Kurteisari umræður á (útvarpi) Suðurlandi ...fm 96,3

Það er táknrænn endir fyrir afar dapurlegt ár að Kryddsíldinni hafi verið aflýst vegna mótmæla. Að óbreyttu hefði ég talið að mótmælendur væru uppteknir við fjölskyldumál á þessum síðasta degi þessa annus horribilis. - Annað hefur komið á gamlárs-daginn. Ekki er skortur á málum til að gagnrýna og verður fullt framboð af erfiðum málum áfram á nýju ári.

Á Selfossi var Útvarp Suðurlands með áramótaannál þar sem gestir voru úr pólítíkinn til lands og sveita. Valdimar Bragason og Kjartan Björnsson fengu til sín gesti á borð við Bjarna Harða, Árna Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson og sveitarstjórnamenn af Suðurlandi. Mér fannst áberandi hvað allir voru sammála um að horfa til uppbyggingar og flestir voru á því að Suðurlandsvegurinn ætti að koma til framkvæmda sem allra fyrst. Suðurland hefur mikla möguleika á nýju ári ef stutt er við vaxtarsprotana og þá atvinnukosti sem við búum við. Þessi þáttur var gott framtak sem og stöðin sjálf.

Nú er bara að njóta kvöldsins og fjölskyldunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Var hvorugur okkar? kv. B

Baldur Kristjánsson, 31.12.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þurfa menn endilega að vera uppteknir af fjölskyldunni um miðjan dag á gamlársdag, hvort sem þeir eru nú að mótmæla eða ekki. Og ekki eru allir fjölskyldufólk.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

SAMMÁLA ÞÉR

Ásgeir Jóhann Bragason, 31.12.2008 kl. 19:30

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Samfélagsmál eru fjölskyldumál. það er enginn tími heilagur þegar kemur að því að mótmæla því að valdhafar hafa hnepp börn okkar í skuldaánauð og ætla að halda uppteknum hætti við að rústa velferðarkerfinu.

Ég þakka þeim mótmælendum sem stöðvuðu skrípaleik valdhafanna í beinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.12.2008 kl. 23:10

6 identicon

gleðilegt ár Eyþór minn. Ég saknaði kryddsíldarinnar í dag en vona að góður snúningur náist á málin á nýju ári.

bkv.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 03:16

7 Smámynd: Eyþór Árnason

Gleðilegt ár nafni og takk fyrir gömlu

Eyþór Árnason, 1.1.2009 kl. 23:52

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

GLEÐILEGT ÁR Þakka bloggvináttu liðins árs

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.1.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband