12.4.2009 | 12:18
Okurvextir - fyrir hverja?
Jón Helgi Egilsson skrifar ágætan pistil þar sem hann veltir fyrir sér rökstuðningi Seðlabankans við ákvörðun stýrivaxta. Eða eins og segir í pistlinum:
"Í gær þegar heimsmet í stýrivöxtum fyrir þjóð á barmi gjaldþrots var réttlætt, spurði Björgvin Guðmundsson blaðamaður MBL, seðlabankastjórann hvernig lægri vextir geta veikt krónuna.
Svarið var stórundarlegt. Blaðamanninum var svarað þannig að Ísland hefði verið með viðskiptahalla s.l. 15 ár - fjármagnað af öðrum ríkjum. Síðan var bætt við: "That debt burden is now being served by the economy".
Virðist manni helst að háir vextir séu eins konar skaðabætur. Eru þetta þá Versalavextir?
Hér má lesa grein Jóns Helga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 860690
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Var þetta vandamál ekki leyst með því að Davíð Oddssyni seðlabankastjóra, Ingimundi Friðrikssyni seðlabankastjóra og Eiríki Guðnasyni seðlabankastjóra væri vikið frá störfrum í Seðlabanka Íslands fyrir tilstuðlan núverandi ríkisstjórnar Íslands (Samfylking og Vinstri Grænir) og Framsóknarflokksins?
Ég spyr!
Eða var þetta einungis pólitísk aðför að Seðlabankanum, ofaní fjölmiðla- og hagsmunaaðför að Seðlabanka Íslands og að íslenska lýðveldinu?
Hvað er eiginlega að gerast?
Kveðjur til þín Eyþór og gleðilega páska.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.4.2009 kl. 16:55
Blaðamanninum var svarað þannig að Ísland hefði verið með viðskiptahalla s.l. 15 ár - fjármagnað af öðrum ríkjum. Síðan var bætt við: "That debt burden is now being served by the economy".
Þýskaland, Japan, Kína og Noregur eru öll með mikinn og jákvæðan viðskiptajöfnuð. Þetta er ójöfnuður en þó einungis af öðru tagi. Þessi tekjuafgangur hefur verið fjármagnaður af öðrum ríkjum. Til dæmis af Bandaríkjunum, Íslandi og Bretlandi. Þessi ríki stóla nefnilega á að önnur ríki leysi vandamál þeirra með því að örva hagkerfi sín svo þau megni áfram að kaupa af þeim vörurnar. Þessi lönd ætti því núna og næstu 15 árin að eyða þessum ójöfnuði með því að kaupa meira af löndum eins og Íslandi og Bandaríkjunum. Við getum ekki endalaust haldið lífi í svona steigerfingum með því að kaupa af þeim vörurnar sem þeir kaupa ekki sjálfir.
Ef þessi nýi stjórnarskárbrjótandi seðlabankastjóri Íslands hefur sagt þetta sem stendur þarna fyrir ofan, þá er hann einmitt FJALLAMAÐUR. Það er skelfilegt að hann skuli sitja í Seðlabanka Íslands, núna. Hreint skelfilegt. Af hverju er maðurinn ekki heima í kofa sínum?
Það er kominn fjallamaður í Seðlabanka Íslands.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.4.2009 kl. 17:58
Það er ótrúlegt hversu lítið þessir okurvextir eru í umræðunni á Íslandi, ég bý í Danmörku og fullyrði að þau fyrirtæki sem hér starfa væru annað hvort hætt starfsemi eða í mjög verulegum erfiðleikum ef að þau byggju við sama vaxtastig.
Hvernig eiga fyrirtæki á Íslandi að keppa við erlend fyrirtæki sem búa við allt að undir 25% lægri raunvexti? Þegar verðtrygging er reiknuð með á langtíma lánum.
Ég get með engu móti skilið ástæður fyrir að viðhalda okurvöxtum eftir að búið er að setja gjaldeyrishöft, nema ef vera kunni að á þennan hátt er hægt að láta íslenskan almenning borga af skuldum sem hann einungis stofnaði til af litlum hluta. Ef heldur sem horfir verð ég að taka ásakanir á hendur IMI alvarlegar en ég hef gert hingað til.
Kjartan Björgvinsson, 12.4.2009 kl. 21:15
Vextir af jölkabréfum og skildum pappírum eru greiddir út í krónum. það eru pappír sem hægt er að búa til hér heima með litlum tilkostnaði. og segja má að allir vextir sem eru lægri en verðbólga séu neikvæðir og kosti þjóðarbúið bara blekið og pappírinn. í dag er 15,2 % verðbólga á íslandi og stýrivextir upp á 15,5% sem þýðir þá 0,3% raunvextir á þessum pappírum sem mér finnst nú ekkert til að missa andann útaf.
Guðmundur Jónsson, 12.4.2009 kl. 22:11
Samkvæmt síðustu upplýsingum sem ég hef fengið, að vísu í gegnum misáreiðanlega fjölmiðla var verðbólga neikvæð á Íslandi síðustu mánuði, sem rímar ekki við það sem ú segir og þar að auki er þjóðarbúið meira en bara ríkissjóður, öll fyrirtæki og heimili sem eingöngu hafa tekjur í íslenskum krónum, og ekki reyna að segja mér að þær tekjur hafi aukist til samræmis við stýrivexti, súpa seyðið af okurvöxtunum.
Með von um betri tíð og lægri vexti.
Kjartan Björgvinsson
Kjartan Björgvinsson, 13.4.2009 kl. 00:22
Sæll Guðmundur. Verðbólga er ekki 15,2% á Íslandi. Verðbólga síðustu 12 mánaða hefur þá tölu en stýrvextir virka framvirkt en ekki afturvirkt. Síðasta mæling bendir til 7% verðhjöðnunar á ársgrundvelli enda lækkaði vísitala neysluverðs og því engin ástæða fyrir háum vöxtum vegna verðbólgu.
Hver er þá ástæðan fyrir þessum vöxtum?
Því er ósvarað og því vakna grunsemdir.
Eyþór Laxdal Arnalds, 13.4.2009 kl. 07:28
Ársverðbólga er það sem miðað er við þegar vextir eru ákvarðaðir í nútíð og fortíð. það er augljóslega ekki hægt að miða bara við dagsverðbólgu núna þegar það hentar manni.
Guðmundur Jónsson, 13.4.2009 kl. 11:01
Vextir í dag, skattar á morgun! Greiðslugeta heimilanna breytist ekkert. Það er að renna upp fyrir AGS að það er ekki hægt að bjarga krónunni og lækka fjárlagahalla ríkisins á sama tíma. Ástandi er einfaldlega of alvarlegt.
AGS mun velja að ráðast á ríkishallann, því aðeins með hærri sköttum og niðurskurði verður hægt að trygga að lán AGS fáist greidd, sem er jú aðalatriðið hjá starfsmönnum AGS. Þessir menn verða auðvita að hugsa um eigin starfsframa og eftirlaun eins og allir aðrir, ekki satt!
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2009 kl. 11:42
þetta er í raun spurning um hinn gullna meðalveg. Nú liggja á ríkisjóði 500Gkr í þessum bréfum. Ef við höldum vöxtunum í fasa með verðbólgu eru eigendur skuldanna ekki að tapa á að hafa þær hér, sem minkar þá þrístinginn á ISK þegar höftunum verður aflétt, ef við hinsvegar myndum lækka vexti niður fyrir það er nokkuð ljóst að ekki verður hægt að aflétta höftum nema greiða út allar þessar 500Gkr. Ég veit ekki hvort þetta er endilega það eina rétta, en mér finnst rökin vera sterk með þessara stefnu seðlabankans.
Guðmundur Jónsson, 13.4.2009 kl. 13:11
15% vextir af 500Gkr eru 75Gkr á ári eða sem svarar til launakostnaðar við að reka heilbrigðiskerfið okkar. Halli á ríkissjóði er nálægt 200Gkr. Tekjur ríkisins eru um 400Gkr. Hvar á að finna alla þessa peninga til að borga vexti, halda velferðarkerfinu gangandi, brúa ríkishallann, borga Icesave osfrv...
Fyrr eða síðar mun AGS taka í taumana og ákveða fyrir okkur hvað við gerum ef við gerum það ekki sjálfir. En það er alveg ljóst að mjög erfiðar ákvarðanir verður að taka og það fyrr en síðar. Erlendir kröfuhafar hafa gert sér grein fyrir því að miklar líkur er á því að þetta gangi ekki upp hjá okkur og við munum klúðra þessu eins og við klúðruðum bönkunum.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2009 kl. 17:38
Er ekki tímabært að fá ALVÖRU hagfræðinga til að takast á við okkar vandamál, í stað þess að láta kratana, norska og íslenska, „bræða“ efnahagslífið inn í ESB?
Jónas Egilsson, 13.4.2009 kl. 17:54
Af hverju er ríkissjóður að greiða svona háa vexti? Það er ein af spurningunum. Ef vextir eru eingöngu háir til að þjóna skuldareigendum þarfnast það frekari skýringa.
Eyþór Laxdal Arnalds, 13.4.2009 kl. 19:24
Ríkisjóður er einfaldlega ekki að greiða háa raunvexti, eins og ég sagði áðan." Vextir af jölkabréfum og skildum pappírum eru greiddir út í krónum, það er pappír sem hægt er að búa til hér heima með litlum tilkostnaði, og segja má að allir vextir sem eru lægri en verðbólga séu neikvæðir og kosti þjóðarbúið bara blekið og pappírinn í seðlana." Raunkostnaður ríkisjóðs vegna þessara vaxta sem eru núna 0,3% er því einungis 1,5Gkr á ári en ekki 75Gkr. Seðlabankinn reynir að hafa raunávöxtun á þessum bréfum til þess að þurfa ekki að greiða út alla summuna þegar höftunum er aflétt, og til þessa að hinn alþjóðlegi fjármálamarkaður líti ekki svo á að ríksjóður íslands brenni upp erlendar skuldir sínar í ISK með verðbólgu.
Guðmundur Jónsson, 13.4.2009 kl. 20:43
Guðmundur,
Það eru nafnvextir sem gilda þegar vextir eru borgaðir út og vandamálið er þegar útlendingar vilja kaupa evrur fyrir vaxtagreiðslur sínar. Það sem skiptir meira máli er gengið sem þessir aðilar fara út á. Þessu háu nafnvextir eru að éta upp gjaldeyrisforða okkar og það er vandamálið. Það er ekki rétt að nafnvextir undir verðbólgu kosti ríkissjóð "ekkert"
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2009 kl. 21:08
Það ætti að vera orðið öllum ljóst núna að það er óþarft að bíða lengur eftir að lækkuð verðbólga sé að fullu komin "in the data" áður en stefnumótandi örlát vaxtalækkun er framkvæmd.
Það er liðinn það langur tími frá því að óyggjandi tölur um hjöðnun verðbólgu voru komnar að fullu "in the data". Auk þess eru verðbólguvæntingar engar og verða engar á næstu misserum. En þess má einnig geta að vaxtalækkun mun skila sér enn betur þegar bankarnir fara að lána út aftur. En eins og er þá myndi vaxtalækkun koma öllum til mikils góða og ekki stuðla að verðbólgu því bankarnir eru lokaðir. Þeir eru zombie-bankar núna. Því ætti að nota tækifærið núna og lækka vexti myndarlega.
Það þýðir ekki að hugsa um lánadrottna á þennan hátt. Það eina sem dugir á þá er skammbyssan upp að gagnauganu um leið og sagt er við þá: "ÞETTA (vaxtalækkunin) ER HNÍFUR, og hann mun hjálpa okkur við að greiða ÞÉR! Annars brennum við (inflate) bréfin þín!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.4.2009 kl. 21:18
Gunnar,
Það má færa fyrir því góð rök að myndarleg vaxtalækkun myndi styrkja gengið og þar með draga úr verðbólgu. Vaxtalækkun dregur úr eftirspurn eftir gjaldeyri því útlendingar fá færri krónur í vexti sem þeir geta skipt yfir í evrur. Vaxtalækkun gefur stjórnvöldum líka meira svigrúm til að hækka skatta þar sem greiðslugeta heimilanna batnar. Ég held að AGS sé að átta sig á þessu, það er bara verið að bíða þar til kosningar eru yfirstaðnar.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2009 kl. 21:38
Andri !
Þú segir " þessir háu nafnvextir eru að éta upp gjaldeyrisforðann okkar" Þetta er einfaldlega rangt. Það eru ekki höft á vaxtagreiðslum og það setur vissulega þrýsting á ISK. en við erum að greiða niður erlendar skuldir ríkisins með þessu en ekki að éta upp gjaldeyrisforðann því raunvirði eftirstöðvanna lækkar.
Gunnar !
Ég er nokkuð viss um að þetta sjónarmið ,að gefa skít í eigendur bréfanna og hirða bara peningana þeirra , kemur reglulega upp á fundum hins nýstofnaða peningastefnuráðs eða hvað það heitir. Ég held hinsvegar að þeim sé nokkuð umhugað að vera áfram í viðskiptum á alþjóða möruðum og það er það sem ræður. Vissulega er þetta dýrt fyrir fyrirtækin og skulduga einstaklinga í landinu en það er hægt að bæta úr því með sértækum aðgerðum sem er stefnt á að gera. Ennfremur má benda á að verðbólga fer svo hratt lækkandi að seinipart árs mun hún örugglega vera í kring um 0 svo þess er ekki langt að bíða að hægt verði að lækka stýrivextir mjög skart án þess að styggja þá sem eiga skuldirnar.
Guðmundur Jónsson, 14.4.2009 kl. 11:06
Gunnar,
Ég hef kannski ekki orðað þetta nógu vel en vandamál Íslands er gjaldeyrisskortur eða "lausaféskortur í erlendri mynt". Þess vegna þurftum við að leita til AGS. Margar Asíuþjóðir hafa byggt upp risa gjaldeyrisjóði til að þurfa ekki að leita á náðir þeirra í niðursveiflu. Vextir á krónubréfum er alvarlegur gjaldeyrisleki þegar við síst megum við honum. Betra hefði verið að fljóta krónunni í nóvember þegar panikin var sem mest og losna við óþolimæðustu krónubréfshafa út, líklega á gengi nær 300 - 400 kr evran, sem hefði helmingað höfuðstólinn. Í staðin munum við búa við höft í lengri tíma, því nú eru það ekki aðeins útlendingar sem vilja út, heldur líka íslenskir sparifjáreigendur sem ekki treysta stjórnvöldum. Eftirspurn eftir gjaldeyri mun því aðeins aukast. Svo má ekki gleyma að ríkið er rekið með miklum halla svo fjármagna þarf þessar vaxtagreiðslu með lánum sem síðan bera vexti og vaxtavexti. Vatalækkun er því nauðsynleg til að byrja að brúa hallann á fjárlögum.
Andri Geir Arinbjarnarson, 14.4.2009 kl. 12:16
Sæll Guðmundur
Það var enginn að tala um að gefa skít í eigendur skuldabréfa. En það virðist há mörgum stjórnmálamönnum á Íslandi (sérstaklega Samfylkingunni sbr. Icesave fíaskóið) að hafa aldrei unnið handtak í atvinnulífinu. Í atvinnulífinu taka nefnilega báðir aðilar áhættu. Gangi hún ekki upp þá tekur maður tapið og afskrifar það. Það er ekki hægt að græða á öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Yfir samningaborðinu er svo oft þegar byrjað að semja um ný og fersk viðskipti því lífslíkur skuldarans hafa skyndilega batnað við að afskrifa skuldbindingar þannig að hægt er að eiga viðskipti við hann áfram. Það er ekkert að hræðast. Allir vilja eiga viðskipti áfram við skuldara sem hefur bættar lífslíkur. En enginn vill eiga áframhaldandi viðskipti við labbandi lík. Það er bara að setja í gang, lækka vexti og hræða menn að samningaborðinu. Með hryðjuverkum ef á þarf að halda. Við ættum að kunna það núna.
Það efast enginn um að ef stóraukinnar skuldir ríkissjóða um víða veröld munu reynast þeim mjög erfiðar á næstu árum. Allar þessar ábyrgðir (fyrir bankageirana) sem búið er að leggja á ríkissjóði um víða veröld munu skapa geggjað framboð af skuldum (ríkisskuldabréfum). Allir vita það innra með sér að ef þessi byrði á ríkissjóðum verður of mikil þá munu þær allar velja að brenna skuldirnar með verðbólgu (deflate the debt) og vinna síg þannig út úr vandamálunum. Svo þetta er ekkert nýtt. Þetta er allstar inni í myndinni. Og lánadrottnar vita þetta. Ef þeir vita það ekki þá eru þeir kjánar.
En enginn virðist þó gera ráð fyrir því að krónan verður að vera lág áfram. Allir eru sífellt að hugsa um hækkun krónunnar. En þetta er bjarnarmisskilningur. Krónan mun hugsanlega þurfa að lækka ennþá meira því aðrar myntir (t.d. evra) munu mjög sennilega hrynja töluvert og éta sig inná samkeppnisgrundvöll útflutningsgreina Íslands. Gengið má einfaldlega alls ekki hækka. Það er lífsnauðsynlegt að útflutningur fái að njóta kosta lítilla hagkerfa - þ.e. mikils sveigjanleika og gengisaðlögunar. Menn veðra að hætta að hugsa um verðið á café latte bollanum á bar í útlöndum - að minnsta kosti í bili.
Dálítil verðbólga er einnig að verða eftirsótt og sjaldgæf vara. Ef það er eitthvað sem ríkissjóður Íslands þolir vel og miklu miklu betur en allir evrópskir ríkissjóðir þá er það blessuð verðbólgan. Þessa góðu umfram-samkeppnishæfni ríkissjóðs Íslands á hikstalaust að nota. Ekki hræðast hæfilega verðbólgu á svona viðsjárverðum tímum. Lækka vexti.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 14.4.2009 kl. 13:04
Andri Geir
Alveg sammála þér.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.4.2009 kl. 13:08
Hmm - smá auka vangavelta.
Það er sennilega núna sem verðtryggingingin mun sanna ágæti sitt aftur. Hún er verkfæri sem gæti átt eftir að sanna ágæti sitt á mjög eftirminnilegan hátt á næstu árum.
Hin öfugsnúna slæma verðtrygging, þ.e. eiginleg verðhjöðnun, er miklu miklu verri en venjuleg jákvæð verðtrygging. Í verðhjöðnun mun greiðslubyrðin vaxa og vaxa samfara því að kaupgetan lækkar og lækkar - og atvinnuleysi hækkar og hækkar því enginn vill fjárfesta svo mikið sem einni krónu í verðhjöðnunarástandi þar sem allt lækkar í verði.
Vilt þú kaupa eitthvað sem er að lækka og lækka í verði? Nei það viltu ekki. Þú vilt kaupa eitthvað sem mun hækka í verði. Því sér smá verðbólga fyrir. Og verðtryggingin mun skaffa þér betra framboð af fjárfestingafé því fólki er óhætt að spara þegar það nýtur verðtryggingar á innistæðum. Þetta styður undir hagvöxt á slæmum tímum.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.4.2009 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.