Sérstakt

ESB og Icesave málin eru stærstu málin á borði ríkisstjórnar og Alþingis. Bæði málin virðast undarlega undirbúin og engu líkara en ríkisstjórnin sé ekki búin að vinna tillögum sínum þingmeirihluta áður en samningar og tillögur eru settar fram. Þetta er nokkuð nýtt. Reyndar nokkuð sérstakt líka.
mbl.is Sjálfstæðismenn til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ætli Davíð hlæi ekki núna og hugsi kannski svona? "látum vinstristjórnina þrífa skítinn eftir okkur og svo tökum við sjálfstæðisMENN aftur við"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.6.2009 kl. 18:57

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kannski sjá sjálfstæðismenn tækifæri í þessu til að komast aftur í stjórn með Samfylkingunni?

Sigurður Þórðarson, 12.6.2009 kl. 19:40

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef þessir 4 þingmenn vg kjósa samkvæmt sannfæringu sinni þá er þessi stjórn fallin.

Óðinn Þórisson, 12.6.2009 kl. 23:44

5 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Það er bara fyndið að "ríkisstjórnin" okkar er ósammála í tveimur stærstu málum samtímans:

  • Icesave
  • ESB

Ríkisstjórnin er Ósammála að grundvallar atriðum í þessum málum..

Um hvað er ríkisstjórnin mynduð?  Fá loksins einhverja stóla?

Jón Á Grétarsson, 13.6.2009 kl. 00:14

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

ESB og Icesave. Ef einhver gæti skýrt fyrir mér hvers vegna Steingríms-armur VG er að undirgangast þessi mál, væri ég feginn. Það má ljóst vera að verulegur hluti fylgisaukningar VG kom til vegna "staðfestu" boðskapar þeirra. Viðsnúningurinn hjá sumum í VG er því undarlegt fyrirbrigði.

Haraldur Baldursson, 13.6.2009 kl. 11:50

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Kosningarnar eru að baki og menn takast ekki lengur á um málin á þeim grundvelli. Herkænska í kosningum er allta annað en stjórnmálin sem við taka. Vissulega eru kosningamálin viðmiðun en það gengur ekki að líma sig fasta við "loforðin" það gerist einfaldlega ekki enda loforðin oft þess eðlis að þau eru ómálefnaleg eða eiga ekki raunhæfa möguleika til að komast í framkvæmd. Stjórnarandstaða getur alltaf haldið "kosningarloforðin". Það er ekki marktækt því miður. VG í stjórnarandstöðu er ekki það sama og VG í stjórn. Gott dæmi um þennan viðsnúning er Sjálfstæðisflokkurinn.

Gísli Ingvarsson, 13.6.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband