Skattaverðbólgan...

Neysluskattar eru í bígerð á ýmsa hluti sem ekki þykja heppilegir. Ríkið skattleggur í skjóli þess að verið sé að hafa vit fyrir fólki. Búast má við sköttum á bensín, áfengi, tóbak, gosdrykki og sjálsagt fleira.

Allir þessir skattar munu leggjast á almenning með tvennum hætti:

a) Með auknum kostnaði á einstaklinga og fjölskyldur.

b) Með aukinni verðbólgumælingu sem mælir skattinn sem verðhækkanir!

Það síðastnefnda er það allra sorglegasta þegar við sjáum víxlverkun ríkisverðbólgu og verðtryggingar. Jú og svo mun Seðlabankinn "verða að halda vöxtum háum" vegna hækkunar á verðbólgu.

Getur það verið að ríkisstjórnin ætli að fara búa til verðbólgu með sköttum??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Já ljótt er það Eyþór,en við þessu mátti búast,ef við tökum dæmið með R-listann í Reykjavík,þessir flokkar eru fljótir að búa til skattskylda flokka,því miður,ég held nú að þessi ríkisstjórn hafi ósköp lélegan efnahagssérfræðing á sínum snærum,enda á verðbólgan eftir að fljúa upp,nó er nú bensínið dýrt,en þeir ætla að setja nýjan skatt á það líka,ég held að þeir sem kusu þessa flokka,hafi ekki verið að biðja þá um hvað þeir ættu að borða og hvað ekki,en með skatt á sykur eru þeir að stýra því hvað fólk kaupir,nei það verður vandlifað hér ef þessu héldir svona áfram,því miður. sammála þér að kalla þetta skattaverðbólgu, kær kveðja.konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 14.5.2009 kl. 22:41

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Þetta hefur alltaf verið svona að það er verið að búa til fleiri og fleiri álögur á heimilin í landinu.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Það er að mörgu að hyggja. Sumir hafa spáð verðhjöðnun áður en jafnvægi næst.

Ég legg ekki að jöfnu skatt á sykur og bensín. Yfirleitt er talið og hefur verið rannsakað að verð stýrir neyslu.

Síðast þegar ég vissi flytjum við inn u.þ.b. 50 kg á mann á ári af sykri.

Það er tiltölulega sársaukalaus aðgerð á mjög óvenjulegum tímum að taka skatt af sykri.

Annað hvort dregur úr innflutningi eða tekjur ríkissjóðs aukast og þá þarf ekki að skera niður annars staðar, sem skiptir meira máli, sem því nemur.

Húsmæður (og fleiri) vita að margt smátt gerir eitt stórt, það ættu stjórnvöld að muna það borgar sig að spara alls staðar. Ég heyri enn sagt að það muni ekkert um eitthvað það sé svo lítið og skuldirnar svo miklar.

Bestu kveðjur

Hólmfríður Pétursdóttir, 14.5.2009 kl. 23:40

4 Smámynd: Jón Lárusson

Við verðum að átta okkur á því að aukinn skattur á sykur þýðir ekki bara hækkun á sykur, heldur allar afleiddar vörur. Kemur þar til allur gosdrykkjapakkinn, en hann má svo sem hækka þar sem þetta er "lúxus" þ.e. við þurfu þetta ekki með sérstaklega. Hins vegar hækkar hellingur annar eins og til dæmis allar mjólkurvörurnar, en þær eru proppfullar af sykri. Svo verður líka dýrara að sulta.

Jón Lárusson, 15.5.2009 kl. 03:10

5 Smámynd: Hlédís

Sykur er afleitur og má missa sín í afleiddu vörunum líka ;)

Sammála að verðbólguhvetjandi skattar geta verið vægast sagt tvíeggjaðir - meðan enn er hangið í neyslu-verðtryggingu! 

Hlédís, 15.5.2009 kl. 09:02

6 identicon

Þú gleymir því hólmfríður að með því að hækka skatta á einhverjar vörur kemur það út í verðhækkun, sem leiðir af sér hækkun á vísitölu sem hækkar afborganir af lánum og heldur verðbólgunni uppi.

Þetta er út í hróa hött.  Það liggur við að maður segi sig úr þessi þjóðfélagi.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 09:11

7 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Þessar umræður um að hækka neysluskatta er algerlega ömurlegur vitnisburður um að ríkisstjórnin SKILUR ALLS EKKI vanda fyrirtækja og heimila landsins þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar þar um. Það sem er að sliga heimilin er hækkun gengistryggðra lána og verðbóluhækkanir. Umræðan og krafan hefur verið um að reyna að koma til móts við þann vanda. En skilningur stjórnarinnar er svo góður að þeir ætla að hækka neysluskatta og þar með neysluvísitölu og lán og lánagreiðslur allra sem hafa verðtryggð lán.

With friends like this, who needs enemies?

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 15.5.2009 kl. 09:22

8 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Svo er spurning hverju Íslendingar ráða og hverju AGS ræður. Spurningin er svo hvort ekki sé hægt að breyta vísitölugrunninum miðað við samdráttar innkaup en ekki góðæris innkaup eins og nú er.

Sykur er bara bragðbót til hátíðabrigða fyrir þá sem það vilja, og færir okkur alls engin bætiefni.

Hólmfríður Pétursdóttir, 15.5.2009 kl. 17:40

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Taxinflation !(Eða Taxflation  !):

Er þetta ekki merkilegt  nýtt hugtak í hagfræði Eyþór ?

The Arnalds Syndrome in Economics !

Halldór Jónsson, 15.5.2009 kl. 20:11

10 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Halldór - ég held reyndar að þetta sé nýtt hugtak að minnsta kosti hef ég ekki séð það notað sjálfur.

- En ég man eftir því að þegar virðisaukaskattur af matvælum var lækkaður um árið að þá lækkaði neysluvísitalan en Seðlabankinn tók fram að verðbólguhorfur og þensla væri meiri en mæling sýndi vegna lækkunar á matarskattinum eins og hann var nefndur.

Það sama á við nú nema með öfugum formerkjum: Skattaverðbólga.

Eyþór Laxdal Arnalds, 15.5.2009 kl. 21:00

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Þá sýnist mér að við getum horfst í augu við bæði stagflation og taxflation á næstu tímum

Halldór Jónsson, 17.5.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband