Sundhöll Selfoss

Kobbi Kútur er ennþá tákn fyrir Sundhöllina og fáir staðir eru jafn eftirsóttir á sumardögum og hún. Hugmyndir um endurbætur hafa frestast hjá meirihlutanum en á síðasta bæjarstjórnarfundi var tillaga um endurbætur á búningsklefunum. Í fljótu bragði hljómar þetta vel enda er búningsaðstaðan orðin lúin og þröngsetin. En þá á þannig í málinu að hér var átt við útibúningsklefa sem tillagan fjallaði um og þeir til bráðabirgða....Þröngt er í búi og miklar skuldir en fátt er dýrara en bráðabirgðalausnir. . .

Talandi um sundið þá var samstaða í Desember um að ókeypis yrði í sund fyrir börn en þá tillögu höfðum við D-lista fulltrúar komið með áður. Nú var samstaða um þessa tilhögun sem hefur mikið forvarnar, heilsu- og félagslegt gildi. Einfaldar aðgerðir eins og þessi geta gert mikið fyrir lítið fé - enda er laugin til staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband