Sóknarfæri

Íslendingar ferðast meira innanlands og felast sóknarfæri í því fyrir svæði eins og Árborgarsvæðið. Verslunarbærinn Selfoss hefur hér mikið færi en ekki síður menningartengd ferðamannaþjónusta á Stokkseyri og á Eyrarbakka.

Við fulltrúar D-listans erum með tillögu um að farið verði í markvissa vinnu af hálfu sveitarfélagsins í þjónustu- og ferðamannamálum. Sameiginlegar kynningarmál skipta hér miklu sem og það að byggja á þeim viðburðum sem þegar eru til staðar að sumri og vetri. Jólabærinn Selfoss er hér einn þáttur með jólasveinunum úr Ingólfsfjalli sem og Sumar á Selfossi, Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og Bryggjuhátíð á Stokkseyri. Tillagan verður rædd á bæjarstjórnarfundi í dag - og vonandi verður hún samþykkt samhljóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Flott hjá ykkur,það ættu að vera góð sóknarfæri í ár,bæði fjölgun ferðamanna erlendis og íslendinga,en ég tek eftir því,allavega á minniborg,þar er ekki fylgst vel með tímanum,þessi litla verslun sem þar er (alltof lítil,en hefur góðan tilgang)reyna ekki að þjónusta nógu lengi,búðinni er loka kl.18.00 hin góða sundlaug lokað kl.18.00??? þetta sýnir andvarðar leysi,menn eru ekki vakandi,því þetta skiptir miklu máli að nenna að þjónusta fólkið,hafa þjónustuna í lagi,nenna að gera einhváð fyrir fólkið,að vera með þessa góðu sundlaug og loka henni sona snemma,??glætan,eins heyri maður sumarbústaðarfólk kvarta yfir því að Þrastarlundur sé aldrei opið nema eftir dúk og disk,þeir sem rekan hann ættu að selja þennan frábæra stað til fólks sem nennir að reka hann og reyna að þjónusta allt árið,og lækka verðið,þá kemur fólkið,mér líst vel á þau áform sem Eyþór og D-listin eru með hér í Árborg,það mættu fleiri taka þau til fyrirmyndar og hugsa stórt í þessum málum.

Jóhannes Guðnason, 15.4.2009 kl. 08:03

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Tillagan var rædd í þaula og náðist samstaða um hana í endanlegri mynd milli allra flokka og var samþykkt þannig samhljóða. Nú verður settur upp samráðsvettvangur á þessu sviði.

Eyþór Laxdal Arnalds, 15.4.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband