Þingmenn frétta mál úr "fréttum"

Ég hef heyrt marga þingmenn kvarta yfir því að fá lítið að vita. Á þetta við um síðasta vetur jafnt sem nú. Stórt mál eins og Icesave virðist eiga að vera samþykkt blanco af Alþingi. Löggjafinn er þá þiggjandi frétta og ábyrgðargjafi sem veit ekki hvað hann er í raun að setja í lög. Það er sérstaklega neyðarlegt þegar fjölmiðlar eru að birta trúnaðargögn sem enginn skilur í hvers vegna eru bundin leynd. Nú er komið fram að vanefndir verða lagðar fyrir enska dómara og virðast allar eigur íslenska ríkisins vera aðfarahæfar samkvæmt þessari frétt. Ekki er minnst á fyrirvara svo sem vegna neyðarlaganna en vonandi eru þeir skýrir.

Ég trúi ekki öðru en að samningurinn verði lagður fyrir Alþingi. Eða á að gera Alþingi algerlega óþarft?


mbl.is Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefur í skin að hún styðji fyrirliggjandi samning núvernadi ríkisstjórnar um Icesace, hvað hefur hún fyrir sér í því ? er ekki formaðurinn á öðrum máli eða ekki kanski ?

ÉG SEGJI NEI

Jón Snæbjörnsson, 17.6.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Mætum öll á Austurvöll 20. júní:
Mótmælafundur á Austurvelli 20. júní kl. 15:00.
Breiðfylking gegn ástandinu í þjóðfélaginu, ICESAVE-samningnum og aðgerðarleysi í málefnum heimilanna.


http://www.raddirfolksins.org/

Ísleifur Gíslason, 18.6.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband