Snarpur skjálfti í nótt

Hann fannst vel hér í Tjarnabyggð skjálftinn í nótt. Skálafellið blasir við og þar átti hann upptök sín. Þótt flestir séu orðnir vanir skjálftum er minningin um Suðurlandsskjálftann (sem var í raun löng hrina) óþægileg mörgum. Það eru kostir við að vera á eldfjallaeyju (heitt vatn og gufurafmagn) en svo eru líkar gallar...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hlýt að vera orðinn ónæmur, því þó konan hafi hrokkið upp þá rumskaði ég ekki.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.4.2009 kl. 08:44

2 Smámynd: Jón Lárusson

Stóð inni í eldhúsinu hjá mér þegar suðurlandsskjálftinn skall á húsinu hjá mér og horfði á útvegginn hjá mér slengjast inn í húsið. Ekki beint eitthvað sem maður leitar eftir. Var svo í Róm um páskana og upplifði skjálftan þar. Maður þarf bara að læra að lifa með þessu á sama tíma og maður verður að passa sig að láta þetta ekki stjórna lífi sínu.

Jón Lárusson, 1.5.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband