14.12.2008 | 10:14
Listilega vel skrifuð grein
Adrian Gill skrifar leiftrandi stíl og ég er viss um að margir Bretar lesi þessa grein yfir morgunmatnum í dag.
Gill fer yfir hrunið (sem reyndar er í 10. sæti yfir fjármálahrun 2008 hjá Time magazine). Eins og menn muna beitti Gordon Brown sér af fullum þunga gegn Íslandi á sama tíma og hann var hvað lengst undir í skoðanakönnunum. Því miður fékk hann ESB með sér í lið og að því að ég best veit eru eignir Landsbankans enn frystar undir "the Landsbanki Freezing order" sem tók gildi 8. október. Enn er óútskýrt hvers vegna Bretar réðust gegn Kaupþingi og Landsbankanum með því offorsi sem gert var.
Gill fer yfir Íslandssöguna á leifturhraða og bendir á hvernig þjóðin hefur tekist á við hrikalega erfiða atburði og lifað þá af. Margt er spaugilegt í greininni en svona sjá margir okkur nú.
Brown sparkaði í Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 860664
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Erlent
- Beint: Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu
- Hafa lengri tíma til að kjósa vegna tæknivandamála
- Hvenær vitum við úrslitin?
- Framlengja opnun vegna galla í kosningavélum
- Norsk losun ekki minni síðan 1990
- Ég held að okkur takist þetta
- Musk við kosningavöku Trumps
- Það er kominn tími til
- Varnarmálaráðherra Ísraels rekinn
- Óttast takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi
- Trump búinn að greiða atkvæði
- Moo Deng spáir Trump sigri
- Húsleitir hjá Netflix
- Vance búinn að greiða atkvæði
- Handtóku 8 liðsmenn hægri öfgahóps
Athugasemdir
Ertu að grínast Eyþór, já ef um skáldsögu væri að ræða. Auðvitað er jákvæð frétt í garð okkar eins og hunang eftir að að hafa sleikt skít um tíma " but face it er hún rétt " ertu í alvöru að reyna verja vinnu ríkisstjórnarinnar og ertu enn fastur í fortíðinni, hvað varðar stöðu Íslands í dag Þá er nánast sama hvað gerðist í denn (við lærum að misstökum ) Gordon frysti ekki bara til að frysta!!! "neibbs" var ekki einhver hér heima sem hélt að hann væri enn stór og öflugur kall og gæti nú kúgað breta til þáttöku !!! . Ekki halda að ég sé að verja Gordon please, ég er að reyna koma augum þínum að ábyrgðin er hjá okkur og yfirsýn um aðra þætti vantaði, t.d. hæfileika til að fá breta í lið með okkur eftir að hafa rænt þá :o) og fullt að þáttum sem samflokksmenn þínir og mínir hafa ekki gert rétt. Og segja svo listilega og með leiftrandi stíl, " ekki reyna afvegaleiða mig á jafn erfiðum tímum og nú blasa við !!! það veitir mér enga fróun né gleði.
Gunnar Björn Björnsson, 14.12.2008 kl. 10:54
Það breytir því ekki, að Gordon hafði engan rétt til að framkvæma þennan gjörning.
Bendi á grein eftir Birgir Örn Steingrímsson í mbl. í dag
Pétur Hans R Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 11:57
Hún er listilega vel skrifuð já ! Ég skrifaði mína skoðun á þessu, og mig langar að þakka AA Gill fyrir vel skrifaða grein "Ekki nóg með að Brown sparkaði í Íslendinga, heldur sparkaði hann í okkur liggjandi"
Sævar Einarsson, 14.12.2008 kl. 12:57
Nú er mörgum skemmt. Allar klisjurnar dregnar saman í eina grein, Íslendingar eru vel menntaðir og hjátrúarfullir fylliraftar sem trúa á álfa og "þetta reddast" mentalitetið. Sjálft Ferðamálaráð hefði aldrei getað brætt saman meiri lágkúru og þessa grein.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.12.2008 kl. 16:14
Einn blaðamaður birtir grein og það eru allir bergnumdir !!!! hvað svo sem Gordon hefur gert slæmt " sem hann gerði " breytir það engu ímynd minni til stjórnarinnar hér í landi og finnst mér Gordon vera notaður pínu til að afvegaleiða múginn. Já ég er ekki frá því að Ísland eigi pínu í land enn, greinin sem slík er góð lesning en kemur frekar seint " bretar búnir að ná að mestu sínu og sumstaðar rúmlega það " samt er kreppa þar líka :O) alveg kom þa mér svo ekki á óvart að S.K myndi grípa þetta lofti og nýta enda klár strákur á ferð. En er ekki pínulítið naive að hanga á þessu, er staða Íslands svona slæm út af Gordon ég held að aðrir og fleiri eigi líka hlut. Mér finnst okkar útrásarvíkingar ekki verið lamdir jafnmikið margir hverjir og Gordon og ég endurtek er ekki að verja hann aðeins að benda á að hrunið er stærra og meira en Gordon Brown, má segja að hann hafi gert okkur greiða með því að frysta eigur landsbankans og hinar í kjölfarið, tilvalið fyrir okkur að segja hey við hefðum ekki lent í erfiðleikum ef það væri ekki fyrir Gordon, þess fyrir utan ef hann sýndi svona vítavert gáleysi afhverju voru svona örfáir sem studdu okkur þá " svarið því " !!! eða getur verið að við séum að reyna eftir veikum mætti að reyna finna blóraböggul á ástandi sem við og okkar ríkisstjórn kom okkur í.
Gunnar Björn Björnsson, 14.12.2008 kl. 19:03
Sammála Eyþór. Greinin er virkilega góð. Maðurinn vann hana hér á landi og að mér skilst eyddi miklum tíma og vinnu við heimildarstörf. Við þurfum á svona umfjöllun að halda hvort sem hún kemur snemma eða seint. Aukaatriði núna. Mér sýnast sumir hér engjast af minnimáttarkennd yfir sérstæðu Íslands og Íslendingum í gegnum tíðina. Er algjör óþarfi.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 20:56
Hjartanlega sammála þér Eyþór. Vel skrifuð grein, vitanlega svolítið sett í stílinn, en andinn er gripinn vel á lofti dýft í blek og stílfært snilldarlega.
Haraldur Baldursson, 14.12.2008 kl. 21:29
Gunnar Björn, það afsakar ekki Gordon Brown þó ríkisstjórnin hér sé ekki starfi sínu vaxin. Þökkum bara Adrian Gill fyrir að vekja athygli umheimsins á því hversu illa hefur verið komið fram við okkur. Það er sama hvaðan gott kemur.
Sigríður Jósefsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:51
Bretar hafa löngum verið talsvert sjálfhverfir og ber því að þakka þegar breti tekur upp hanskann fyrir okkur. Þið talið um klisjur? Auðvitað eru klisjur. Hver kannast ekki við bretann, harðkúluhattur, uppásnúið yfirskegg og eilíft teþamb. Þetta er klisja og það sem meira er, þeir eru til þessir bretar. Sama með álfatrúandi, menntaða Íslendinga.
Það reynist nefnilega sannleikskorn í öllum klisjum, annars hefðu þær ekki orðið klysjur til að byrja með.
Heimir Tómasson, 15.12.2008 kl. 08:35
Greinin er vissulega góð en Gunnar Björn lítur framhjá mikilvægum punkti. Það að þetta gerðist allt, það að Gordon Brown gat leift sér að fara fram með þeim hætti sem hann gerði sé enn að miklu leitið látið óátalið af Íslenskum stjórnvöldum er stórundarlegt. Milliríkjapólitík og diplomatísk samskipti eru klárlega ekki mín sterka hlið en á tímum sem þessum, og með síendurteknar athugasemdir frá stjórnvöldum að sennilega hafi þau ekki staðið sig nægilega vel í að halda okkur upplýstum finnst mér afar hávær sú þögn sem frá stjórnvöldum stafar. Hver dagur sem líður án upplýsinga eykur gremju landans sem trúir á álfa en vill samt sem áður ekki lúta forheimskun trölla. Segið mér hvað gerðist! Ef þið áttuð ekki sök í málinu er gott að vita það. Ef ykkur er um að kenna vil ég líka vita það og þið þurfið þá einfaldlega að gangast við því.
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 15.12.2008 kl. 09:23
Brynja Dan og Heimir Tomm. Það er ekki verið að halda því fram að klisjur séu ósannar. Samt verða þær ekki að klisjum vegna þess að þær lýsa einhverjum sannleika sem þær þó kunna eða kunna ekki að gera. Klisjur verða að "klisjum" vegna þess að þær eru ofnotaðir frasar sem gefa staðlaða mynd af því sem þær eiga að lýsa.
Blaðagrein sem viðheldur þessari gömlu ímynd Íslands þar sem lestir og kostir eru tíundaðir á þann hátt að það er talað niður til breskra lesenda jafnt sem íslendinga er ekki "góð" blaðagrein hversu vel sem hún er skrifuð. Því fyrr sem íslendingar sjálfir hætta að sjá sjálfa sig endurspeglast í þessu klisjum því betra. Heimir, eini maðurinn sem ég hef séð nota harðkúluhatt hér í Bretlandi er trúður sem skemmtir niðrí bæ á góðviðrisdögum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.12.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.