Sveitarfélög svigna undan skuldaböggunum..

Skuldsetning sveitarfélaga hefur verið gríðarleg á síðustu árum og eru mörg hver orðin svo skuldsett að þau geta ekki ráðist í lágmarks framkvæmdir. Vextir af lánum eru þá orðinn stór útgjaldaliður og í sumum tilfellum er útlit fyrir tap af rekstri næstu árin að óbreyttu. Slíkt getur að lokum leitt til gjalþrots. Ríki og borgir hafa orðið gjaldþrota og nú í fjármálakreppunni er útlit fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Skattstofnar minnka og lánamöguleikar hverfa.

Á endanum þurfa sveitarfélög að eyða ekki meiru en þau afla. Sú aðlögun kann að vera sársaukafull en betra er að fara fyrr í það en seinna eins og dæmið sannar hér um Kalíforníu en þar þarf að segja upp tugþúsundum starfsmanna og hækka skatta til að reyna að forðast gjaldþrot.


mbl.is Kalifornía nær gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband