Vaxtaokrið veldur atvinnuleysi

Það er merkilegt ef það kemur AGS á óvart hve atvinnuleysið vex hratt. Aðgangur að lánsfjármagni er meira og minna lokaður og himinháir vextir eru að jarða fyrirtæki og heimili. Á sama tíma og stýrivextir eru að fara nálægt núllinu í mörgum löndum eru vextir á Íslandi hæstir í Evrópu. Hér er á sama tíma efnahagshrun.

Rök fyrir háum vöxtum hafa verið verðbólgan og gengi krónunnar. Nú er verðbólgan sama og horfin auk þess sem gengisstýringar halda krónunni uppi eins og kútur. Fyrirtækin þola ekki 25% bankavexti sem eru algengir á sama tíma og verðhjöðnun á sér stað í margskonar þjónustu. Atvinnuleysið er fylgifiskur bankahrunsins en það magnast upp með háum vöxtum.


mbl.is Vextir fara að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ráðamenn 'islands eru veruleikafirrtir

Þeir þurfa ekki að vera úti í viðskiftum og búa til peninga

Þeir lifa ekki í sama raunveruleika og flest okkar

Því miður

en samt Andskotans Ráðamenn

Bölvaðir séu þeir fyrir heimsku sína

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Eyþór,

Þú ert duglegur pólitíkus í flokki sem ætti, en gerir ekki, að reyna finna rætur sínar aftur.

Eitt skref í því ferli væri að lesa kaflann "Peningamál" hér: http://frjalshyggja.is/?gluggi=stefnumal&nafn=stefnumal/vidskipti_efnahagsmal

Segðu það sem þú vilt um heimasíðu lesefnisins, félagið á bak við hana og þá sem standa á bak við það, en ef það er einhvern tímann tilefni til að viðra að sér lesefni um hvaðeina sem er annað en núverandi fyrirkomulag peningamála, þá er það núna!

Bestu kveðjur,

Geir

Geir Ágústsson, 1.3.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband