Bjartsýni er þörf þegar svartast er

Á sama hátt og nær allir fylltust óraunsærri bjartsýni á uppgangstímum er jafn hættulegt ef langflestir fyllast svartssýni á krepputímum. Hjarðhegðunin fer illa með læmingjana og vont getur versnað ef allt snýst um það neikvæða. Aldrei fyrr í lýðveldissögunni hefur verið eins mikilvægt að vonarneisti sé kveiktur. En því miður hefur glætan aldrei sýnst minni.

Ef bankar vilja ekki lána, stjórnvöld taka ekki ákvarðanir og fólk þorir ekki að kaupa neitt er það í sjálfu sér 100% trygging fyrir alvarlegri kreppu. Það þarf ekki einu sinni hlutabréfahrun, gjaldeyriskreppu eða atvinnuleysi til. Vantraustið á Íslandi er að verða óbærilegt. Bankar treysta ekki fólki né fyrirtækjum og fólk treystir ekki bönkum. Fáir treysta stjórmálamönnum og athafnamenn eru litnir hornauga. Mikið af þessu vantrausti er ekki óeðlilegt. Sumt verðskuldað.

En almennt og viðvarandi vantraust er lamandi og eyðileggjandi fyrir allt þjóðfélagið. Fyrir stuttu var það alveg á hinn veginn; við vorum best, fallegust, sterkust og "stórust". Þessar öfgar í ökla og eyra eru of miklar. Núna þegar krónan er í sögulegu lágmarki og skuldir þjóðarinnar skuggalegar þurfum við á öllu okkar að halda og ekkert minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skipulögð lögleg gjaldþrot fyrirtækja undir hæl sníkju-auðmangs. Bíður upp á fýsilegar endurfjárfestingar og losar þau við blóðtökuna. Einnig mætti koma til skammtíma þjóðnýting allra náttúrauðlinda [almenn aðgerð]. Lánsþörf yrði lítil og arðurinn mikill og skuldir ríkis og sveitarfélaga myndu eyðast fljótt.   Útflutningur fullvinnsluvarnings inn á markaði utan ES:EU myndi fljótt skila sér. Virðisaukin sem skapast gífurlegur og fjöldi starfa sömuleiðis.

Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Skortur skapar eftirspurn ekki öfugt.

Júlíus Björnsson, 8.7.2009 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband