Islandia (óskalandið)

Miklar væntingar hafa verið keyrðar upp vegna umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Hætt er við að vonbrigðin verði jafn mikil og í sömu hlutföllum.

Ég hef enga trú á því að ásættanleg samningsdrög náist enda er reynsla undanfarinna mánuða af samninganefnd Íslands um Icesave fordæmi sem ætti að kenna okkur lexíu. Sífellt tal um að Ísland verði að vera þjóð meðal þjóða missir marks þegar hagsmunir Íslands eru fótum troðnir af "vinaþjóðum".

With friends like these...who needs enemies?

Þessi niðurstaða á þingi þýðir að vinstri stjórnin verður að starfa áfram og takast á við fjárlagahallann á meðan umsóknin er í ferli og vinnslu. Sú aðferð að rétta af hallan (tapið) með skattahækunum er jafn óraunsæ og viðskiptamódel útrásarvíkinga. Hærri skattprósenta minnkar skattstofna eins og ofveiði fiskistofna enda er með þessu verið að sjóða útsæðið. Hækkun á skattprósentum skilar sér vel í reiknilíkunum enda endar með minni umsvifum og fækkun starfa. Það gildir það sama með þá sem reikna upp skattekjur og ímyndaðan hlutabréfahagnað að margur telur sig ríkan í Excel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ég

Ég á enn eftir að sjá röksemdirnar við Evrópusambandið reiknaðar, þ.e. hversu mikið opnun Evrópumarkaða þýðir fyrir íslenskan útflutning. Gjaldmiðilsmálin eru vissulega röksemd, en mér finnst við ekki hafa kannað til hlítar að taka upp einhliða nýjan gjaldmiðil. Færir það okkur ekki megnið af þessum áætlaða ESB stöðugleika? Hvar er sú umræða? Mér finnst stundum eins og Evrópusambandið sé blautur draumur bjúrókrata dauðands .. draumur um að flytja erlendis með fjölskylduna og lifa á spenanum að eilífu.

Ég, 16.7.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi

Það hefur komið fram hjá ESB að það komi ekki til greina að taka upp viðræður um Evruna eingöngu. Hvernig stendur á því að fólk skilur það ekki. Þeir vilja allt og gleypa okkur og auðlindirnar okkar.

Af tvennu illu þá myndi ég frekar huga að dollaranum og halda sjálfstæðinu. Hvernig líst þér á að taka upp dollara ef með þarf.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Einar Karl

Skattahækkanirnar eru nú ekki með öllu gagnslausar. Eða keyrir þú kannski sjaldnar í bæinn, nú eftir seinustu skattahækkun á bensín?

Einar Karl, 17.7.2009 kl. 08:28

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Afskaplega líklegt að við fáum ,,góða og vinsamlega meðferð og umfjöllun, þegar Svíar eru í forsæti

Ha HA  Ha HA HA

þetta var á Eyjunni

Innlent - fimmtudagur, 16. júlí, 2009 - 10:29

Financial Times: Bretar og Hollendingar koma í veg fyrir ESB-aðild Íslands verði Icesave fellt

esb2.jpgSérfræðingar sem breska stórblaðið Financial Times hefur rætt við spá því að Bretar og Hollendingar muni koma í veg fyrir að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu ef Alþingi fellir ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu.

Þetta kemur fram í blaðinu í dag.

Financial Times fjallar um umræðurnar á Alþingi og í þjóðfélaginu um ESB og Icesave. Það vitnar í Svein Harald Oygard seðlabankastjóra sem segir að þjóðin geti staðið undir skuldabyrði Icesave, en segir að efasemdir séu um það meðal almennings.

Fleiri erlendir fjölmiðlar og fréttastofur fjalla um stöðu mála á Íslandi í dag, svo sem Wall Street Journal, BBC, Deutsche Welle og Reuters.

Svo segja fíflin í Samfó, að við fáum að ráða einhverju um okkar stefnu í mikilvægum málum innan Klúbbsins.

Iss við fáum kanske að fara í að þurrka af borðunum eftir fundi.

Skyldi Solla ekkert hafa geta lært af sneypuferðunum öllum við öflun  ,,STUÐNINGS" við  kosningu okkar í Öryggisráðið??

Mibbó

telur þetta vera sóun fjámuna.

Bjarni Kjartansson, 17.7.2009 kl. 08:33

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

LOL. brátt koma bóm í haga, ESB setur allar reglur um Evruaðild til hliðar og við fáum hana á mettíma, ESB samþykkir einnig að setja allar reglum um ERM II til hliðar og styðja strax áður en aðild er formlega gengin um garð krónuna. ESB, er svo áhugasamt um aðild Íslands, að þ.e. til í að 'bend over backwards' til að mæta öllum okkar óskum - varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ekkert mál.

Einhvern veginn, virðis sem Samfylking, sé alveg kominn út í buskanna, í bullinu sem lekur, ROFL.

Staðreyndin er sú, að ekker af því að ofan mun gerast:

  • engin stuðningur við krónu, fyrr en eftir að samningar eru um garð, hafa verið staðfestir af öllum aðildarþjóðum, og Íslandi líka - þá getum við sókt um aðild að ERM II - og einungis eftir að aðild að ERM II er formlega um garð gengin, fær krónan +/-15% vikmarka stuðning.
  • Þ.e. heildar-skuldir ríkisins, eru 2,5 þjóðarframleiðsla, mun upptaka Evru taka 15-20 ár, cirka.
  • menn gleyma því, hvað það þýðir, að Ísland er í EES, nefnilega það, að við erum þegar komin með þann hagnað, fyrir hagkerfið, sem aðild á að færa okku, að cirka 95%. Það eina stóra sem eftir er, er EVRAN. Fullyrðingar, um annann stóran hagnað, er kjaftæði.
  • "The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009" . Samkvæmt þessari skýrlsu, er áætlað að meðalhagvöxtur innan Evrusvæðisins, lækki niður í 0,7% af völdum kreppunnar, og verði á því reiki fyrsu ár eftir kreppu. 

    Potential Growth Stuctural unemployment Investment ratio as percentage of output

    2007  1,8%                   8,7%                                       8,7%

    2008  1,3%                  9,0%                                        9,0%

    2009  0,7%                 9,7%                                         9,7%

    2010  0,7%                10,2%                                        10,2%

Þeir telja að svokallað "lost decade" sé líklegasta útkoman, þ.e. lélegur hagvöxtur um nokkur ár, í kjölfar kreppu, þannig að kreppuárin + árin eftir kreppu, verði cirka áratugur. Þeir telja, að á endanum, muni þó hagkerfi Evrópu rétta úr sér, og ná eðilegum meðal-hagvexti. Þeir, setja þó fyrirvara við þá ályktun, að sú útkoma sé ekki örugg; þ.e.:

"Risks of a permanent downshift in potential growth should not be played down."

Hvers vegna, er ég að tönnslast á þessu? Ástæðan er sú, að væntingar um að umsóknarferli og síðan, aðild - muni redda okkur, eru fullkomlega óraunhæfar ef staðreyndir mála eru hafðar að leiðarljósi.

Höfum staðreyndir að leiðarljósi, þ.e. miðum ekki við ímyndaðar skýjaborgir.

Ég er ekki að segja, að aðild sé eitthver disaster, einungis að í því felst engin redding, engin afsláttur af þeirri vinnu úr erfiðleikum, sem við höfum frammi fyrir okkur.

Kv

Einar Björn Bjarnason, 17.7.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband