http://www.recovery.gov

Bandaríkjastjórn er að takast á við mikla efnahagskrísu og hefur nú þegar fengið miklar heimildir til að koma fjármálakerfinu til hjálpar. Nú er verið að fara af stað með endurreisnarpakka upp á  838 milljarða bandaríkjadala sem felur í sér skattaívilnanir og fjárfestingar. Sambærilegur pakki væri rúmlega hundrað milljarða íslenskra króna miðað við þjóðartekjur.

Á vefsvæðinu www.recorvery.gov er svo ágætt yfirlit yfir skiptingu útgjalda, tímasetningar og svo árangur (þegar að því kemur). Nú þegar almenningur á von á aðgerðarpakka frá ríkinu á næstunni væri ekki úr vegi að hafa svipaða framsetningu svo venjulegt fólk geti skilið og fylgst með aðgerðunum. Þetta eru jú á endanum peningar úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og mestu fjármagnað með skuldsetningu sem lengi mun standa.

Hér er dæmi um mynd af pakkanum og hvernig hann skiptist í grófum dráttum:

investmentbubble


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband