17.3.2009 | 20:08
Tillögur eru virðingarverðar
Það er út af fyrir sig virðingarvert að Framsókn leggi fram tillögur í efnahagsmálum. Umtöluð skjalborg um heimilin og fyrirtækin sem ríkisstjórnin hefur boðað hefur verið fremur í því að lengja í lánum og mýkja innheimtur frekar en annað.
Tillögur eru nauðsynlegar í aðdraganda kosninga og vonandi vita menn fyrir hvað framboðin standa fyrir kjördag. Tillögur Framsóknarmanna um flatan niðurskurð skulda kunna að vera óvitlausar þegar þær eru skoðaðar. Við hrun gömlu bankanna hafa menn áttað sig á því að "eignir" þeirra (það er að segja skuldir viðskiptavinanna) eru ótraustar og munu aldrei innheimtast nema að litlum hluta.
Tillögur Tryggva Herbertssonar eru ítarlegar og ákveðnar. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar benda til þess að þær bíti í því hugmyndafræðilega tómi sem nú er ríkjandi. Að minnsta kosti eru hér konkret hugmyndir um efnahagsmál. Stjórnlagaþing er allra góðra gjalda vert en skilar sér seint til heimilanna.
Hugmynd Framsóknarmanna um niðurfærslu skulda fela í sér að hluti varúðarfærslunnar verði notuð til að lækka höfuðstól skulda. Þetta mun leiða til þess að fleiri geta staðið í skilum, færri verða gjaldþrota og eignir falla minna í verði (sem aftur leiðir til færri gjaldþrota). Það sem mér finnst vera dapurlegt hjá ríkisstjórninni er það hvernig þessar hugmyndir eru blásnar af án rökræðu. Það er styrkleikamerki að geta tekið undir hugmyndir sem koma úr öðrum flokkun en manns eigin.
Lífeyrissjóðirnir fá leyfi til gjaldeyrisviðskipta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 860757
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Já þetta er skoðunar vert og því ekki???Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 17.3.2009 kl. 21:17
Já það er ótrúlegt að tillögunum skuli hafnað án frekari athugunar. Ríkisstjórnin er ráðþrota, hefur ekkert til málanna að leggja sem kemur heimilunum að gagni og þegar hugmyndum er varpað fram, hugmyndum sem greinilega hafa verið ígrundaðar áður en lagðar fram, þá vinda menn bara upp á sig og gera lítið úr þeim sem leggja þær fram. Betra væri að ríkisstjórnin sæi sóma sinn í því að koma með eitthvað sem gagn er í og skiptir máli á þessum erfiðu tímum. Fólk er ekki tilbúið að bíða fram yfir kosningar eftir því að skattar verði hækkaðir og fólk kirfilega fest í klafa skulda til lífstíðar.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.3.2009 kl. 22:31
Prósentuleið lækkunar allra skulda er slæm, en afskriftir viðbóta á höfuðstól húsnæðislána vegna verðtryggingar er skynsamleg. Fyrri leiðin umbunar mest þeim sem voru villtastir í neysluhyggjunni, en hin tekur sérstaklega á því sem að er fjölskyldunum í landinu mikilvægast, að halda eignarhluta sínum í fasteignum. Að hann brenni ekki upp á báli verðtryggingar.
Gunnlaugur B Ólafsson, 18.3.2009 kl. 00:11
Skemmtilegur gambítur hjá Tryggva Þór. Nú verður mikið fjaðrafok í herbúðum Sjálfstæðisflokks, þar sem margir í frjálshyggjukantinum hafa hingað til sopið hveljur yfir þessum hugmyndum, og er þá vægt til orða tekið.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 18.3.2009 kl. 00:24
Gunnlaugur vill gera greinarmun á lánum vegna húsnæðis og öðrum lánum. Hann getur ekki tekið undir tillögur framsóknarmanna heldur pakkar þeim inn í annan pakka. 20% afskrift af höfuðstól vegna verðbóta er 20% afskrift sama í hvaða umbúðir pakkað er. Það verður að taka með í reikninginn að öll verðtryggð lán hafa hækkað vegna mikillar verðbólgu sem er afleiðing af hækkuðu húsnæðisverði. Það á semsagt að hjálpa þeim sem í skjóli óhefts aðgangs að lánsfé greiddu sífellt hærra verð fyrir húsnæði sem hækkaði öll lán, en hinir geta étið það sem úti frýs vegna þess að einhverjir þeirra tóku neyslulán og keyptu eitthvað sem Gunnlaugur telur vitleysu.
Þetta eru vinstri menn í hnotskurn.. öfundarsósíalistar.
G. Valdimar Valdemarsson, 18.3.2009 kl. 10:21
Gunnlaugur. Afskriftir á höfustól húsnæðislána og frysting verðtryggingar eru aðeins tvær mismunandi aðferðir við sömu hugmyndina. Hugmynd, sem gengur út á flata lækkun skulda. Það er aukaatriði hvort hún er framkvæmd með þeim hætti að lækka skuldirnar strax eða stöðva hækkanir. Þar að leiðandi getur ekki önnur þessara leiða verið slæm en hin skynsamleg vegna þess að þegar upp er staðið er þetta nákvæmlega sami hluturinn.
Tómas. Það er orðin ansi þeyttur farsi að halda því fram að þeir, sem ekki eru tilbúnir til að láta einhverja aðra greiða hluta húsnæðislána fyrir lántakendur vilji ekki gera neitt fyrir þá. Það er búið að koma til framkvæmdar og er verið að skoða enn fleiri leiðir til að samræma greiðslubyrði og greiðslugetu skuldara meðan kreppan varir. Sú leið tekur vissulega ekki vandamálið af lánþeganum heldur auðverldar honum aðeins að fást við það. Skuldaniðurfelling leysir heldur engin vandamál heldur færir þau aðeins milli manna.
Til viðbótar við þetta stendur til að hækka vaxtabætur og heimila fólki að taka út milljón af sínum séreignasparnaði.
Eyþór. Þú fellur í sömu gryfju og margir aðrir, sem sjá ekki hugsunarvilluna í tillögum framsókmarmanna. Ef notuð er upphæð, sem ætluð er í eitthvað annað, sem þarf að greiða síðar, þá endar með því að það þarf að standa skil á því þegar þar að kemur. Ef notuð er hluti af þeirri varúðarfærslunni til að lækka skuldir hjá aðilum, sem eru borgunarmenn fyrir skuldum sínum þá endar með því að peningar til að dekka útlánatapið þurfa að koma einhvers staðar annars staðar frá þegar útlánatapið er oðrðið staðreynd. Menn nota nefnilega ekki sömu upphæðina tvisvar.
Það er því rangt, sem framsóknarmenn hafa haldið fram að þetta kosti okkur ekki neitt. Allar afskriftir skulda til aðila, sem eru borgurnarmenn fyrir sínum skuldum eru beinn kostnaður til viðbótar við kostnað vegna útlánatapa vegna þeirra, sem ekki eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum.
Það er hins vegar alveg rétt að er í ljós kemur síðar að ekki hefur þurft að nota allar varúðarafskriftirnar til að dekka útlánatöp þá er vissulega borð fyrir báru, en við vitum bara ekkert um það í dag. Þetta getur líka farið á hinn vegin. Það væri því verulega óvarlegt að fara að eyða úr þessu sjóði núna.
Svo skulum við hafa í huga að það er ekki nema helmingur húsnæðisskulda hjá bönkunum. Það er því ekki neinni varðúðargreiðslu til að dreifa varðandi hinn helmingin.
Nú liggur fyrir Alíngi lagafrumvarp um greiðsluaðlögun. Það úrræði mun klárlega hjálpa þeim, sem geta greitt 80% eða meira af sínum skuldum. Það mun væntanlega einnig hjálpa mörgum þeim, sem ekki ná að greiða það hátt hlutfall af sínum skuldum en niðurskurðaleiðin hjálpar þeim ekki. Nðurskurðaleiðin er það dýr að það verður örugglega ekkert svigrúm til að gera neitt meira ef hún verður valin auk þess, sem hin mikli kostnaður, sem henni fylgir leiðir óhjákvæmilega til skattahækkana. Því mun niðurskurðaleiðin ekki ná að koma í veg fyrir eins mörg gjaldþrot og þær leiðir, sem núverandi stjórnarflokkar leggja til að verði notaðar. Það að lækka skuldir manna, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum kemur ekki í veg fyrir nein gjaldþrot.
Þú talar einnig um að niðurskurðaleiðin leiði til minni lækkunar fasteignaverðs. Það er bull. Hún dregur verulega úr því fjármagni, sem bankar og aðrar lánastofnanir hafa til að lána til húsnæðiskaupa eða til fyrirtækjarekstrar. Þær staðreyndir fyrir utan það að hún kemur í veg fyrir færri gjaldþrot en greiðsluaðlögunarleiðin auk þess hve mikið hún kallar á skattahækkanir mun þvert á móti leiða til enn meiri lækkunar húsnæðisverðs.
Niðurskurðarleiðin mun einnig leiða til hærri vaxta á húsnæðislánum í fratíðinni. Það stafar af því að ef stjórnvöld ætla að ganga jafn freklega á eignarrétt lánveitenda og í þeirri tillögu felst þá munu fagfjárfestar hika við það í framtíðinni að fjárfesta í íslenskum lánasöfnum. Það mun bæði eiga við um innlenda og erlenda fagfjárfesta. Í því efni skiptir engu máli þó við tökum upp Evru. Ef menn telja raunhæfa hættu á því að íslensk stjórnvöld setji lög um flatan niðurskurð skulda þegar kreppir að hjá heimilum og fyrirtækjum landsins þá munu þeir krefjast álags á vexti fyrir þá áhættu. Því verða íslensk lánasöfn að bjóða betri vexti en sambærileg erlend lánasöfn svo fagfjárfestar séu tilbúnir til að fjárfesta í þeim.
Sú hækkun húsnæðisvaxta í framtíðinni, sem af þessu leiðir mun halda niðri húsnæðisverði.
Sigurður M Grétarsson, 18.3.2009 kl. 10:39
Sigurður erlendir kröfuhafar saka ríkisstjórnina um þjófnað vegna þess að afskriftir þeirra eiga ekki að ganga til þeirra sem skulda heldur fara í einhverja sjóði undir stjórn flokksgæðinga S og VG. Það er engin hætta á að þeir fjárfesti í íslenskum lánasöfnum í framtíðinni ef þetta er viðtekin skoðun í þeirra hópi. Rökin um hækkaða vexti eiga því ekki við í þessu sambandi. Sjónarmið þeirra sem taka á sig afskriftirnar hljóta að vega þungt þegar ákveða á hvar afskriftirnar lenda. Skuldir eru afskrifaðar til að tryggja að eftirstöðvarnar verði greiddar en ekki til að mynda eigið fé í bönkum eða til að leggja í afskriftarsjóði á Íslandi. Það er það sem erlendir kröfuhafar kalla þjófnað.
G. Valdimar Valdemarsson, 18.3.2009 kl. 10:58
Ath. Gunnlaugur, það getur verið að það sé hagfræðilega það sama að lækka skuldirnar eða stöðva hækkunina en það er mikill munur á þessu lögfræðilega. Það að lækka höfuðstólinn án þess að lánadrottinn fái viðunandi veð eða greiðslu á móti er aðför að eignarréttarkafla almennra mannréttinda. Það að lækka vexti eða taka verðtryggingu úr sambandi til að stöðva hækkun hefur ekki sömu lagalegu vernd. Það verður líka að gera greinarmun á skuldaniðurfellingu fyrirtækja og einstaklinga. Að fella niður skuldir fyrirtækja þá er einfaldlega verið að færa eignir frá lánadrottnum yfir á hluthafa. Dæmi. Ef Grandi fengi 20% niðurfellingu skulda er nokkuð ljóst að arður til hluthafa og bónusgreiðslur til yfirmanna myndu aukast. Sem sagt það er verið að verðlauna hluthafa og stjórnendur sem tóku hæstu lánin. Siðferðislega ekki rétt. Við værum ekki í þessum umræðum ef við hefðum ekki þessa krónu með 18% stýrivöxtum, verðtryggingu og höftum.
Andri Geir Arinbjarnarson, 18.3.2009 kl. 11:19
G. Valdimar. Hver hefur lagt til að þær afskriftir, sem erlendu kröfuhafarnir þurfa að taka á sig fari í einhvern sjóð, sem lúti stjórn flokksgæðinga S og VG?
Þessum afskriftum er ætlað að mæta því útlánatapi, sem talið er að muni verða vegna þess að skuldarar eru ekki borgunarmenn fyrir skuldum sínum. Einnig er væntanlega um að ræða afskrfitir vegna þess að stór hluti húsnæðislánanna er með föstum vöxtum, sem eru lægri en markaðsvextir eru í dag. Það er viðurkennd regla í sölu á skuldabréfum að fella þau í verði þegar svo er.
Það, sem þessum afskriftum er hins vegar ekki ætlað að ganga upp í er niðurfelling skulda hjá aðilum, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum. Erlendu kröfuhafarnir munu gera allt vitlaust ef við reynum að klína kostnaði við slíkt yfir á þá. Eins og Árni Páll sagði í Silfri Egils á sunnudaginn þá mun engin hæstaréttardómari dæma okkur í hag ef erlendu kröfuhafarnir fara í mál út af slíku. Því munum við þurfa að taka á okkur allan kostnaðinn við slíkar ákvarðanir.
Ef við hins vegar getum með einhverjum hætti komist upp með þetta til dæmis með því að fara í staðin þá leið að frysta vísitölun í stað þess að lækka höfuðstólinn beint þá mun það leiða til hækkunar vaxta á lánum hér á landi í framtíðinni vegna þess að þá munu fagfjárfestar horfa á mögulega endurtekningu á slíkri aðgerð í framtíðinni, sem einn auka áhættuþátt við að fjárfesta í lánasafni hér á landi. Rökin um hækkaða vexti í framtíðinn eiga því fyllilega við um þetta atriði.
Þessi hugmynd um flatan niðurskurð er álíka gáfuleg og það að takast á við 10% atvinnuleysi hér á landi með því að greiða atvinnuleysisbætur til allra verkfærra manna óháð því hvort þeir eru í raun atvinnulausir eða ekki. Það er sannalega mikil einföldun í þeirri leið en gallin við hana er sá að hún er mjög dýr og 90% af greiðslunum fara í annað en að styðja við atvinnulausa.
Sigurður M Grétarsson, 18.3.2009 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.