Kaupum flugelda

Björgunarsveitirnar á Íslandi eru bæði mikilvægar og merkilegar. Þar er unnið mikið sjálfboðaliðastarf sem er bakhjarl öryggis víða um land. Flugeldasalan er mikilvægasti þáttur fjáröflunar þeirra. Þrátt fyrir krappari kjör er mikilvægt að við stöndum vörð um björgunarsveitirnar meðal annars með því að kaupa flugelda. Sparnaður hefur verið lítill á Íslandi og nauðsynlegt að hann sé aukinn og þó fyrr hefði verið. Flugeldarnir verða sjálfsagt minna keyptir en áður, en keyptir þó.

---------

HSBC bankinn spáir samdrætti víða um heiminn. Bankinn varar við þeirri tilhneigingu fólks að draga um of úr neyslu. Slíkt varð til þess á sínum tíma að kreppann mikla varð svo mikil sem raun bar vitni.


mbl.is Flugeldasalan hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Höfum við Íslendingar einhvern tímann getað mælt efnahagsástandið hverju sinni út frá flugeldasölu um áramót?  Held ekki.  Íslendingar kaupa alltaf flugelda og eiga að styrkja gott málefni í leiðinni.  Gott sölutrix að bjóða upp á að skjóta upp útrásarvíkingum.  Fólk fær þá kærkomna útrás fyrir reiðina og eyðir þ.a.l. enn meiri peningum.  Getur kannski nokkrar bokkurnar í staðinn?  Varla, áfengissala minnkar ekki heldur í kreppu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Á meðan ríkisstjórnin virðist enn vera í óvissu og fólk veit ekki hvað mun gerast á næsta ári þá heldur það eðlilega að sér höndum.  Þessi skynsama hegðun, þe. að spara á óvissutímum, virðist skila sér í minni neyslu og samdrætti í þjóðarframleiðslu, sem er óheppilegt en skiljanlegt.

Nú eru gjaldeyrishöft og því hlýtur það að vera óskynsamlegt að kaupa flugelda.  Skynsamlegast hlýtur að vera að spara gjaldeyrinn og láta björgunarsveitirnar einfaldlega fá peninginn, þannig hagnast þjóðinn mest!

Lúðvík Júlíusson, 28.12.2008 kl. 18:15

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir þessa athugasemd Lúðvík. Það er gott fyrir hjartað að finna fólk sem talar af skynsemi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.12.2008 kl. 18:37

4 identicon

En skynseminn vill bera fólk ansi oft ofurliði Lúðvík.  Hvað þá þegar kemur að t.a.m. flugeldakaupum og/eða áfengiskaupum.  Hegðun okkar er því miður ansi oft ekki í takt við samdrátt í þjóðarframleiðslu.  En sjáum til.  En hugmyndin þín er samt góð.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 18:43

5 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Magnússon ætti að segja af sér þingmennsku og ráðstafa launum sínum til björgunarsveitanna. Enginn þarfnast Jóns - en við þörfnumst öll björgunarsveitanna!

Björn Birgisson, 28.12.2008 kl. 23:41

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tek undir orð Lúðvíks Júlíussonar. Þeir sem vilja styrkja björgunarsveitirnar ættu að sleppa flugeldakaupum og láta andvirði þess sem þeir hefðu eytt renna til sinnar björgunarsveitar.

Það kemur sér betur fyrir björgunarsveit að fá 20 þúsund krónur í beint framlag en að keyptir séu flugeldar fyrir 20 þúsund, sem skilar sveitinni ekki nema 5-10 þúsund krónum í kassann.

Theódór Norðkvist, 29.12.2008 kl. 01:47

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já og það vekur alltaf óhug hjá mér þegar verið er að hvetja fólk til að eyða sem mestu til að draga úr kreppunni.

Það er eitthvað sjúkt við efnahagskerfi sem byggir á sóun verðmæta og þar með sóun auðlinda jarðar, sem eru að verða uppurnar.

Theódór Norðkvist, 29.12.2008 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband