Endurnýjun stjórnmálanna

Bankahrunið er eitthvert mesta áfall í sögu lýðveldisins og því eðlilegt að farið sé yfir leikreglurnar og stjórmálin séu tekin til endurskoðunar.  Á sama tíma er umræða um endurskoðun stjórnarskrár og endurmat viðskiptahátta. Eftir áfallið þarf að endurmeta það sem aflaga hefur farið og meta betur það sem verðmætast er í lífinu.

Framsóknarflokkurinn hefur í langan tíma verið í kröppum dansi en hefur nú tekið af skarið og endurnýjað forystusveit sína. Samfylkingin er nokkuð föst í umræðu um ESB sem lausn án þess að gangast við ábyrgð á stöðu mála. Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund síðar í mánuðinum þar sem afrakstur Evrópunefndarinnar verða rædd. Flokkurinn mun sjálfsagt horfa til uppruna síns og sjálfsstæðisstefnunar og endurskoða það sem aflaga hefur farið. Á erfiðum tímum er kraftur lýðræðisins mikill og er ég viss um að sjálfstæðismenn munu nýta þann kraft til góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þá er gott að rifja upp það sem tryggði flokknum mesta lýðhylli fyrr á tímum. Miða okkar reglur innlands við okkar þarfir. Reka Ísland sem arðbært einkafyrirtæki. Stétt með Stétt. Reglur eru rammar sem standa vörð um frelsið innan þeirra.

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það sem gerðist á þingi Framsóknarflokksins var mjög merkilegt. Flokkurinn sem hefur logað í illdeilum og verið nánast óstarfhæfur, tekur sig til og ,,hreinsar út" Nýr formaður sýnir leiðtogatakta og kemur með ferskar hugmyndir. Hann ætlar að bjóða stjórninni upp á samstarf, í stað sundurlyndisins hjá VG.

Á svona tímum þarf að taka til hendinni og virkja fjöldann og þá er að sjá hvað gerist á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Verður aðildarumsókn að ESB samþykkt með skilyrðum? Verður samþykkt að taka einhliða upp annan gjaldmiðil? Þó að líklegt verði að teljast að núverandi forysta verði kosin áfram, verður áhugavert að sjá hvort forystan fái gagnrýni. Það þurfa að koma ferskir vindar frá flokkunum núna.

Sigurður Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 23:12

3 Smámynd: Offari

Ég vona svo sannarlega að aðrir flokkar taki líka þátt í þessum breytingum.

Offari, 20.1.2009 kl. 10:15

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Þú ert siðblindur eiginhagsmunapotari og jáhundur. Að heyra þig tala um breytingar í íslenskum stjórnmálum er hjákátlegt og ber þínum eigin hégómaskap öflugt vitni. Sú breyting sem þú vilt sjá er að koma sjálfum þér að kjötkötlunum - það sem þarf að gerast er að losna við eiginhagsmunapotara á borð við þig og fá fólk við stjórnvölinn sem raunverulega ber hag almennings fyrir brjósti.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 20.1.2009 kl. 10:47

5 Smámynd: Offari

Þór það er einmitt þessi neikvæðni sem kemur í veg fyrir að fólk tekur ekki eftir því þegar góðir hlutir gerast.  Opnaða augun og skoðaðu hlutina fyrst með því hugarfari að verið sé að reyna að gera úrbætur áður en þú skoðar hvort eingöngu séu eiginhagsmunaöflin séu að reyna að ota að sínum blekkingaráróðri.

Offari, 20.1.2009 kl. 10:59

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það bezta sem Sjálfstæðisflokkurinn getur lagt til málanna í núverandi stöðu, er að samþykkja ályktun um upptöku sterks gjaldmiðils, sem hefur bakstuðning af US Dollar og gefinn verður út af Myntráði. Ef þetta verður ekki gert, hefur flokkurinn brugðist þjóðinni, hvað efnahagsmálin varðar. Vegna þessa brýna verkefnis landsfundar, hef ég dregið upp eftirfarandi drög að ályktun um gjaldmiðilsmálin:

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktar, að efnahagslegur stöðugleiki sé mikilvægasta viðfangsefni efnahagsstjórnunar landsins. Til að koma á stöðugleika við núverandi aðstæður er brýnast að hindra gengisflökt gjaldmiðilsins. Taka verður upp sterkan Íslendskan gjaldmiðil, sem hefur bakstuðning sterks alþjóðlegs gjaldmiðils.

Landsfundurinn telur, að vænlegasti kostur þjóðarinnar sé Íslendskur Dalur, sem nýtur bakstuðnings í varasjóði með Bandarískan Dollar sem stoðmynt. Jafnframt lýsir landsfundurinn yfir stuðningi við stofnun Myntráðs Íslands, sem hefur það verkefni eitt, að gefa út og viðhalda hinum nýja gjaldmiðili, auk þess að ávaxta varasjóðinn í US Dollurum, sem á hverjum tíma verður að verðmæti rúmlega 100% útgefinnar myntar.

Landsfundurinn telur æskilegt, að skiptihlutfall Íslendska Dalsins (ISD) og Bandarísks Dollars (USD) verði 1 ISD = 1 USD, til að auðvelda viðskipti innanlands með báða gjaldmiðlana. Jafnframt verði Seðlabanki Íslands lagður niður, á hæfilegu tímabili og Íslendska Krónan tekin úr umferð. Skiptigengi Krónunnar gagnvart Íslendska Dalnum verði ákveðið af stjórnvöldum, í samráði við viðurkennda erlenda sérfræðinga.

Þeir sem vilja koma á framfæri tillögum um breytingar á þessum drögum að ályktun, geta send mér hugmyndir sínar á: hlutverk@simnet.is

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.1.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband