Fyrir hvað stendur vinstri stjórnin?

Þeir sátu saman þeir Björgvin G. og Atli Gíslason og voru spurðir um lykilmál eins og álver í Helguvík og ESB. Eins og annar þeirra orðaði það voru þeir "sammála um að vera ósammála".  Nýlega samþykkti Alþingi fjárfestingarsamning Norðuráls en stjórnin var klofin og það í margar fylkingar. En stóra málið er ESB:

Björgvin setti VG úrslitakosti. Atli hafnaði þeim í beinni.

Þessir tveir flokkar sitja nú í minnihlutastjórn og sitja áfram í meirihluta ef marka má skoðanakannanir. En hvað ætla þeir að gera þegar þeir eru svona ósammála? Þarf ekki núna samstíga stjórnvöld sem geta tekið ákvarðanir?


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ætli það verði ekki VG sem muni mynda stjórn hér eftir kosningar þar sem að allt bendir til að hann muri verða stærsti flokkurinn svo það er ekkert víst að sambó verði með í þeirri stjórn.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.4.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

blessaður vertu. meðan þeir fá þægilega ráðherrastóla þá skiptir hitt ekki máli.

Fannar frá Rifi, 20.4.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: Helga

Einmitt....  Við vitum þá hvar við höfum vinstrimennina.... "þeir eru sammála um að vera ósammála" :-)

Helga , 20.4.2009 kl. 21:37

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já rétt Eyþór/Sammála um að vera ósammála!!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.4.2009 kl. 23:53

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég hef nú meiri áhuga á að vita fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur -  því ég veit að hann liggur flatur fyrir sérhagsmunasamtökum eins og LÍÚ.

En hér er tengill að góðri úttekt sem allir góðir og gegnir sjallar ættu að lesa. Hún er eftir Guðmund Löve sem stutt hefur FLOKKINN í 20 ár og er nú meira en nóg boðið eins og fleirum.

 http://loeve.blog.is/blog/loeve/entry/858842/

Atli Hermannsson., 20.4.2009 kl. 23:57

6 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Flokksbundinn og mun ekki kjós Flokkinn eftir óstjórn síðustu ára, ráðaleysi í hruninu og óþolandi fimbulfamb á Alþingi síðust daga.

Ísleifur Gíslason, 21.4.2009 kl. 00:18

7 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Eyþór,fyrir hvað stendur vinstristjórnin,??? að vera sem mest ósamála (þá kannski gengur samstarfið hjá þeim,einkvað nýtt fyrir mér.??) eða hvað ætla þeir að gera í efnahagsmálum,jú að koma landinu endalega í rúst,??alla vega ef sú leið verður farin að lækka laun og hækka skatta,en það hafa þeir boðað að sé þeirra framtíð,þá held ég að betra sé að skoða fleiri flokka,sjálfstæðisflokkinn eða framsóknarflokkinn eða bara gera alþingið skemmtilegt og kjósa Ástþór,allavega frekar en að dúndra landinu niður með þeim sem stjórna núna,allavega verður maður að vera komin að niðurstöðu fyrir laugadag,ég stend enn á gati,vonandi dett ég ekki niður,eða svoleiðis.HA HA HA HE HE HE.

Jóhannes Guðnason, 21.4.2009 kl. 16:52

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Atli flottur hinn algjör hroki.

Drífðu þig í Bænagönguna á fimmtudagsmorguninn.

25

Selfoss

Bæn:

Samgöngur:

Biðja fyrir öllum samgöngum á lofti, láði og legi. Hvort heldur innanlands eða til og frá landinu.Að viska komi inní allar framkvæmdir hvað þetta varðar.Að kostnaður við ferðalög mætti lækka.

Umsjón

Gunnhildur 694 9881 / Aron 694 9498

lengd

4 km - 1 klst

KL:09

Við Hvítasunnukirkjuna Austurvegi 40b



Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband