur hefði hegðað sér öðru vísi ef vitað hefði verið að allt væri þetta eitt stórt spilavíti.

Haraldur Baldursson, 13.12.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það þarf að bæta möguleika fjámálaeftirlitsins til að rekja Ponzi-brellur, enda getum við smáfjáfestar ekki treyst neinum fjármálastofnunum fyrir fé okkar ef við getum ekki verið viss um að fjaŕfestingin sé ekki tóm svik. Verði það ekki gert verður atvinnulífið að sjá um fjármagna sig sjálft án aðstoðar okkar fjárfestinga.

Héðinn Björnsson, 15.12.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband