6.6.2009 | 09:41
Dýr aðgangsmiði
Eitt af skilyrðum ESB landanna fyrir aðildarviðræðum Íslands virðist vera að Íslendingar undangangist 650 milljarða ábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans. Þetta er mér illskiljanlegt mál en þó sérstaklega sá vilji margra stjórnmálamanna að keyra slíka skuldbindingu í gegn án þess að látið sé á hana reynt fyrir dómstólum.
Vaxtagreiðslan ein og sér er 35 milljarðar á ári en afborganirnar eru þá eftir. Eina von manna er að Landsbankinn hafi lánað traustum aðilum með góðum veðum en áhættan verður öll ríkisins og þjóðarinnar. Gjaldeyrisútsreymi vegna þessa gjörnings kann að verða meira en mögulegur vöruskiptajöfnuður næstu 15 ára. Hvaða áhrif hefur það?
Lög um tryggingarsjóði innistæðueigenda eru byggð á tilskipun ESB og lögfest hér í krafti EES samningsins. Þessi sjóðir eru trygging fyrir bankagjaldþrotum en er ekki hugsuð sem ríkisábyrgð. Mörg mistök hafa verið gerð en það er dapurt ef það þarf að flýta sér að gera vondan samning til þess eins að fá að ræða við ESB um mögulega umsókn Íslands að Sambandinu.
Dýr myndi Hafliði allur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 860799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Sammála þér Eyþór,þetta er svo sannarlega dýr aðgangsmiði fyrir okkur íslendinga,og hneykslaleg vinnubrögð ríkisstjórnar og öll þessi leyndarmál varðandi þessi mál,sennilega gengur þessi samningu endanlega frá þjóðinni,ef þetta eru vinnubrögðin hjá þeim.Því miður fyrir þjóðina. kær kveðja. konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 6.6.2009 kl. 09:58
Ef eitthvað hjálpar ákvaðanfælnum íslenskum stjónmálamönnum er það að erlendir samningsaðilar setji þeim skilyrði. Þetta er af því að íslendingar geta ekki stjórnað sér sjálfir. (vegna þess að þeir teljsig ekki geta borði ábyrð á gerðum sínum). Þeir geta varla stjórnað sveitarfélögum skammlaust.
Allir! einstaklingar sem þjóðir verða að gera upp skuldir sínar. IceSafe er því miður skuld þjóðarinnar við Breta og Hollendinga. Um það er ekki hægt að deila. Bara hægt að deila um hversu hratt við eigum að borga og hversu háa vexti. Allt annað er lýðskrum að segja okkur óskuldbundin. Það er 2007 mórall. Það sem við höfum lært af þessu er að "Hin íslenska Sér-leið" í öllum málum er ekki til og bara sjálfsblekking. Því fyrr sem við áttum okkur á því að efnahagur íslendingar lýtur sömu lögmálum og annara (þar með talinna skuldara) því betra.
Þeir sem hafa áhyggjur af framsali fullveldis þjóðarinnar verð ég að segja að það fullveldi er með þessu efnahagshruni í þröngri stöðu og verður ekki virt nema að við semjum um okkar mál.
Gísli Ingvarsson, 6.6.2009 kl. 10:10
þetta er miklu meira heldur en þessir 650 milljarðar. Þegar við eigum að vera búinn að borga þetta niður árið 2024 þá verður þetta orðið 1.128 milljarðar króna. getur séð þetta á blogginu hjá mér.
Fannar frá Rifi, 6.6.2009 kl. 10:19
Sæll Gísli. Hvar kemur það fram að Icesave hafi verið á ábyrgð þjóðarinnar og ríkisins? Þetta voru innlánsreikningar einkarekins og einkavædds banka. Sú niðurstaða að setja ábyrgðina á íslenska ríkið er þvert á prinispp up einkarekna banka og trygginarsjóði innlánsreikninga.
Eyþór Laxdal Arnalds, 6.6.2009 kl. 10:39
Þetta er nú ekki f.o.f. aðgöngumiði að ESB heldur skilyrði þess að EES samningurinn haldi. Ábyrgð okkar í þessu máli helgast af aðild okkar að honum en ekki hugsanlegri aðild að ESB.
GH, 6.6.2009 kl. 10:48
Ágæti Eyþór þetta hefur ekkert með kostnað við aðildarumsókn að ESB að gera. Samningar við Breta eru aðildarumsókn algjörlega óviðkomandi. Allar aðildarþjóðir í EES þ.e. ESB þjóðirnar og Litháen og Noregur líka telja okkur skuldbundna til að standa við skuldbindingar okkar um innistæðutryggingar á innlánsreikningum sem er lágmarksneytendavernd viðskiptavina banka. Spurning var hins vegar með hvaða hætti og hvernig við gerðum samninga og ég get ekki séð að þessi samningsdrög sem nú liggja á borðinu og ríkisstjórnin ætlar að samþykkja séu ásættanleg.
Vart var við því að búast að hagstæðustu samningar næðust þegar gamall kommi og flokksbróðir Steingríms sem ekki hefur sérþekkingu á fjölþjóðlegum samningum í þessu efni fór fyrir íslensku samninganefndinni. Hefði ekki verið mikilvægt að velja traustan erlendan sérfræðing í fjármálalegum samningum einmitt í þessu tilviki en á það hefur vinstra liðið kallað aftur og aftur. En einhverra hluta ekki þegar stúdentinn Svavar Gestsson fer fyrir mikilvægri samninganefnd í milliríkjadeilu.
Jón Magnússon, 6.6.2009 kl. 12:01
Ég gleymdi að benda á að vinstra liðið gerði óspart grín að því að dýralæknir væri fjármálaráðherra þegar Árni M. Mathiesen gegndi því embætti og að lögfræðingur væri Seðlabankastjóri þegar Davíð Oddsson gegndi því embætti. Nú finnst þeim eðlilegt að stúdentinn Svavar Gestsson fari fyrir mikilvægustu samninganefnd Íslands í milliríkjadeilu.
Jón Magnússon, 6.6.2009 kl. 12:03
Fyrst að eignir Landsbankans í Bretlandi eru um 95% af Icesave skuldinn finnst mér að þeir gætu bara hirt þær og þetta komi út á sléttu. 5% afföll eru ekkiþað mikið.
Málið dautt.
Jón Á Grétarsson, 6.6.2009 kl. 12:36
Máttur Chamberlain er mikill á Íslandi núna!
Þvílík hneysa, þvílík handvömm og þvílík skömm. Þetta er gullöld aulabárða Íslands
Reglur eru bara reglur. Þær voru ónýtar frá byrjun og gilda þessutan ekki við kerfishrun. Það sem hér er um að ræða eru svikráð við íslensku þjóðina og afkomendur hennar. Launráð
Aular og hyski stjórnvöld eru!
Gunnar Rögnvaldsson, 6.6.2009 kl. 13:46
Kæri Jón Á.
.
Þetta er því miður ekki hægt því þá kæmi strax í ljós að egnir hins svo kallaða Landsbanka eru mest loft og burtflognar hænur. Þetta eru Baugar undir augum
Gunnar Rögnvaldsson, 6.6.2009 kl. 13:50
Hvað er lang síðan bara eitt orð hefur staðist í sambandi við peningamál Bankakerfis útrásarmanna?
Nefnið bara eitt einasta atriði sem hefur komið út úr þessum mönnum og auglýsingastofum þeirra sem hefur staðist.
Þetta er kanski hið svo kallaða fræga "Íslandsálag" sem skattgreiðendur fá að sjá í allri sinni dýrð núna
Borgið kæru Íslendingar, borgið 100% af VLF !
Gunnar Rögnvaldsson, 6.6.2009 kl. 13:56
Hvað ertu að væla mar. Þetta er með framreiknuðum vöxtum ekki nema 218 milljónir á dag í 15 ár. Byrja....núna. Það hlýtur að vera eitthvað afgangs til að borga samsvarandi niður af AGS láninu samhliða þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 16:26
Ef eitthvað er til í því að bankarnir eigi handbærar eignir, þá eru þær í formi landnæðis, kvóta, laxveiðiáa, vatnsréttinda, fyrirtækja, húseigna, orkulinda etc. Semsagt restin af fjöregginu. Þessi snillingur þarna uppi hann nafni minn heldur að eignir okar og eignir bankanna sé eitthvað aðskilið. Það er sama hvar af er tekið nú, það er allt af okkur, því við eigum allt það litla sem eftir er.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 16:31
AGS gengur svo erinda breta og hollendinga eins og vænta mátti og neitar að afgreiða aðra greiðslu af neyðarláninu fyrr en við göngum í snöruna. Það eitt gerir þetta samkomulag gersamlega kolólöglegt.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 16:33
Mikið óska ég þess heitt og innilega að evran falli eins hratt og ömurlega eins og þessi svo kallaða ríkisstjórn Evrópusambandsins á Íslandi.
.
Megi eldum og brennisteini Lakagíga rigna í 1000 ár yfir Evrópusambandið og ríkisstjórn þess á Íslandi!
Gunnar Rögnvaldsson, 6.6.2009 kl. 16:35
Landráð er það eina sem hægt er að segja um þennan gjörning. Að senda mann sem kann ekki skil á reknishaldi sem formann samninganenfdar og ganga síðan að þeim ósóma sem hann kom með heim eru hrein Landráð. 'ut með þennan ósóma út með AGS.
Haraldur Baldursson, 6.6.2009 kl. 17:56
Ég vil að þetta lið verði höggvið á austurvelli í dagrenningu.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 20:20
Tek heils hugar undir óskir þínar Gunnar. En evran á ekki eftir að falla á næstunni. Til þess eru kanar í allt of miklu hernaðar brölti sem gerir það að verkum að þeir prenta peninga í stórum stíl. Var að lesa spurningarlista sem lagður var fyrir Michael Hudson, en spurningarnar og svörin liggja inn á bloggi Láru Hönnu. Spurning og svar nr. 23 er sérstaklega umhugsunarefni. Lára Hanna.
Hörður Valdimarsson, 6.6.2009 kl. 22:11
Mér finnst ég vera að vakna upp af vondum draumi hvernig dettur þessu fólki í hug og vogar sér að skuldsetja þjóðina með þessum hætti, ég er sammála þér Haraldur þarna er um landráð og liðleskjuhátt að ræða hjá þessar aumkunarverðustu ríkisstjórn sem ég hef séð við stjórn frá því að ég fékk minn kostningarétt.
Pétur Steinn Sigurðsson, 6.6.2009 kl. 22:15
630 milljarðar á 5,55% vöxtum í 7 ár gera 919 milljarða. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að við stöndum undir þessari þvælu ? Það er síðan ekki glæta í helvíti að liðónýta eigur Landsbankans í UK óg Hollandi séu 75-90% af þessum verðmiða. Hvernig á því stendur að Vinstri Grænir ganga hönd-í-hönd með þessum Landráðaflokki Samfylkingunni (og gera sig seka um sama gjörning) er með öllu óskiljanlegt. Samfylkunni til varnar má segja það vita allir að þau selja okkur öll í þrældóm án þess að hika, bara, bara ef draumur þeirra um ESB stóla rætist. Ábyrgðina set ég því á VG !
Haraldur Baldursson, 6.6.2009 kl. 22:42
Hækkun lánsins á dag verða 113 milljónir !
Haraldur Baldursson, 6.6.2009 kl. 22:47
Vel að merkja skuldin hækkar líka um 113 milljarða á sunnudögum og kirkjufrídögum....
Haraldur Baldursson, 6.6.2009 kl. 22:51
milljónir (er það von að maður ruglist)
Haraldur Baldursson, 6.6.2009 kl. 22:52
Stjórnmálamönnum þessa lands er ekki viðbjargandi. Ég er svo reiður að get ekki á mér heilum tekið. frekar vil ég skömmtunarmiða upp á vatn og brauð en þetta ömurlegast klúður Íslandssögunnar
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 6.6.2009 kl. 23:01
Senda þetta fólk í útlegð það er bara það versta að ég vil bara engum svo illt að þurfa að hýsa gengið jú og þó sendum þau í útlegð til Bretlands
Pétur Steinn Sigurðsson, 7.6.2009 kl. 00:24
Sæl frændi.
Við eigum ekki að borga skuldir Útrásavíkinga. Þetta er dýr aðgöngumiði í ESB sem ég vil ekki ganga í.
Áfram frjálst Ísland
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.6.2009 kl. 10:28
Þetta er eins og þegar gamla fólkið er látið afhenda elliheimilinum eigur sínar sem aðgöngumiða inn í lítið herbergi með 3 öðrum. ESB er að breytast í elliheimili og við erum að borga okkur inn, þó hvorki séum við gömul, né höfum við nokkurn áhuga á inngöngu. Það sem maður óttast mest af öllu er að þjóðin fái ekki að kjósa um aðild, það verði afgreitt eftir miðnætti niðri á Austuvelli. Blekkingarleikurinn er alger. Of IceSlave samningurinn er kúgun af verstu gerð.
Haraldur Baldursson, 8.6.2009 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.