Óeðlileg afskipti af lýðræðislegu ferli

Það eru heldur nöturleg skilaboð frá formanni Samfylkingarinnar til samstarfsflokksins á aðventunni.
Sjálfstæðisflokkurinn var að opna lýðræðislegt og metnaðarfullt starf á vegum Evrópunefndar flokksins í gær.
Daginn eftir kemur formaður samstarfsflokksins í ríkisstjórn og hótar stjórnarslitum ef henni hugnast ekki niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Það er rétt hjá Árna Sigfússyni að benda Ingibjörgu Sólrúnu á að ganga í Sjálfstæðisflokkinn vilji hún hafa áhrif á mótun stefnu flokksins. Sú árátta að vilja hafa áhrif á stefnumál annara flokka er undarleg. Ég hefði haldið að Samfylkingin hefði nóg að gera til dæmis við að vinna í þeirri kreppu sem sannarlega er komin hér á landi. Ekki er langt síðan að formaður Samfylkingarinnar sagði; "Hér er engin kreppa" í viðtali við Viðskiptablaðið. Daginn eftir voru fjöldauppsagnir.

Formaður Samfylkingarinnar ætti að fagna því að nú standi yfir metnaðarfull og fagleg vinna á vegum samstarfslokksins á sviði Evrópu og alþjóðamála.
Í staðinn kemur í ljós að Samfylkingin kýs að stilla forystu Sjálfstæðisflokksins upp við vegg í þessu máli - sem og öðrum.

Það hvarflar að manni hér sé viljandi verið að gera samstarf flokkanna erfitt eða jafnvel óbærilegt.


mbl.is Hafa ekki tíma fyrir truflun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eyþór, hún hefur bara ekkert annað fram að færa.  Hún er með sólóista sem samráðherra í flokknum sínum sem líta orðið út eins og sprungnir vindlar!  Eina vitræna hjá var að uppgötva að við viljum breytingar sem er staðfesting á því að hún er ekki að fylgjast með.  En um leið móðgun að senda slíka yfirlýsingu frá sér.  Það eru margir sem finna Sjálfstæðisflokknum allt til foráttu en mega eiga það að þar er verið að reyna að smíða lausnir og vinna úr ástandinu.  Svo stefnir í spennandi atburðarrás fram að landsfundi sem á eftir að verða sögulegur, fyrir flokkinn og stjórnmál á Íslandi í framtíðinni. Spá því.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 15:28

2 identicon

Samfylkingunni er ekki stætt á þessum leik öllu lengur og heyrist mér almannarómur vera að beinast gegn þeim í þessu.

Þeir hafa kosið að leggja samstarfssamninginn að veði í skjóli þess neyðarástands nem nú ríkir. Þetta er ljótur leikur sem fólk er farið að sjá í gegn um, allir nema þeir sjálfir.

Það eina sem þetta gerir er að færa mínum mönnum umboð til myndunar nýs meirihluta. Reyndar held ég að slíkur meirihluti liggi í loftinu í þinginu með einhliða upptöku nýs gjaldmiðils sem sitt fyrsta verkefni.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 15:35

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þar kom að því - Ingibjörg sýnir loks sitt rétta andlit . Ég varð mjög undrandi þegar hún setti ofaní við 2 ráðherra sína sem heimtuðu kosningar - hélt að kanski hefði hún vitkast. Slíkt gerist jú. Hún sagði þá að kosningar væru ótímabærar.  Ef hún slítur samstarfinu í febrúar (ef niðurstaða Landsfundar Sjálfstæðisflokksins verður henni ekki að skapi ) hvernig ætlar hún þá að mynda stjórn án kosninga ? Annars hélt ég að það væri brýnna verkefni núna að koma gögnum í hendur þeirra aðila sem eru að vinna að lögsókn á hendur þeim bresku en að hóta stjórnarslitum ef Sjálfstæðisflokkurinn hlýðir henni ekki.

Ólafur Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.12.2008 kl. 15:52

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Hún teflir býsna djarft. Fífldirfska kannski?

Forsætisráðherra hefur þingrofsvaldið og þó að Samfylkingin rjúki á dyr í lok janúar þarf Geir ekki að boða til kosninga í einum grænum. Hann gæti þess vegna fengið annan flokk til samstarfs.

Ef hann byði Vinstri grænum í stjórn fram að kosningum í sumar/haust gæti það breytt ESB umræðunni í aðra átt en Samfylkingunni hugnast.

Haraldur Hansson, 13.12.2008 kl. 15:57

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gunns - segir að Sjálfstæðisflokkurinn hverfi - hvað varðar slíkt gums þá ætti viðkomandi að skoða samsetningur flokkanna tveggja - Samfylkingin samsett af - kommum - krötum - og afgöngum úr Frjálslyndum og vinstri mönnum - sem og slitrum úr Kvennalistanum o.fl.  Það sást best þegar Ingibjörg var í sínum veikindum um daginn að flokkurinn var allt annar en áður - það mun líka koma í ljós áður en langt um líður hvort hann hangir saman ef hún slítur stjórnarsamstarfinu - árásirnar á Sjálfstæðisflokkinn grafa ekki síst undan Samfylkingunni. Innviðir Sjálfstæðisflokksins eru hinsvegar traustir.

Ólafur Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.12.2008 kl. 15:59

6 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Sæll Eyþór,
spurning hvort ekki er komin upp sú staða að hér þurfi að mynda þjóðstjórn eða falast eftir samstarfi annars flokks strax eftir áramótin.  Þetta samstarf er ekki á mánuð setjandi eftir þessar yfirlýsingar Ingibjargar.

Vilborg G. Hansen, 13.12.2008 kl. 15:59

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Helst vildi ég nú vera laus við að Sólrún gengi í Sjálfstæðisflokkinn það væri svipað og fá Kristinn Gunnarsson. Einkennilegt hvað manneskjan getur alltaf skitið í nytina sína, ég hélt eins og fleiri að hún væri að komin heil að því að leysa úr málum,þegar hún setti ofaní við sína flokksmenn. En vera með hótanir um stjórnarslit, vona ég að verði til að herða andstöðuna við ESB aðild.

Ragnar Gunnlaugsson, 13.12.2008 kl. 16:26

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Óeðlileg afskipti eða bara skýr skilaboð?

Hún er bara að orða það sem allir vita, nú fyrst reynir á stjórnarsamstarfið. Evrópumálin það sem flestir bíða eftir að sjá úr skorið.

Ég persónulega er í augnablikinu á móti ESB inngöngu, en er hins vegar stuðningsmaður bæði þess að uppfylla Maastricht skilyrðin (hver er það svo sem ekki sem skilur) og hins vegar styð ég það að farið verði í aðildarviðræður.

Ég tel mig vita að þær viðræður væru lítið annað en framsetning skilyrða ESB fyrir inngöngu Íslands, ekki samræður heldur framsaga ESB á eigin vilja. En það góða við slíkar samræður væri að þá sæjum við loks svart á hvítu hvers eðlis er og gætum tekið afstöðu til þess sem þjóð í þjóðarkosningum. Það er lýðræði.

Baldvin Jónsson, 13.12.2008 kl. 16:37

9 Smámynd: Stefanía

Þetta kemur mér ekkert á óvart, þau kunna ekki að vera í stjórn, skilja ekki inntakið í stjórnar"samstarfi

Stefanía, 13.12.2008 kl. 16:44

10 identicon

ekki get ég tekið undir það að mér sé annt um samstarf við Samfylkinguna. Ég hef sagt frá því að þessi stjórn var sett saman að Samfylkingarfólki væri ekki treystandi. Síðan er stjórn með jafn sterkan meirihluta og þessi ófær um að sýna af sér málefnaleg vinnubrögð.

Þessi stjórn er fallin.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 18:28

11 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Kannski heldur ISG að hún græði persónulega á stjórnarslitum, en ef minni landsmanna bregst ekki í kosningum, þá gætu kosningaúrslit komið henni á óvart. Ég hef eiginlega aldrei skilið afhverju eins ólíkir flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin gátu myndað ríkisstjórn. Nú kemur hið rétta andlit Samfylkingarinnar í ljós. Það er kannski ekki það andlit sem mönnum líkar, en engu að síður það sem fólkið kaus.

Steinmar Gunnarsson, 13.12.2008 kl. 19:13

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fagleg, trúverðug, ábyrg, arðbærð er hún ekki yfirstéttabeaurokratatíkin.  ESB er betra en að halda þjóðarskútunni á floti þangað til í höfn er komið. Sjálfstæðisflokkur í minnihlutastjórn í umboð núverandi stjórnarandstöðu. Sólrún getur sagt af sér strax það væri breyting sem þjóðin kanna að meta. Sjálfstæðisflokkur þarf að sýna styrk. Stétt með stétt. Engar meiri lygar.

Þetta er versta staðan í efnahagsmálum sem komið hefur upp síðan Ísland fékk fullveldi. Vilji menn bíða eftir ársskýrslum fram í mars til að þora að viðurkenna staðreyndir verður það dýrt.

Samstarf getur aldrei orðið gott ef samstarfsaðill er vanhæfur til orðs og æðis.

Júlíus Björnsson, 13.12.2008 kl. 19:19

13 Smámynd: Einar Solheim

ISB og Samfó eiga að fylgja samvisku sinni í þessu máli.  Ef þeir ná ekki að mynda stjórn um inngöngu í ESB, þá verður flokkurinn einfaldlega að standa utan stjórnar.  Að hökta áfram gegn eigin sannfæringu er bara rugl.
Mér finnst viðbrögð sjálfstæðismanna á blogginu algjörlega úr öllum takti við þessum orðum Ingibjargar.  Viðbrögðin eru viðbrögð húsbóndans sem þolir ekki að einhver segi eitthvað án þess að biðja húsbóndan leyfi eða að vita af hanns velþóknun.  Sem betur fer hafa forsvarsmenn flokksins ekki mist sig í þessari vitleysu líkt og þú Eyþór og fleiri gera hér. 
Ég verð að segja að Flokkurinn er að gera mjög góða hluti með Evrópunefnd sinni.  Sjálfstæðismenn munu taka afstöðu til ESB, með eða án hjálpar ISG.  Þeir munu fylgja sinni samvisku líkt og ISG gerir með þessum orðum sínum.  ISG er ekki ein um þessa skoðun sína, stór hluti landsmanna telja inngöngu í ESB brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar.  Ef xD tekur ekki kúrsinn á ESB (sem ég hef reyndar enga trú á), þá er einfaldlega komin upp sú staða að nauðsynlegt sé að setja málið í dóm kjósenda. Það er bara eðlilegt.  Þessi stjórnmálaskýring ISG á stöðu mála er því að mínu mati varla frétt - nema þá að því leyti að það er hressileg tilbreyting að einhver segi hlutina beint út eins og þeir eru.
Hvet svo andstæðinga ESB sérstaklega til að fylgjast með vinnu Evrópunefndarinnar.  Ég nefnilega trúi því ekki öðru en að andstaðan byggist fyrst og fremst á vanþekkingu og að með aukinni fræðslu og þekkingaröflun verði Sjálfstæðisflokkurinn ekki í vandræðum með að taka hina réttu afstöðu að hag almennings á Íslandi sé betur komið innan ESB en utan.

Einar Solheim, 13.12.2008 kl. 19:23

14 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Það er alltaf sama sagan hjá Sjálfstæðisflokknum.

Þeim finnst ISG vera að segja þeim fyrir verkum og taka það óstinnt upp en það kvarlar ekki að þeim að þetta sé vilji megin þorra landsmanna,sem hún virðist öllum að óvörum skynja ögn betur en þessi sjáalfumglaði megin kjarni Sjálfstæðismanna.

 það eru einmitt þessi hallærislegu viðbrögð sem fengu mig og fjölmarga aðra til að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn,þessi óþarfa hvumpni og stærilæti miðlungsmanna.

Þið Sjálfstæðismenn yrðuð menn að meiru að taka svolítið til í ykkar ranni og skipta út þessum hrútleiðinlegu og ómögulegu ráðherrum og jafnvel nokkrum þingmönnum sem eru bara þarna án alls raunverulegs hlutverks annars en fylla töluna..Ég sleppi því að nefna nöfn en mér finnst lítilmannlegt af stjórnmálamönnum að leifa ekki athugasemdir á bloggi sínu.

Að því loknu munu margir frágengnir Sjálfstæðismenn snúa aftur, ekki fyrr

Gunnar Þór Ólafsson, 13.12.2008 kl. 19:38

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er ljótur leikur hjá Ingibjörgu, að nota efnahags-erfiðleika líðandi stundar, til að þvinga fram breytingu á stjórnar-sáttmálanum. Þegar núgildandi stjórnarsamningur var gerður, var sátt um að halda Evrópu-vitleysunni utan ákvarðana. Að öðru leyti hefur Ríkisstjórnin alla möguleika til að fást við efnahagsmálin, enda hefur ESB-aðild ekkert með þau að gera.

Um fyrirætlan Samfylkingarinnar, að slíta ríkisstjórnar-samstarfinu, segi ég bara: verði þeim að góðu. Sjálfstæðisflokkur getur til dæmis myndað meirihluta með VG (34 þingmenn), eða Framsókn og Frjálslyndum (36 þingmenn). Við þurfum ekkert á Samfylkingunni að halda.

Það verkefni sem nú blasir við stjórnvöldum, er að taka upp stöðugan gjaldmiðil og skapa þannig undirstöðu fyrir stöðugt efnahagslíf, með lágum vöxtum og afnámi vísitölutryggingar á lánum. Þetta verður bezt gert með festingu gjaldmiðilsins við USD og stofnunar Myntráðs Íslands. Seðlabankinn verður lagður niður, enda hefur hann einungis verið til óþurftar.

Dollar Strax !

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.12.2008 kl. 19:43

16 Smámynd: Einar Solheim

Loftur:  Ekki bara baula og baula.... kynntur þér aðeins málin - þú verður maður meiri fyrir vikið.  Skora á þig að lesa þau skjöl sem er að finna á vef Evrópunefndari sjálfstæðisflokksins um gjalmiðilsmál áður en þú tekur byrjar að leysa vandamál Íslands.
Okkur eru fáar leiðir færar, en myndráð er svo sannarlega ekki ein þeirra.  Einhliða upptaka dollars eða Evru er eitthvað sem ég gæti alveg lifað við.  Það fást þó margir kostir til viðbótar með því að ganga alla leið inn í ESB, en ekki ætlast ég til að sannfæra þig um það.  Kynntu þér þó málin rækilega (t.d. með því að fara í gegnum allt efni á vef evrópunefndarinnar), og mundu bara að það er engin skömm í því að skipta um skoðun.  Það hafa margir gert það og margir fleiri munu gera það.  Síðustu geirfuglanna beið ekki góð örlög.

Einar Solheim, 13.12.2008 kl. 20:39

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Er Dj-Dúi ekki einn þessara Geirfugla sem hann er að nefna ?

Hvað varðar skjöl á vef Sjálfstæðisflokksins, þá þekki ég þau vel og veit að þar gætir ýmiss misskilnings og læt ég það ekki hrekja mig frá staðreyndum málsins. Ef Dj-Djú ætlar að taka þátt í málefnalegri umræðu um Myntráð verður hann að styðja fullyrðingar sínar með einhverjum rökum. Mig grunar raunar, að hann hafi ekki hugmynd um hvað hann er að tala.

Ef Dj-Dúi vill kynna sér Dollaravæðingu með Myntráði, getur hann fundið nokkrar upplýsingar hér: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.12.2008 kl. 21:03

18 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Samfylkingfólk almennt vill ekki bjarga Sjálfstæðisflokknum frá ábyrgð sinni, heldur eigi að skilja hann eftir núna. Flestu Samfylkingarfólki finnst ISG og ráðherrar hennar ver ganga of langt til að halda Sjálfstæðisflokki á floti, ef hann virðri það ekki er rétt að hætta strax - NÚNA! . - Ef Sjálfstæðisflokkur er þannig í reynd á sama máli og ætlar að banna Samfylkingarfólki að tjá sig er sjálfhætt strax.

- Nær allir Samfylkingarmenn og flestir landsmenn myndu fagna því ef annað hvort yrði mynduð ný stjórn núna strax með Samfylkingu og stjórnarandstöðu eða gengið yrði strax til kosninga og Sjálfstæðiflokkur tæki strax einn út sína verðskulduðu refsingu.

Eins og er tekur Samfylkingin í hugum fólks og í reynd sífellt stærri hluta ábyrgðarinnar á sínar herðar. Það má stórlega draga í efa að það sé rétt af ISG að gera þaða.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 21:24

19 identicon

Dj-Dúi ætlar að ganga inn í fastgengisstefnu ESB með ónýtan gjaldmiðil og fullnægja Maastricht.

Um leið mælir hann fyrir einhliða upptöku gjaldmiðils.

Mér heyrist hann þurfa að kynna sér málin þar sem að þetta eru 2 hlutir sem eru eins og svart og hvítt.

Hvenær ætlar Dj-Dúi að koma hingað með Evruna frá ESB?  

sandkassi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:45

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar staðan er eins og nú í efnahagsmálunum eiga menn að víkja skoðunum til hliðar og taka til við að framkvæma það sem er hefðbundið í slíkri stöðu. Þeir sem hinsvegar hafa ekki skilning á málunum ættu að láta þá sem hæfir eru og hafa þekkingu til taka á málum að stjórna ferðinni. 

Vanhæfni Samfylkingarinar og ásamt reynsluleysi og þekkingarskorti þegar í harðbakka slær er löngu orðin augljós.

Áhugamennir geta eins og aðrir haft sínar skoðanir og vinnuhópa á sinn eigin kostnað.

Utanríkisráðherra  framkvæmi utanríkismál af nógu er að taka.

Kleppur er við sundin blá. 

Ef Sjálfstæðismenn væru eins miklir tækisfærisinnar og beauroKratarnir þá væru þeir sannanlega búnir að skilja málin eftir í höndum Samfo, það liðu ekki nema nokkrir dagar þangað til öll þjóðin væri búinn að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn.  Við sjálfstæðimenn erum stoltr af þeirri ábyrgð sem okkar menn taka [ath. reyna ekki] og í raun eru þeir að taka hana alla, líka klúðri Samfó. 

Júlíus Björnsson, 13.12.2008 kl. 22:13

21 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég held að fulljóst sé af skrifum og viðbrögðum Sjálfstæðismanna að það ætti að skilja þá eina eftir hér og nú, og mynda stjórna allra eða sem flestra án Sjálfsstæðisflokks, og sú stjórn myndi jafnframt ákveða að halda kosningar á árinu 2009.

Hroki og yfirlæti Sjálfstæðismanna nú ,standandi yfir afleiðingum eigin verka er svo alger að ekki er verjandi að halda þeim á lífi með áframahaldandi stjórnarsamstarfi. 

- Það er lík að upplýsast fyrir augum okkar að Í Sjálfstæðisflokki eru hagsmunahópar sem eru tilbúnir að fórna öllum hag þjóðarinnar bara fyrir að kvótabarónar þurfi ekki að finna til neinnar óvissu um framhald gjafakvótastefnunnar.

Þessi hópur „kvótabarónar“ og fylgismenn eiga eftir að ganga af göflunum áður en Sjálfstæðisflokkur getur stutt aðildarviðræðir að ESB. Þó lang mestar líkur séu á að ESB aðild ein og sér breyti engu um íslenska kvótakerfið. Jafnvel þó engir sérsamningar yrðu um sjávarútveg.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 23:37

22 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Það var eftir öðru að Sjálfstæðismenn gangi af göflum þegar "samstarfsflokkur í ríkisstjórn" heldur í sína eigin stefnu - - og stendur við hana.  Að láta eins og ekkert hafi gerst frá því að ríkisstjórn var mynduð vorið 2007 og gera ráð fyrir því að Sjálfstæðismenn fái einir að ræða ESB-málin er dæmigert -  fyrir yfirgang þeirra.

Það er bara þannig að Sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því á næstu vikum að ákveða hvort þeir vilja vera áfram í því hlutverki að ráða miklu og jafnvel mestu um framvindu stjórnmála á Íslandi eða hvort þeir vilja einangra sig.  Það er barnalegt þegar við stöndum frammi fyrir því að viðskiptalíkan og stjórnmálastefna Frjálshyggjunnar hefur beðið skipbrot á heimsvísu að reikna með því að Sjálfstæðsmenn fái einhvers konar "friðar-svigrúm" til að glíma við ákvörðun sem þeir hefðu átt að vera búnir að leiða til lykta fyrir löngu - bæði inná við í flokk sinn og út á við gagnvart sínu lykilbaklandi og almennum kjósendum

Benedikt Sigurðarson, 13.12.2008 kl. 23:49

23 identicon

Er eitthvað fleira sem menn vilja koma í verk í Sjálfstæðisflokknum. Mönnum er bara velkomið að ganga í flokkinn til þess. En undarleg árátta Samfylkingarfólks að vilja gera breytingar á öðrum flokkum.

Mér sýnist þetta fólk eiga nóg með að stjórna sjálfu sér. Það er augljóst að Samfylkingarfólk virðist hafa veðjað rassinum upp á stefnubreytingu innan Sjálfstæðisflokksins. Kolrangt hugsað og ekki eitthvað sem á upp á pallborðið hjá Sjálfstæðismönnum.

Einhver djúpstæð þörf til þess að koma einhverju í verk öðruvísi en í skugga X-D kannski? 

Samfylkingarfólk virðist ekki hafa eða vilja hafa hinn minnsta skilning á því hvaða þýðingu það hefur að ganga í ESB. Jú jú þið getið gengið í ESB á nokkrum mánuðum. 

Hvaða gengi ætlið þið síðan að semja um við inngöngu í ERMll?

Ég fullyrði að hér á þessum þræði er ekki einn ESBsinni sem hefur svarið við þessari spurningu.  

Hvað ætlið þið að vera lengi í ERMll?

Ekkert ykkar hefur svarið við þessari spurningu heldur.

Hvað ætlið þið síðan að hafa út úr ESB aðild annað en að ykkur verði bannað að hækka gengið hér?

Ég get getið mér strax til um svarið við 3. spurningunni þar sem að ekkert ykkar verður með svar við 1 og 2.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 23:56

24 identicon

Nema vinir þínir séu mjög hrifnir af þessu fína lága gengi á krónunni? Félagarnir í Stóryðjunni eru glaðir yfir því. Í ESB fastgengiskerfinu verða hér mörg mögur ár á fínu lágu gengi fyrir þá sem það vilja.

Hvað ætla Samfylkingarmenn sér í þessum efnum?

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:02

25 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fer nú nokkur skjálfti um Samfylkingar-hjörðina ? Eru ekki allir tilbúnir að hlaupa fyrir björg með Ingibjörgu og Eyðimerkur Þórunni ?

Við Sjálfstæðismenn eigum marga kosti í stöðunni og látum ekki ógna okkur með máttlausum hótunum um stjórnarslit. Það vissu svo sem margir, að það var ógæfulegt skref að ganga til samstarfs við þetta sundurlausa og máttlausa stóð, sem Ingibjörg stýrir. Því fyrr sem þjóðin losnar við þennan þræls-lundaða fénað úr ríkisstjórn, þeim mun betra.

Sjálfstæðisflokkur á nú strax að hefja viðræður við aðra stjórnmála-flokka um myndun meirihluta-stjórnar. Við getum til dæmis myndað meirihluta með VG (34 þingmenn), eða Framsókn og Frjálslyndum (36 þingmenn). Landhreinsunin er hafin, burt með ESB-sinna úr ríkisstjórn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.12.2008 kl. 00:06

26 identicon

Mér sýnist það.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:32

27 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það sem Ingibjörg er að segja núna. er það sem mér hefur fundist liggja fyrir lengi og ætti því ekki að koma neinum á óvart. Þetta er rökrétt framhald af þeirri ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að flýta landsfundi sínum. Svo eru fleiri og fleiri Sjálfstæðismenn að lýsa sig fylgjandi aðildarviðræðum. Það er auðvitað ekki það sama og  að þeir hinir sömu séu endilega fylgjandi aðild, eða öllu heldur hafi verið það. Staðan hér er einfaldlega það mikið breytt að það er mikill ábyrgðarhluti að vera á móti því að skoða alla kosti í stöðunni. Og það er athyglisvert að nú virðist valið ekki standa um að vera með krónu eða ekki krónu. Heldur að taka upp aðra mynt og þá með hvaða hætti. Á að taka hana upp með eða án baklands í erlendum Seðlabanka. Þetta er líka svo mikil spurning um tíma því vandi fyrirtækja og heimila er svo svimandi mikill að fólk er hreinlega skelfingu lostið. Það má segja að nú verði bara að frysta allar innheimtuaðgerðir meðan beðið er eftir því að vitræn ákvörðun um framhaldið verður tekin. Ég tel  ráðherraskipti og kosningar séu einfaldlega eitthvað sem ekki er það brýnasta í bili.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.12.2008 kl. 00:37

28 identicon

Það verður að taka upp nýjan gjaldmiðil í hvelli áður en allt fer hér til andskotans, flóknara er það ekki.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:45

29 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hólmfríður, tek undir með þér og undrast vangetu E. Arnalds. að greina ofurljósa pólitíska stöðu sinnar eigin þjóðar?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.12.2008 kl. 01:50

30 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ofsalega gerir fólk mikið úr þessum orðum Ingibjargar. Hún er einfaldlega gripin af fjölmiðlafólki út á götu og segir að samstarf flokka með svo ólíka stefnu í jafn stóru málefni geti ekki lifað lengi. Fólk les úr þessu "Stjórnarslit", og það líklega bara á morgun! Slakið aðeins á gífuryrðunum. "Lengi" getur verið afstætt hugtak.

Páll Geir Bjarnason, 14.12.2008 kl. 02:59

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hólmfríður, athugaðu, að 20 nóvember sl. birti Morgunblaðið ýtarlega skoðanakönnun um EBé-aðild, sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins (sjá þessa grein mína), og þar kom fram, að einungis "24% sjálfstæðismanna eru hlynnt aðild, en 54% andvíg"! Andstæðingar aðildar eru þannig 2,25 sinnum fleiri en fylgjendur hennar í Sjálfstæðisflokknum.

Jón Valur Jensson, 14.12.2008 kl. 03:06

32 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í augum ESB er almenn bíleign Íslendinga óeðilleg.  Almennar neysluvenjur út í hött. Almenn fjárfesting í alltof stóru húsnæði. Lánsþörf sjúkleg. Laun millistéttarinnar [að undanskildri þeirri efri sem er of fjölmenn] sennilega um 30% of há.  ESB er ávísun upp á stöðuga skelfingu. Því Beaurokratið lítur einungis á hagtölur. Ég er fæddur ESB borgari. Ég þekki mitt fólk í ESB og þeir hafa lítinn skilnining á sér Íslenskum vandamálum.  Ég treysti íslensku þjóðinni ekki til að uppfylla skilyrðin fyrir inngöngu í ESB.  Það er að fara úr öskunni í eldinn fyrir Íslenskann almenning að ganga undir húsbónda vald ESB beauroKratanna. Íslenskir BeauroKratar geta kannski náð sér í nokkrar stöður þessir sem eru jafnari en aðrir. Í austur ESB er atvinnuleysi 25% og það er langt þangað til við verðum það fátæk að ESB fari að vorkenna almenningi hér.

Hvað haldið þið að margir Íslendingar væru lánshæfir í Þýskum bönkum sem lengst af hafa þótt með þeim hagsstæðustu? Gerir fólk sér grein fyrir því hvernig staðan var hjá almenningi Írlands, Portugals, Spánar, Grikklands, Ítalíu fyrir innlimun þeirra í ESB? Hefur almenningur á Íslandi í venjulegu árferði það betra í dag en sá í þessum löndum, sem fær ekki meira frá ESB þar sem almenningur þar þykir hafa nóg á milli handanna.

Skilja Íslendingar ekki að sá niðurskurður sem við neyðumst til að upplifa, er líka hluti af því að gera Ísland stöðugara í augum ESB? Hefði kannski farið hægar af stað ef ekki hefði komið til hrun innrásarinnar. Við sem viljum ekki innlimast í ESB viljum halda í þessar íslensku sérþarfir að mestu leyti.

Júlíus Björnsson, 14.12.2008 kl. 03:38

33 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Eyþór

Ég get verið sammála þér að þetta var ekki mjög "taktískt" hjá Ingibjörgu Sólrúnu, en þetta er hins vegar ekki eitthvað, sem kemur manni sérstaklega á óvart.

Ljóst er að þótt að einhverju leyti sé hægt að líkja stjórnarsamstarfi við hjónaband, þá er það hæpin samlíking. Í hjónabandi lofar fólk hvort öðru ævarandi tryggð, en í stjórnarsamstarfi nær slík tryggð aðeins til fjögurra ára að hámarki. Þó má ætla að ásetningur stjórnarflokka sé - líkt og hjóna að sambandið byggi á og ásetningi um einhverskonar tryggð og samsinni á meðan á kjörtímabilinu stendur.

Ólíkt hjónabandinu er því um tímabundna tryggð að ræða og því ekki óeðlilegt að aðstæður geti haft áhrif á hvort sambandinu sé slitið eða ekki. Síðan bætist við að í hjónabandi er fólk yfirleitt ekki í samkeppni, þótt það hendi af og til, en endi þá með skelfingu, vanalega hjónaskilnaði.

Aðstæður er í dag svo allt aðrar en þegar til stjórnarsamstarfsins var stofnað, að mér finnst satt best að segja ekkert óeðlilegt að skoðað sé - hjá báðum aðilum -, hvort hægt sé að byggja á sama sáttmála og þegar til þess var stofnað.

Þetta á ekki síst við um afdrifaríkar ákvarðanir sem ESB aðild. Málið er ekki aðeins umdeilt innan ríkisstjórnarinnar, heldur einnig meðal meðlima annars stjórnarflokksins, Sjálfstæðisflokksins. Persónulega held ég að við sjálfstæðismenn ættum að hafa meiri áhyggjur af því, hvort flokkurinn klofni - hvernig sem úrslit fara - heldur en hvort ríkisstjórnarsamstarfið heldur velli.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.12.2008 kl. 09:26

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ýmsir hafa tjáð sig um yfirlýsingu Ingibjargar, en þögn Geirs Haarde er æpandi. Ætla má, að hér hafi hann í trúnaði sínum við Ingibjörgu fengið fyrsta alvarlega áfallið eftir upphafs-rómanzinn í gamla Þingvallabænum.

Jón Valur Jensson, 14.12.2008 kl. 10:13

35 identicon

Mér fannst þú vera frábær tónlistarmaður og karakter og varst í miklum metum hjá mér á árum áður.

Ég spyr bara hvað kom eiginlega yfir þig eða varstu líka svona þenkjandi í denn?

Mér finnst Pöddulagið lýsa því ágætlega hvernig sjálfstæðisflokkurinn í samstarfi við framsókn og núna samfylkinguna hefur komið fram gagnvart íslensku þjóðinni. Nagað 'ana inn að beini og síðan brutt beinin.

Þú segir óeðlileg afskipti af lýðræðislegu ferli! Ég bið þig að hugleiða inntak þessara orða þinna því mér finnst þau einfaldlega lýsa
óeðlilegu málefnakjaftæði af eðlilegu málfrelsi. Eða á öðrum einfaldlega ekki að leyfast að tjá sig nema sjöllunum henti?

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 10:24

36 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vinna ötullega, að myndun nýrrar ríkisstjórnar fram að landsfundinum. Ef ekki teksta að mynda stjórn fyrir fundinn, sem gerir fullveldi landsins að megin-markmiði, er nokkuð víst að flokkurinn mun klofna.

Mögulegir kostir til myndunar Fullveldisstjórnar eru:

  • Stjórn með Vinstri Grænum (34 þingmenn).
  • Stjórn með Framsókn og Frjálslyndum (36 þingmenn).
  • Stjórn með VG, Framsókn og Frjálslyndum (45 þingmenn).

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.12.2008 kl. 10:59

37 Smámynd: ESB

Til að leiða íslensku þjóðina út úr þeim ógöngum sem hún hefur ratað í þarf styrka stoð.  Hana er ekki hægt að fá nema frá ESB.  ESB mun bjarga Íslandi ef við bara sækjum um fulla aðild og göngumst undir þau skilyrði sem því fylgja.  Ingibjörg Sólrún sýnir mikinn drengskap þegar hún stillir landsfundi Sjálfstæðisflokksins svona upp við vegg.  Með þessu innleggi sínu er hún að gefa skoðunum sínum ákveðna lýðræðislega vigt. 

ESB, 14.12.2008 kl. 11:37

38 Smámynd: Baldvin Jónsson

ESB: Svona gríðarstórar yfirlýsingar þarfnast skýringa - eru að öðrum kosti bara þvaður.

Loftur: Ef Sjálfstæðisflokkur hefði raunverulega trú á því að aðrir flokkar myndu vilja semja við hann en ekki Samfylkinguna hef ég trú á að stjórnarsamstarfinu hefði verið slitið fyrir að minnsta kosti mánuði síðan. Staða Sjálfstæðisflokksins er einfaldlega í dag, afar veik og ekki góður kostur í samningum.

En það er ljóst að þessi umræða verður í gangi þangað til að skilyrði ESB fyrir inngöngu liggja á borðinu. Til þess að fá þau skilyrði fram, verður að hefja aðildarviðræður. Tek fram að ég er alls ekki ESB sinnaður en tel einfaldlega að þetta mál verði að skýra.

Baldvin Jónsson, 14.12.2008 kl. 12:15

39 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Baldvin.

  • Við vitum allt um afsal fullveldisins.
  • Við vitum um sókn ESB í auðlindir okkar.
  • Við vitum hvernig ESB er tilbúið að misnota alþjóðlegar stofnanir eins og IMF.
  • Við vitum einnig hvert ESB stefnir.
  • Við vitum meira en nóg um ESB.

Það er algjör óþarfi að ræða við Aumingja-samband Evrópu. Vík frá oss Satan.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.12.2008 kl. 12:36

40 Smámynd: Einar Solheim

Loftur:  Þú ert fyndinn.  Eftir að maður hefur gagnrýnt skoðanir þínar, þá vísar þú til eigin skrifa sem rökstuðning fyrir því hversu réttar skoðanir þínar eru :)  Góður!
Varðandi upptalningu þína hér að ofan.  Þú veist ekkert um afsal fullveldisins.  Þú veist ekkert um sókn ESB í auðlindir okkar.  Þú veist ekkert hvort ESB sé tilbúið að misnota IMF (í því máli höfðum við einfaldlega rangt fyrir okkur).  Þú veist kannski eitthvað um það hvert ESB stefnir - þú veist a.m.k. meira um það en hvert Ísland stefnir.  Þú kannski veist meira en nóg um ESB, en eins og sannast hjá þér þá er langt á milli þekkingar og visku.

Einar Solheim, 14.12.2008 kl. 14:17

41 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Loftur, þú gleymir orðið að skrifa...

...Dollar strax!!!

Páll Geir Bjarnason, 14.12.2008 kl. 17:48

42 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka ábendinguna Páll.

Dollar Strax !

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.12.2008 kl. 18:00

43 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað er að gerast í ESB þýskalandi í dag? Auðgusta ríkinu og varkárasta. Klár yfir lýsingu um að á næstu árum þarf það á hverri einustu krónu til að draga úr samdrættinum. Ætli því fylgi verðlækkun á 40% útflutnings Íslendinga. Hvar verður byrjað að skera niður hjá ESB?

Júlíus Björnsson, 14.12.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband