Misvísandi skilaboð - uppreisn varaformannsins?

Staða ríkisstjórnarinnar er afar erfið svo ekki sé meira sagt. Engin önnur trúverðug stjórn er í spilunum með núverandi þing. Veikindi formanns Samfylkingarinnar virðast líka vera alvarlegri en útlit var fyrir í upphafi. Varaformaðurinn og fjölmennur félagsfundur Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar gengur þvert á yfirlýsingar forsætisráðherra og samtal hans við sjálfan formann Samfylkingarinnar í dag. Hverjum á að trúa? Uppreisnarástandið í þjóðfélaginu er farið að hafa veruleg áhrif á þingmenn.

Það er í raun staðfest með þessu að á Íslandi ríkir ekki bara fjármála- og gjaldeyriskreppa, heldur líka stjórnarkreppa.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Af hverju mynda þeir ekki ríkisstjórn sem hafa uppi hæstu hrópin ? Framsókn er búin að gefa yfirlýsingu um stuðning við minnihluta-stjórn Samfylkingar og VG. Af hverju vill Framsókn ekki sjálf í ríkisstjórn ? Af hverju talar Steingrímur ekki við Samfylkinguna ? Af hverju sönglar Ingibjörg: >áfram Geir< ?

Vill þetta fólk bara gera hróp á Austurvelli, en ekki axla ábyrgð ? Eru þessi hróp á Austurvelli bara raddæfing, fyrir nærsta landsleik í knattspyrnu ? Varla getur þetta verið liður í lýðræðislegum stjórnmálum. Er rauði fáninn orðinn merki lýðræðisins ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.1.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Jón Páll Vilhelmsson

Við athugasemd!

Ekki taka of mikið mark á rauðum fána. Mættu bara með bláa fánann þinn. Þetta snýst ekki lengur um hægri eða vinstri. Það eru tvær hendur á okkur öllum og við höfum not fyrir þær báðar.

Jón Páll Vilhelmsson, 21.1.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Finnst Jóni Páli fánaliturinn vera eina vandamál dagsins ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.1.2009 kl. 23:29

4 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Það er alltaf auðveldara að fylgja snúast samkvæmt vindátt og vera á móti. Hef ekki trú á því að VG langi í raun í stjórn, því þar þarf að taka ákvarðanir sem oftar en ekki ganga í berhögg við almenningsálitið og skapa óvinsældir.

Magnús Þór Friðriksson, 21.1.2009 kl. 23:41

5 Smámynd: Jón Páll Vilhelmsson

Hvað meintirðu annars? "Er rauði fáninn orðinn merki lýðræðisins ?" Svo vísa ég spurningunni til baka?

Annars er ég ósammála Eyþóri með það ríki stjórnarkreppa núna. Það er búið að vera stjórnarkreppa lengi en fyrst núna er hægt að gera eitthvað við henni...

Jón Páll Vilhelmsson, 21.1.2009 kl. 23:42

6 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Stjórnarkreppa myndaðist strax  þegar Geir H. H. gaf þá yfirlýsingu um að seðlabankastjóri þyrfti ekki að axla neina ábirgð og gæti setið sem fastast í umboði hans. Eftir það hefur í raun verið hér lömuð ríkisstjórn sem engin tekur mark á, hvorki hérlendis né erlendis.

Brynjar Hólm Bjarnason, 22.1.2009 kl. 00:01

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ætli það sé ekki málið Magnús, að Steingrímur hefur ekki mannskap til að takast á hendur stjórnun ríkisins. VG eru að mestu heybrækur. Varla tekur hann einn að sér mörg ráðuneyti.

Annars var sérkennilegt að sjá Steingrím í kvöld, hreykja sér af að hafa ekki talað við Samfylkinguna. Er Steingrímur ekki tilbúinn að beygja sig fyrir ESB-valdinu ?

Hvað ætla þessir flokkar að gera eftir kosningar, sem alls ekki vilja vinna saman ? Er þeirra eini möguleiki, að Framsókn verði svo bústin, að hægt verði að mynda meirihlutastjórn með henni ?

Framsókn getur unnið með hverjum sem er, ekki satt ? Er ekki Framsókn ómissandi, svo að hægt sé að mynda starfshæfar ríkisstjórnir ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.1.2009 kl. 00:07

8 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Ég ætla rétt að vona að það verði einhver flokkur eftir sem stendur gegn ingöngu í esb, sá flokkur fær mitt atkvæði. Ég hef hangið í vonina um að Davíð komi aftur því hann er eini stjórnmálamðurinn sem hefur þorað að segja nei við esb. Guðni er hættur og svo er það Steingrímur tengdasonur okkar austanmanna en það er mjög erfitt að kjósa VG vegna þess að mannskapurinn þar er ekki burðugur. Ætli Kolbrún yrði arftaki Jóhönnu hehehe og Ögmundur tæki við af Össur ?? Ekki er hægt að láta kommana hafa fjármálaráðuneytið því þeir hafa aldrei kunnað með peninga að fara. Rekum Davíð úr seðlabankanum og gerum hann að forsætisráðherra aftur, hann sendir bretum puttan og segir þeim að rukka Björgúlfana um Icesave. Bjarni Ben væri fínn í fjármálaráðuneytinu og svo taka Sigurð Kára og þessa ungu stráka inn. Sturla, Þorgerður og hinir aularnir geta farið í samfylkinguna eða orðið sendiherrar í afríku.

Baldur Már Róbertsson, 22.1.2009 kl. 00:33

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Varaformaðurinn hefur núna komist næst því að vera í sviðsljósinu sem slíkur. Á kostnað almennings. Auðvitað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband