Leið Svisslendinga - leið Íslendinga

Sú leið að kjósa um aðildarviðræður á sér fordæmi í því ágæta landi Sviss. Það kom mér á óvart að Baldur Þórhallsson varaþingmaður Samfylkingarinnar og stjórnmálafræðingur skuli neita þessu í Kastljósi í kvöld og halda því fram að engin þjóð hafi fengið að koma að slíkri ákvörðun.

Hér eru fréttir af atkvæðagreiðslunni í Sviss:

http://www.fco.gov.uk/en/about-the-fco/country-profiles/europe/switzerland?profile=intRelations&pg=4 

http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/1201133.stm 

Það er ekki tilviljun að þær þjóðir sem best hafa séu utan ESB. Hér er ég að vísa til Noregs, Sviss og Íslands. Það er sorglegt að horfa upp á ráðamenn þjóðarinnar stefna á umsókn án skýrra samningsmarkmiða. Icesave samningurinn sýnir best hvað það gefur af sér.

Þá er stórundarlegt að þingsályktunartillaga stjórnarinnar skuli gera ráð fyrir að íslenska þjóðin verði látin taka þátt í "ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu". Sem sagt ekki bindandi atkvæðagreiðslu.

Ég minni á reynslu manna af atkvæðagreiðslum um málefni á Íslandi svo sem í flugvallarmálinu hjá R-listanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það er ekki tilviljun að þær þjóðir sem best hafa séu utan ESB." Eyþór, við höfum það sannarlega bara nokkuð gott, en er ekki bara tómt bull að halda því fram að skuldafenið Ísland hafi það BEST? Skal samþykkja þetta með Noreg og Sviss.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Jón Frímann,

ég geri mér grein fyrir að það er óþægilegt að til sé fordæmi fyrir því að þjóð fái að slá af umsóknina sjálfa en ekki endanlegan samning. En um hvað var kosið í mars 2001? Var það ekki um að falla frá umsókn?

Eyþór Laxdal Arnalds, 15.7.2009 kl. 23:11

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Jón Frímann; vissulega eru hefðir svisslendinga ólíkar okkar. Það breytir því ekki að það er ofmælt hjá Baldri (og fleirum) að engin þjóð hafi látið kjósa um viðræður heldur eingöngu um endanlegan samning. Þegar ríkisstjórn samanstendur af flokkum sem hafa gjörólíka sýn á þetta stóra mál er eðlilegt að slík stjórn sæki sér almennilegt umboð til samningsgerðarinnar. Alþingi virðist ekki geta veitt skýrt umboð og því er eðlilegt að fá íslenskan almenning til að fá að koma að þessari ákvörðun. Annars bendir flest til þess að aðildarumsókn verði ofan á í þinginu og samningur kolfalli svo í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eyþór Laxdal Arnalds, 15.7.2009 kl. 23:41

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Fyndist þér líklegt Jón Frímann að EU tæki góða og gilda á umsókn frá árinu 2000, undirskrifaðri af Davíð Oddsyni og Halldóri Ásgrímssyni ?

Guðmundur Jónsson, 18.7.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband