Ritningarlestrar dagsins eiga vel við...

Lexía: Mík 6.6-8

Hvað á ég að koma með fram fyrir Drottin,
fram fyrir Guð á hæðum?
Á ég að koma fram fyrir hann með brennifórnir,
með veturgamla kálfa?
Hefur Drottinn þóknun á þúsundum hrúta
og tugþúsundum lækja af ólífuolíu?
Á ég að fórna frumburði mínum fyrir synd mína,
ávexti kviðar míns fyrir misgjörðir mínar?
Maður, þér hefur verið sagt hvað gott er
og hvers Drottinn væntir af þér:
þess eins að þú gerir rétt,
ástundir kærleika
og þjónir Guði í hógværð.

Pistill: 1Tím 6.17-19

Vara ríkismenn þessarar aldar við að hreykja sér og treysta fallvöltum auði, bjóð þeim heldur að treysta Guði sem lætur okkur allt ríkulega í té sem við þörfnumst. Bjóð þeim að gera gott, vera ríkir að góðum verkum, örlátir, fúsir að miðla öðrum, með því safna þeir handa sjálfum sér fjársjóði sem er góð undirstaða til hins ókomna og munu geta höndlað hið sanna líf.

Guðspjall: Lúk 12.13-21

Einn úr mannfjöldanum sagði við Jesú: „Meistari, seg þú bróður mínum að skipta með mér arfinum.“
Hann svaraði honum: „Maður, hver hefur sett mig dómara eða skiptaráðanda yfir ykkur?“ Og hann sagði við þá: „Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“
Þá sagði Jesús þeim dæmisögu þessa: „Maður nokkur ríkur átti land er hafði borið mikinn ávöxt. Hann hugsaði með sér: Hvað á ég að gera? Nú get ég hvergi komið fyrir afurðum mínum. Og hann sagði: Þetta geri ég: Ég ríf hlöður mínar og reisi aðrar stærri og þangað safna ég öllu korni mínu og auðæfum. Og ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð.
En Guð sagði við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð og hver fær þá það sem þú hefur aflað? Svo fer þeim er safnar sér fé en er ekki ríkur í augum Guðs.“

Sálmur: 179

Hvað stoðar þig allt heimsins góss og gæði
og gull og silfur, skart og dýrleg klæði,
er ber þú utan á þitt dauðlegt hold?
Hvar liggur það, þá líkaminn er dauður
og langt frá öllu prjáli hvílir snauður
í myrkri mold?

Veist þú þá ei, að dómsins lúður dynur,
þá djásnið fölnar, veldisstóllinn hrynur
og gullkálfurinn hjaðnar eins og hjóm?
Veist þú þá ei, að ekkert gildi hefur
öll auðlegð heims og neina bót ei gefur
við Drottins dóm?

Vor auðlegð sé að eiga himnaríki,
vor upphefð breytni sú, er Guði líki,
vort yndi' að feta' í fótspor lausnarans,
vor dýrðarskrúði dreyrinn Jesú mæti,
vor dýrlegasti fögnuður og kæti
sé himinn hans.

Sb. 1886 - Valdimar Briem


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Má ekki efast um eitthvað sem þarna er sagt þó það komi úr biblíunni og úr penna merkilegs sálmaskálds og veðurathugunarmanns á Stóra-Núpi til margra ára?!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.6.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Þetta er svo rétt og þú átt þökk og heiður fyrir að setja þetta út á bloggið, Eyþór

Að gera þetta er að vera meðhjálpari svo sannarlega.  ekki bara í kirkjunni, heldur einnig þar sem það skiptir mestu máli, úti meðal fólksins, hvort sem það er i persónulegum samskiptum eða með slíkri færslu á netinu.

Hafðu þökk fyrir enn á ný og Drottinn blessi þig og fjölskyldu þína og megir þú hafa framgang í uppbyggingu atvinnu hér á landi. 

Brosveitan - Pétur Reynisson, 14.6.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist

sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist

Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst 

þó maður að lokum lendi í annarri vist

Höfundur: Jón Helgason

Sigurður Grétar Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 16:03

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Edda: Það er ekkert til sem heitir frjáls vilji. Það er mýta. Allt sem þú hugsar og gerir á sér utanaðkomandi hvata. Hissa að sjá þig Eyþór vera kominn á bás með Snorra í Betel hér á blogginu. Hvað á þessi pistill að segja okkur? Að við hefðum betur átt að lesa bibliuna?  Hvað um að hlusta á hagfræðinga, sem spáðu þessu fyrir mörgum árum.

Er þetta einhver veruleikaflótti, eða ert þú farinn að leita nokkur þúsund ár aftur í tímann að sökudólgum? Manni flökrar satt að segja við svona yfirborðsmennsku.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.6.2009 kl. 20:21

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað sagði Kristur nú aftur um að iðka trú sína öðrum til sýndar og  sjálfsupphafningar á torgum og í samkunduúsum? Hræsnarar sagði hann og ítrekar þetta talsvert oft og víða? Það skyldi þó ekki vera að þetta sé skrifað öðrum til sýndar og þér til upphafningar?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.6.2009 kl. 20:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Boðskapur sálmsins þarna er: Lifðu eins og ræfill. Það er dyggð, fátæktin og niðurlægingin. Þýir ekki að safna að sér gæðum í þessu lífi af því þú drepst hvort sem er frá þeim og ef þú gerir það munt þú pínu og eld hljóta. Það er ljótt að vera bjárgálna og synd.  Ef þú lifir eins og lortur í polli, þá munt þú hafa það rosalega miklu betur í meintu eftirlífi.

Má ég spyrja þig: Trúir þú þessu? Finnst þér þessi hótunarfílósófía aðlaðandi? Getur þú ekki haldið þessu fyrir sjálfan þig?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.6.2009 kl. 20:34

7 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Ágæti Jón Steinar,

Biblían er öllum holl lesning jafnt trúuðum sem vantrúuðum. Kjarni hennar hefur staðist tímans tönn betur en annað. Mér sýnist þú hefðir bara gott af að kynna þér hana sem best.

Varðandi hagfræðinga þá er það ekki rétt að þeir hafi upp til hópa spáð hruninu. Þvert á móti voru sérstakar greiningardeildir bankanna vel mannaðar sérfræðingum sem spáðu sífelldri hækkun hlutabréfa og engu hruni.

Eyþór Laxdal Arnalds, 14.6.2009 kl. 23:46

8 identicon

Frábært Eyþór segir að biblían, eins mesta morð og viðbjóðsbók evar sé holl lesning.
Bókin sem segir að konur séu ~50% af verðgildi karla og það eigi að grýta óþekk börn til dauða... heppinn varstu Eyþór að vera ekki yngri þegar þú lentir í veseninu um árið...
Svo fannstu fyrirgefningu hjá einræðisgaldrakarlinum í geimnum sem telur foringjahollustu vera það mikilvægasta af öllu... reyndar er það eina sem hann telur mikilvægt.... barnaníðingar, morðingjar.. allt i lagi ef þeir dýrka ósnertanlega foringjann í geimnum.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:33

9 identicon

Jesúútspil hjá Eyþóri hahahahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:35

10 identicon

Við skulum bíða og sjá hvort Eyþór vill vera 100% kristinn samkvæmt biblíu, við bíðum þar til Eyþór selur allt sem hann á og gefur fátækum.
Síðan bíður Eyþór eftir því að guð fóðri hann eins og fuglana..

Bloggaðu um það Eyþór, svona þegar þú ert búinn að sýna okkur að þú viljir vera alvöru krissi, ok.

Waiting..... tik tak tik tak

DoctorE (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 11:19

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Edda: Ef utanaðkomandi áhrif stjórna hegðun okkar og hugsun, hvar kemur þá frjáls vilji inn í dæmið? Viltu nefna mér dæmi?

Eyþór: Ég er einmitt búinn að lesa biblíuna í bak og fyrir í mörg skipti og þykist nokkuð fróður um innihald hennar. Kannski er það það, sem skortir upp á hjá þér. Drífðu þig í því.

Ég sagði ekki að hagfræðingar "upp til hópa" hafi spáð hruninu. Þarna ertu trúr sjálfum þér í biblískum túlkunarloftfimleikum og leggur mér orð í munn. Greiningadeildir bankanna voru auglýsingastofur en ekki eftirlitsstofnanir. Ef þú vissir það ekki, þá skortir líka eitthvað upp á þekkingu þína þar.

Ef öllum er hollt að lesa Biblíuna, þá lestu hana alla fyrir börnin og feldu ekki þær hótanir og ógnir, sem liggja til grunns þessum trúarbrögðum. Ekki bara í Mósebókum og spámönnunum, heldur get ég bent þér á að það var meintur Jesú sem markaðsetti helvíti og hótar því einum 30 sinnum, bara í Mattheusi. Ef þú ert að fiska út heilræði, þá er það universal speki, sem finna má um allan heim og nokkuð, sem innbyggt er í manninn.  Maðurinn hefur ekki dyggðir sínar úr þessari bók. Siðgæði hans er by default margfalt æðra því sem þar stendur.  Eins og ég segi, þá lestu bókina heiðarlega og með bæði augun opin. Meir illsku og sturlun finnur þú hvergi í prentuðu máli.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.6.2009 kl. 16:01

12 identicon

Eyþór hefur augljóslega ekki lesið biblíu, líklega hefur hann verið mataður á nokkrum vel völdum versum.
Ég segi það og skrifa að hver sá sem les biblíu og stendur ekki upp og segir: Þvílíkur viðbjóður og heimska... að sá maður er ekki með allar skrúfur í hausnum, að sá maður er tilbúinn að horfa framhjá algerum viðbjóði, morðum á börnum, kvenfyrirlitningu, glæpi gegn mannkyni.... svo lengi sem hann telur að hann sjálfur fái bónusa í staðin.
Það er kristni, ef einhver hafnar þessu þá bendi ég sá hinum sama á að lesa biblíu, það stendur allt saman þar... Eyþór, Geir Haarde og Árni Jonshen telja að þetta eigi að vera stefnuskrá íslands, eru þeir ekki frábærir

DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:10

13 identicon

Rangt Edda... þegar trúarsöfnuðir forrita börn frá fæðingu... það er ekki hugsanafrelsi, það er klafi

DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 14:54

14 identicon

Ég lenti í því að vera forritaður af þjóðkirkju sumra íslendinga, þar sem mér var sagt að helvíti biði mín ef ég leggðist ekki undir handbrúðuna Sússa.

Ekki er öllum gefið að hafa andvara á sér.. í þessum fáránlegu yfirnáttúrulegu forritun, klerkar plotta sér inn í fjölskyldur, tengjast inn í líf og dauða meðlima fjölskyldna... gagnrýni á þá og trúna sem þeir boða er því oft tekið sem árás á fjölskyldur... og Edda er eina af þeim sem féll fyrir lélegri forritun.. vírusinn er búinn að ná Eyþóri líka að mér sýnist

DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 17:39

15 identicon

Guð er ekki til Edda... sem betur fer, lestu biblíu og segðu svo að þú vonir að fjöldamorðinginn og hatursmaðurinn hafi verið til.
Þetta er mannskemmandi áróður, eins og sagan sýnir klárlega

DoctorE (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband