Sterk staða kvenna í Suðurkjördæmi

Miklar breytingar verða á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og skipa nú 3 konur fjögur efstu sætin. Ragnheiður Elín hlýtur góða kosningu og hefur því sterkt umboð frá flokksmönnum. Þáttakan var minni en síðast en þó mun betri en hjá Samfylkingunni sem var með liðlega tvö þúsund þáttakendur en hér eru atkvæðin yfir fjögur þúsund. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur í kjördæminu eins og sést best á sterkri stöðu flokksins í sveitarstjórnum. Nú er að sjá hvort að flokkurinn haldi 1. þingmanninum í kosningunum.

Eyjamenn eru með mjög sterka stöðu á listanum en haft er á orði að Árnesingar ríði ekki feitum hesti frá prófkjörinu að þessu sinni. Prófkjör eru öflugt tæki til að virkja grasrótina en jafnframt geta úrslitin verið erfið fyrir þá sem ekki ná settu marki. Aðal atriðið nú er að menn fylki sér að baki þeim sem nú hafa fengið umboðið og horft sé fram til kosninga sem eru eftir nokkar vikur. Þær kosningar kunna að verða einhverjar þær örlagaríkustu um árabil.


mbl.is Ragnheiður Elín sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég þarf nú að hugsa mig vel um áður en ég greiði atkvæði þetta árið....prófkjörið fór ekki á þann veg sem ég hefði kosið en burtséð frá því finnst mér þörf á nýju kosningafyrirkomulagi. Hef minnst á það áður.

Heimir Tómasson, 15.3.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband