21 þúsund vilja breytingar á lífeyriskerfinu - vilja færri ESB?

Undirskriftasöfnun Helga í Góu um lífeyrismál skilaði 21 þúsund manns. Vonandi er að Jóhanna Sigurðardóttir taki þetta alvarlega. Fyrir tveimur árum safnaði ég 27 þúsund undirskriftum án auglýsinga þar sem skorað var á Alþingi að tvöfalda Suðurlandsveg. Ég nefni þetta tvennt til samanburðar við þá 10 þúsund sem nú hafa skrifað undir manifesto ESB sinna "sammála" sem hefur verið auglýst víða meðal annars með heilsíðu auglýsingum. Samt eru endurbætur á lífeyriskerfinu ekkert sérstakt kosningamál hjá flokkunum.

Þó ESB sé mikilvægt mál til að ræða brenna önnur og meira aðkallandi mál á fólkinu í landinu. Raunverulegar aðgerðir í þágu heimilanna og fyrirtækjanna á Íslandi þola enga bið. Vonandi tekur ný ríkisstjórn fast á þeim málum.

Eitt er víst að meiri álögur þola heimili og fyrirtækin ekki. Össur Skarphéðinsson á hrós skilið fyrir að taka af öll tvímæli um að skattbyrðar á fyrirtæki eins og kom fram í þættinum "Hvernig á að bjarga Íslandi" sem sýndur var á Stöð 2. VG hafa verið að draga í land með eignaskatta en segja nú "hins vegar fullum fetum að ekki stendur til að leggja eignarskatt á venjulegt fólk og þeirra eðlilegu eignir." Spurningin er hvað er "venjulegt" og "eðlilegt" og hver leggur dóm (og skatt) á það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, trítilóða önd, kjósendur á kjörskrá eru nálægt 227.896 – sjá hér:

http://www.kosning.is/upplysingar/kjorskra/

Þeir gera mikið úr árangri sínum þessir EBé-innlimunarmenn, en hafa ekki náð nema 10.475 manns á skrána (nú fyrir 2 mínútum), með þessum hraðvirku nútíma-aðferðum og rándýru auglýsingum ... og hver kostar þær?

En 10475 af 227.896 er ekki nema 4,6% Íslendinga á kjörskrá.

Þakka þér pistilinn, Eyþór.

Jón Valur Jensson, 23.4.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ísleifur Gíslason, 23.4.2009 kl. 13:08

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Við eigum að taka upp alveg ný kerfi hérna og þar með einnig nýtt lífeyrissjóðakerfi:

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/entry/817118/

Sigurður Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 15:55

4 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Eyþór og hvað, 21.000 undirskriftir, verður þessu bara ekki hent í næstu tunnu, og sorin heldur áfram og ekkert hlustað á fólkið á götunni, ég er allavega ekkert farinn að sjá nokkurn mun, þú??

Ægir Óskar Hallgrímsson, 23.4.2009 kl. 16:20

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ósammála er að vera búið uppi óauglýst í 2 daga og það eru komin tæp 3000 manns. hvað er sammála búið að vera lengi? viku hálfan mánuð?

Fannar frá Rifi, 23.4.2009 kl. 21:05

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Endilega þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB umsókn strax svo maður þurfi ekki að hlusta á allt þetta Evrópubull.

Halldór Jónsson, 23.4.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband