Stóru viðfangsefni næstu ríkisstjórnar

Samkvæmt samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þarf ríkissjóður að verða hallalaus á næsta kjörtímabili. Líklegt má telja að það eigi að nást árið 2011. Talað hefur verið um 150 milljarða sem þurfi að skera niður í útgjöldum enda er ólíklegt að tekjur verði auknar svo heitið geti enda eru takmörk fyrir því hvað heimilin og fyrirtækin geta þolað í viðbót. Ef við horfum til þess að ríkið þurfi að lækka útgjöld sín um 150 milljarða á ári þá er það um 500 milljónir á dag. Engin ríkisstjórn er öfundsverð að takast á við svo stórt verkefni og umræðan síðustu dagana fyrir kosningar ættu að sjálfsögðu að taka á þessum stóru málum. Fróðlegt væri að heyra frá framboðunum hvernig þau ætla sér að ná endum saman. . .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Eyþór,

Einmitt við þurfum að fara að heyra frá flokkunum hvernig þeir ætla að taka á þessu. 

Ég er nú hræddur um að hallinn verði nær 200 ma + 50ma í vexti til krónubréfshafa + Icesave + ?  Vandamálið er að það eru engar haldbærar tölur til um ástandið og heildar fjármagnsþörf ríkisins.  Það er afleitt að hafa ekki sjálfstæða Þjóðhagsstofnun á tímum sem þessum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.4.2009 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband