Páll Bergþórsson fær stuðning við niðurstöður sínar

Páll Bergþórsson hefur víða komið að merkum rannsóknum eins og menn þekkja. Hann hefur birt greinar þar sem hann framreiknar áætlaða hækkun sjávarborðs og hefur fundið samsvörun (correlation) við hitastig sjávar aftur í tímann. Skemmst er frá því að segja að hann hefur ítrekað talið spá IPCC og Sameinuðu Þjóðanna verið vanáætlaða um að minnsta kosti 100%. Nú er sagt frá því á Bloomberg að vísindamenn séu að komast að nákvæmlega sömu niðurstöðu og telja nú að sjávarborð hækki um einn metra - eins og Páll:

http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601124&sid=afmw1nT6inhA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Páll og UN haf rangt fyrir sér. yfirborð sjávar hækkar ekki þó allur ís á jörðinni bráðni.

Þegar vatn frýs þenst það út um sem nemur 10% og eðlisþyngdin lækkar því sem því nemur. Þetta þýðir að þó allur ís sem flýtur á hafinu (eins og Norðurheimskautið) bráðni breytist yfirborð sjávar ekkert. Allir vísindamenn sem fjalla um þetta eru sammála þessu. Þetta er líka hægt að sannreyna heima í stofu með ísmola í vatnsglasi. Öll hækkun yfirborðs sjávar þarf því að koma frá ís sem liggur á landi eins og á Suðurheimskautinu.Við skulum aðeins rifja upp barnskóla jarðfræði. Þar er okkur kennt að jörðin sé gerð úr fljótandi bergkviku og ysta lagið sem er jarðskorpan sem við stöndum á sé eins og sprungin eggjaskurn sem umliggur þessa kviku, brotin í jarðskorpunni fljóta á kvikunni og nuddast sama sem veldur jarðskjálftum og stundum opnast upp á milli fleka og kvikan streymir upp á yfirborðið í eldgosum. Snúningur jarðar gerir það svo að verkum að hún er ekki alveg kúlulaga heldur er þvermálið aðeins meira um miðbaug sem stafar af því að miðflótaflið togar jarðskorpuna mest út þar en ekkert á pólunum.Strangt til tekið má því segja að allur ís á yfirborði jarðar sé fljótandi, ef ekki á hafinu þá á bergkvikunni. Bráðni ísinn á landi er ljóst að hann rennur til sjávar og léttir þar með farginu af landinu sem hann hvíldi á, sem rís þá úr hafi sem því nemur. Yfirborð sjávar hækkar því augljóslega ekki neitt að jafnaði þó svo að allur ís jarðar bráðni. Hugsanlega mun land sem engin ís er á fyrir, síga í hafið vegna þess að land sem er með ís rís en vegna þess að fargið sem losnar (bráðnaði ísinn) verður jafndreift yfir alla jarðkúluna í hafinu verður sá munur sára lítill.

Allar staðhæfingar um að yfirborð sjávar hækki með hlýnandi veðurfari eru því einfaldlega rangar, gerðar af mönnum sem ekki sjá alla myndina.

Guðmundur Jónsson, 18.6.2009 kl. 18:02

2 Smámynd: Loftslag.is

Guðmundur: Þetta eru einhver sú furðulegasta túlkun á vísindum sem ég hef séð. 

Rétt er það að það er sáralítil hækkun á yfirborði sjávar við að hafís bráðnar. Annað sem þú segir er nokkur rangtúlkun á vísindunum (og athugaðu að ég þarf ekki að muna barnaskólajarðfræðina þar sem ég er jarðfræðingur).

Jöklar ýta vissulega á jarðskorpuna sem sekkur ofan í möttulinn (sem er seigfljótandi) og við það að jökla leysi þá rís land (eins og nú er að gerast við sunnanverðan vatnajökul). Það hefur þó ekki áhrif sem mótvægi við þá sjávarborðshækkun sem bráðnun jökla er, nema á mjög takmörkuðu svæði þar sem jökullinn lá - t.d. mun land rísa töluvert á Suðurskautinu, Grænlandi og á fleiri stöðum þar sem jöklar bráðna. Það fer síðan eftir því hversu hratt landið rís hvort sjávarborðið nær að rísa hraðar en landið - á þeim stöðum. Annars staðar í heiminum mun sjávarborð rísa sem nemur bráðnun jöklanna.

Þetta er vitað og þetta hefur gerst í fyrndinni, t.d. í síðasta hlýskeiði  ísaldar en þá náði hitastig jarðar svipuðum hæðum og það hefur nú þegar náð og þá var sjávarborð einhverja metra hærra en það er í dag.

Síðasta staðhæfing þín er síðan alveg út úr kú - sjávarborð er að hækka og af völdum hækkandi hita, bæði vegna bráðnunar jökla og það að sjórinn er að hlýna og þenjast út.

Loftslag.is, 18.6.2009 kl. 21:04

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Frábært að frá málefnalaga ath frá sápuboxinu. Ég ætla samt ekki að færa nánari rök fyrir minni fyrri færslu. En langar að fá nánari útskýringar á þessum vísindum sem ég er svo illa að mér í. Hvaðan heldur þú ( Sápuboxið) að efnið sem ýtir landinu upp þegar jöklarnir hörfa komi? Og öðru lagi, ef þú heldur því fram að land rísi aðeins staðbundið sem nemur bráðnuninni, verður hækkun sjáfarborðs þá ekki líka aðeins staðbundin. Og í þriðja lagi, ef sjórinn hitnar og þenst út hitnar þá ekki líka jarðskorpan og þenst út ?

Guðmundur Jónsson, 18.6.2009 kl. 23:41

4 Smámynd: Loftslag.is

Guðmundur 

1 - það kemur úr möttlinum. Ef við skoðum afleiðingar bráðnunar frá síðasta jökulskeiði, þá er eitthvað af landi sem hefur risið staðbundið t.d. í kringum Svíþjóð og á móti kemur að annað land  hefur sokkið staðbundið t.d. Holland (þetta var út af sama jökulskildinum sem var yfir Skandinavíu)  En athugaðu það að land mun aldrei rísa jafn hátt og jöklarnir stóðu, því jöklar eru eðlisléttari en berg, auk þess sem landris og landsig eru hægfara ferli, en bráðnunin er gríðarlega hröð (á jarðfræðilegum tímaskala). Því er þetta að langmestu leyti tilfærsla á massa - þ.e. jöklar verða að vatni og vatnið bætist við sjóinn.

2 - landris er staðbundið, en eins og þú veist þá á vatn frekar auðvelt með að flæða. Eftir að það er komið í sjóinn þá bætist það við massann sem sjórinn er. Sjórinn flæðir og því er það ekki staðbundið.

3 - sjórinn tekur í sig varma vegna þess að lofthjúpur jarðar er að hitna - vatn er leiðandi. Ég held að lofthjúpurinn þurfi að hitna töluvert meira áður en hann fer að hafa merkjanleg áhrif á jarðskorpuna.

Loftslag.is, 19.6.2009 kl. 10:18

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

1. Framleiðir möttullinn þá efni úr engu ?

2. í jarðskjálftum fara öldur í jarðskorpunni um alla jörðina. dugar það ekki til að jafna út spennur sem hugsanlega hafa myndast út af bráðnun jökla ?.

3. Ef loftið og vatnið hitnar meira en jarðskorpan. Af hverju hitar þá jörðin loftið og vötnin á veturna og öfugt á sumrin ?

Guðmundur Jónsson, 19.6.2009 kl. 10:47

6 Smámynd: Loftslag.is

Þú ert kominn út í spurningar sem krefjast nánari útskýringa en ég hef tíma til, en hér eru stuttu svörin. 

1 - Nei möttullinn er seigfljótandi og jarðskorpan flýtur ofan á henni. Jarðskorpan lyftist upp við fargléttinguna þegar jöklar bráðna og að sama skapi sígur land utan við fyrrum jökuljaðarinn, eins og ég útskýrði síðast.

2 - Í jarðskjálftum er tilfærsla á efni þar sem jarðskjálftinn er - hitt eru bylgjur og því er ekki tilfærsla á efni um alla jörð við jarðskjálfta, heldur tilfærsla á orku.

3 - Jarðskorpa er ekki það sama og yfirborð jarðar (jarðskorpan er tugir kílómetra á þykkt þar sem hún er þykkust). Sólin hitar ysta yfirborð jarðar, en þegar komið er dýpra fer hiti að koma að neðan (jarðhiti). 

Annars er hægt að nálgast ýmiskonar efni í jarðfræði hér, ég hef ekki tíma í þetta, þótt glaður vildi: http://www.mr.is/~gk/jfr/ordskyr/index.html

Loftslag.is, 19.6.2009 kl. 13:09

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

1.Sígur sjávarbotninn þá ekki þegar ísin sem áður ýtti niður landi undir jöklum rennur til sjávar og fer að fergja sjávarbotninn.

2.Hver er munurinn á öldu og bylgju ? Er bylgja ekki tilfærsla á efni ?

3.Er ekki heitara fyrir neðan jarðskorpuna en fyrir ofan ? Er varmaflæðið þá ekki frá möttlinum og út sem þýðir þá að ef það hitnar (kælingin minkar) fyrir ofan ætti þá ekki að hitna meira neðar ef við gefum okkur að varmaleiðnin sé fasti.

Takk fyrir að reyna að útskýra þetta fyrir mér en því miður er ég bara engu nær um þessi "vísindi".

Guðmundur Jónsson, 19.6.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband