29.7.2009 | 12:23
Styrkir aðildarumsóknin gengið?
Því var haldið fram að umsókn um aðild að ESB myndi strax styrkja gengi krónunnar enda væri þá mörkuð stefna í gjaldeyrismálum. Krónan fengi því styrk af umsókninni. Nú hefur umsókn verið samþykkt af Alþingi, ríkisstjórn og verið tekin fyrir á methraða af ráðherranefnd ESB og samþykkt. Reyndar hefur þetta gerst svo hratt að Hollendingar jafnt sem ríkin á Balkanskaga hafa verið ósátt. Hvað þá Tyrkir sem enn bíða.
Það sem hefur hins vegar gerst er að gengið hefur frekar veikst og er nú veikara en nokkru sinni á þessu ári og er evran nú tíu krónum dýrari en í maí. Hvernig skýra menn þetta?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Skelfilegt mál frá upphafi. Landsbankinn ber hér frumábyrgð en jafnframt eftirlitsaðilar. Þetta verður að leysa en sú lausn sem nú er á borðinu er jafn slæm og upphaflegi vandinn og því ekki til þess fallin að hjálpa til. Það er virkilega sorglegt hvernig þetta mál hefur þróast en ég hef alla tíð haft miklar efasemdir um ábyrgð ríkissjóðs. Það þýðir lítið að stilla upp reiknisdæmi eins og Seðlabankinn gerir með dæmi sínu. Á endanum þarf gjaldeyri í að greiða skuldina og þrátt fyrir metafgang af vöruskiptum dugir það ekki til.
Eyþór Laxdal Arnalds, 29.7.2009 kl. 12:51
Að samþykkja Icesave styrkir ekki gengið Jón Frímann. Ekki heldur að bola Davíð úr Seðlabankanum - því miður hefur gengið sigið í öfuga átt síðan hann fór.
Við íslendingar eigum ekki að samþykkja ríkisábyrgð á skuldum sem útrásarvíkingar náðu að stofna til og við berum enga ábyrgð á !!
Sigurður Sigurðsson, 29.7.2009 kl. 13:03
Sæll Eyþór, miðað við allan áróður EB sinna hefði mátt ætla að þeir kæmu hlaupandi með gjaldeyrinn sinn og skiptu í krónur til að njóta ávaxta hækkunarinnar en ekkert gerist. Trúa þeir ekki eigin áróðri?
Sigurður Þórðarson, 29.7.2009 kl. 13:21
Jón Frímann. Innistæðutryggingarsjóðurinn er/var ekki/og verður ekki með ríkisábyrgð. Það má að ýmsu finna hjá FME í útfærlsu eftirlits, en jafnvel slakt eftirlit skellir ekki ríkisábyrgð á þetta.
Sá gjörningur, sem að líkindum var afleikur, var full trygging á íslenskum innistæðum. Leiðin sem J.P. Morgan lagði til hefði verið um flest snyrtilegri og ódýrari.
Það leikur enginn vafi á því að mistök hafi verið gerð, sum ófyrirséð önnur sökum hreinna mistaka.
En með sömu rökum ættu bretar að hundelta bandarískan almenning sökum hundruði milljarða sem hurfu í koffort Lehman bræðra frá Bretlandi, rétt fyrir hrun Lehmann. Finnst ykkur það ekkert merkilegt að bretland beini ekki reiði sinni þangað ?
En burtséð frá viðurkenningu á því hvort við eigum að borga eða ekki....IceSave samningurinn er hreinlega svo lélegur og svo illa að samningum staðið að það er þjóðinni stórhættulegt að samþykkja hann. Svo má deila um það hvort við semjum að nýju eða ekki.
Haraldur Baldursson, 29.7.2009 kl. 15:09
Einu skilaboðin sem send væru til umheimsins með því að gangast undir Icesave-skuldafangelsið væru þau að við létum vaða yfir okkur.
Icesave-skuldafangelsið er í þágu Evrópusambandsins á kostnað íslenzku þjóðarinnar og fyrir vikið styðja sanntrúaðir Evrópusambandssinnar það að sjálfsögðu heilshugar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.7.2009 kl. 15:36
Þess utan, ríkisábyrgð getur ekki komið til nema Alþingi samþykki hana. Rétt eins og þegar til stóð að veita Íslenskri erfðagreiningu ríkisábyrgð á sínum tíma, það var ekki nóg að ríkisstjórnin samþykkti hana, samþykki Alþingis þurfti til. Alþingi hefur skemmst frá að segja ALDREI veitt slíka ríkisábyrgð vegna Tryggingasjóðs innistæðueigenda.
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.7.2009 kl. 15:46
Það þarf að frysta eignir og rétta í málum þeirra seku fyrst. Að sjálfsögðu Björgólfsfeðgum fyrst og fremst síðan öllum hinum meðreiðarsveinum, svo sem stjórnmálamönnum - sem brugðust skildum sínum og embættismönnum ! Þjóðin er saklaus !
Vestarr Lúðvíksson, 29.7.2009 kl. 15:56
Enda er það alveg á hreinu Hjörtur, að þeir berðust ekki um á hæl og hnakka til að fá samþykki Alþingis, ef ríkisábyrðgin hefði verið fyrir hendi til að byrja með.
Sigríður Jósefsdóttir, 29.7.2009 kl. 16:18
Sælir.
Blanda mér hér inn þar sem rætt er um Icesave.
Icesave.
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor mun vera sá lögspekingur á Íslandi sem þekkir reglur og lög Evrópusambandssins/EES hvað best. Hann ásamt öðrum góðum lögmanni, Lárusi Blöndal hrl., hefur skrifað einar 5 greinar þar sem þeir rekja það hverjar skuldbindingar eru í lögum og reglum um bankastarfsemi á þessu svæði og bankarnir störfuðu eftir undir árvökulu auga ráðherra bankamála honum Björvini .
Þeir hafa lagt fram skír rök fyrir því að engin skuldbinding er á íslenska skattgreiðendur umfram það sem er til í innistæðutryggingasjóðnum. Það gildir jafnvel þó að í ljós kæmi að bankarnir hefðu vanrækt að greiða sinn hlut í sjóðinn.
Sömuleiðis komast þeir með lagarökum sínum að því að þó svo að hér hafi verið ákveðið að við greiddum úr sjóðum skattgreiðenda til að bæta íslenskum innistæðueigendum upp í topp innistæður sínar, gerir okkur ekki heldur skuldbundna við þá bresku eða hollensku.
Rök þeirra hefur enginn hrakið með neinum lögskýringum. Það eina sem hefur heyrst gegn þeim eru upphrópanir slagorðasmiða.
Þetta segir okkur að við getum róleg farið að ráðum Davíðs Oddssonar frá því í upphafi, að við, skattgreiðendur, eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna í útlöndum sem þeir stofnuðu til í gegn um einkafyrirtæki sín.
Þeir sem telja sig eiga kröfu á íslenska skattgreiðendur sækja auðvitað þá kröfu sína í gegn um dómstóla. Það er lögvarinn réttur þeirra eins og kemur fram í grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson dómari skrifaði á dögunum í Morgunblaðið.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.7.2009 kl. 17:27
Í sambandi við icesave of ábyrgð ríkis þar að lútandi - þá skal fólk lesa álit breta og holendinga um skuldbindingar íslands sem voru lögð fyrir gerðadóm í kjölfar ECOFIN fundar. (sérstaklega breska álitið sem er ítarlegt, fyrri linkur)
http://www.island.is/media/frettir/28.pdf
http://www.island.is/media/frettir/27.pdf
Svo er einhver umræða hérna uppi um að vera með orðhengilshátt og afar langsótta en jafnframt mjög einfeldingslega króka - og ætla með slíkt fyrir dóm á móti alveg borðleggjandi gögnum og uppbyggingu englendinga !
Eg verð bara að segja, að ég á varla orð að íslenskum stjórnvöldum hafi dottið slíkt í hug (enda áttuðu þau sig fljótt og snardrógu sig til baka úr gerðardómi.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.7.2009 kl. 20:23
Landsbankinn ber hér frumábyrgð en jafnframt eftirlitsaðilar segir bloggari síðunnar. Umrætt Landsbankafyrirtæki (national bank of iceland) er nú ekki til lengur nema hjá skiptastjórum og eftirlitið er á eigin ábyrgð en ekki ríkisins? Hvernig á að snúa sig útúr þessu fokkings fokki spyrja góðir sjálfstæðismenn sig núna. Alveg sama hvernig við förum að því, þó við verðum að framleiða eigin bensín til að komast yfir Hellisheiðina í vetur vegna lausafjárskorts þá skulum við ekki semja. Þó að við fáum ekki eina kartöflu úr Þykkvabænun getum við alltaf tínt saman söl og þurrkað í viðbit. Við skulum komast í gegnum þetta þó það sé óskynsamlegt að hafna samningum við Breta og Hollendinga. Við munum skrifa Íslandssöguna upp á nýtt (með fyrirvara). sögu sigurvegaranna sem þóttust vera fórnarlömb fórnarlömb.
Gísli Ingvarsson, 29.7.2009 kl. 22:58
Ómar : Þú ættir að lesa greinar lögspekinganna áður en þú tekur orð bretanna eins og nýju neti. Hér er smáræði handa þér þangað til :
Júlíus Björnsson
16.7.2009 | 01:45
Hvert var svar EU við einkabankavæðíngu 1994?
Hversvegna ríkið ber ekki ábyrgð á innstæðum innlánara í fjármálastofnunum Meðlimaríkja EU eða aðildarríkja að EU efnahagsvæðinu? Tilskipun EU frá um 1994 svarar undir hvaða kringumstæðum ríkinu ber slíkt ekki með Málsgrein tveggja "conditional" [skilyrði, aðstæður] setninga, sem hefjast á þar eð [= þar sem] og úr því að [= fyrst].
Bein þýðing tekið tillit til setningafræði og lögfræði merkinga er að kröfu réttaríkisins Franska vel skilgreind og auðskiljanleg málsgrein:
Samanber franska lagatextann:
Hver er ábyrgur á meintri þýðingu sem fylgir er stór spurning í ljós þess misskilnings hún hefur leitt til hjá miður lærðum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.7.2009 kl. 23:27
Gengi krónunnar styrkist ef lánafyrirgreiðslan síðan 1995 heldur áfram. EU lét Íslendinga njóta þess að EFTA gerði tvíhliðasamning um eflt samstarf nágranaríkja með óbeinu markmið að ganga inn 2011. Kaupakrónur fyrir evrur er annað orð fyrir það. Það kostaði peninga, gera Ríkissjóð skuldlausan á pappírunum með gervi einkavæðingu og aðrar stjórnsýslubreytingar og taka þátt í útvíkannarverkefnum í austur EU. Sá heldur sem á veldur. Það er engin alþjóða viðskipta eða fjármálhefð á Íslandi. Hinsvegar er undlægju hefð frá nýlendutímanum rík hjá stórum hluta. Þetta vita leyniþjónustur landanna.
Króna styrkist ef útlit er fyrir hærri þjóðartekjur á haus, ef um eðlilega hækkun er að ræða. IMF og CIA búst við 10% verðbólgu minnst út 2010. Hver dregur það í efa? Ríkisstjórn Íslands kannski en ekki ábyrgir fjárfestar. Fjárfestar einbeita sér að Indlandi og Kína. EU var númer í fyrra af risunum og USA og Kína til að halda valda jafnvægi vinna saman að koma henni í sæti 3. Þjóðverjar vor í sæti 1 . EU í fyrra og við sjáum hvernig staðan er hjá þeim þegar USA minkaði viðskiptin. Hátt hreykir heimskur sér. Viðskiptafræðin er sú sama í grunninum og síðustu 2000 ár. Hermanna genin í EU elítunni hafa aldrei vikið frá föðurarfleiðinni. Balance. Íslendingar hafa engan aga og sjá ekki fram fyrir naflan sér.
Það kostar sitt að taka lán til að endurreisa að fullu svika fjármálakerfi sem var byggt á anda eflissamtarfs EU við nágranna ríki. Það er nóg til að veikja krónuna. Við áttum að taka lán til byggja upp ný og gera gjaldþrota þau gömlu of skuldsettu fyrirtæki sem tengjast útflutning. Launakostnaðurinn á Íslandi er ekki nema í mesta lagi 40% af heildarþjóðartekjum. Skattar og vextir teknir í burt. Kostnaður við neyslu og húsnæði.
Það eru margir lykilaðilar hér á land sem vissu hvað gæti fylgt efldu samstarfi 1995. Ég skora á fólk að kynna sér þann hlut regluverksins eða lagasafnsins sem ekki hefur tekið upp hér. Þar koma skýringar á hegðun EU í dag. Fréttirnar eru eintómur EU áróður. Þetta er skrifræði með fámenna yfirMiðstýringu [fáa en sterka heila] vinnur eins og her. Lagarammarnir skýrir. New-sósíalismi með mauraskipulagi.
Lög er aftur virk og Seðlabankinn á bara að tryggja að vaxtamunur sé nægur til bankarnir verði ekki uppiskroppa með reiðufé af þeim sökum. Ríkistjórnin getur verið ábyrg fyrir einkabönkum í þeim tilfellum að hún kippir undan þeim fótum til dæmis með að leggja niður atvinnugreinar, setja stór landsvæði bænda undir vatn. Fjármála eftirlit ber ábyrgð á því sé allt í lagi. Ef það getur ekki rækt skyldur sínar vegna fjárskorts þá lýsa ábyrgir því yfir formlega og ítrekað til að fyrra sig ábyrgð svo geta þeir sagt upp af hollustu við föðurlandið. Alþjóðalega glæpastarfsemi er leyst í samvinnu við alla þá sem sváfu á verðum. Loka lánalínum verða fylgja betri rök en einkabankar séu of stórir. Þeir eru ekkert of stórir á markasvæði EU. Ábyrgð lándrottna bankanna er mikil. Hámarkstæðin er ekki lögbundinn í EU.
Júlíus Björnsson, 30.7.2009 kl. 11:00
Gott fólk, við þurfum að hugsa þetta í samhengi, við heildar erlenda skuldastöðu þjóðarinnar. þá, hvaða afleiðingar, hefur það, t.d. á gengið, að beita þeim aðferðum, til að borga af skuldasúpunni, sem standa til boða:
Hægt er að auka innlendar tekjur ríkissjóðs beint, með hækkun skatta, og með því að auka hagvöxt.
Hin aðferðin er að framkalla afgang af gjaldeyrisjöfnuði, sem væri nægilegur til að borga af hinum erlendu lánum.
Kosturinn, við þá aðferð er sú, að verðgildi krónu fellur ekki. En, á hinn bóginn er nær ómögulegt, að viðhalda svo háum afgangi sem þarf, þ.e. á bilinu rúmlega 20% - rúmlega 30%.
Ég átta mig ekki alveg á, hvernig á að leysa þennan vítahring, þ.s. hið vanalega er, að halli á gjaldeyrisjöfnuði, verður sífellt meiri eftir því sem hagvöxtur eykst og þörf er á miklum hagvexti. Gengi krónu yfirleitt styrkist einnig, í hagvaxtarástandi, sem hvetur til innflutnings.
Annaðhvort stefnum við á stjórnlausa óðaverðbólgu, sbr. Þýskaland 3. áratugarins sem þá var einnig að glíma við mjög hár gjaldeyrislán, eða að einfaldlega að íta skuldunum stöðugt á undan okkur. Sú leið, er einnig leið þjóðhagslegs gjaldþrots.
En, er ekki hægt að halda krónunni einfaldlega svo lágri, að þetta reddist?
Ef á að viðhalda einhvers konar viðvarandi lággengi krónu, eins og bent hefur verið á sem hugsanlega lausn, þá myndi það hafa mjög lamandi áhrif á alla innlenda starfsemi, og um leið skaða hagvöxt og einnig almennt atvinnustig. Þá erum við að tala um viðvarandi ástand, lágs hagvaxtar og lágs atvinnustigs, og um leið lélegra lífskjara. Menn meiga ekki gleyma, að ef lífskjör verða um langt árabil, mjög mikið skert, í því skyni að tryggja nægilegann gjaldeyrisafgang - aðferðin að tryggja hann með því að fólk hafi ekki efni á að flytja inn eða fjárfesta - þá má búast við fólksflótta úr landinu og stöðugu tapi hæfileikaríkra einstaklinga til útlanda.
Áttið ykkur á, að við erum að tala um 10 - 15 ár. Hver ykkar myndi ekki flytja úr landi, við slíka framtíðarsýn?
Athugið einnig, að þ.e. með engu móti augljóst, að með þeim hætti verði hægt að standa undir skuldum. Það er alveg eins líklegt, að þetta verði reynt um nokkurt árabil, en án þess að það takist að borga niður skuldasúpuna, þannig að hrun komi einfaldlega seinna.
Niðurstaða:
Við verðum að leita nauðasamninga við lánadrottna okkar. Ég get ekki séð annað, en það sé sennilega skásta leiðin að reyna að fá niðurfellingu skulda að hluta. Sannarlega, eru skuldunautar ekki áhugasamir um slíkt, en þ.e. betra fyrir þá að fá borgað minna heldur en ekkert. Skuldir okkar eru einfaldlega það háar að þjóðfélagslegur kostnaður Íslendinga, við það að streytast við að borga þær, verður einfaldlega of hár. Við getum staðið frammi fyrir alvarlegasta fólksflótta vanda úr landinu, síðan á árunum milli 1880 og 1890.
Lággengi krónunnar, virðist mér vera alveg óumflýjanlegur hluti, af þessu dæmi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.7.2009 kl. 11:35
Hér eru flestir að ræða um Icesave enda hluti af heildarmyndinni.
Það sem ég vildi hins vegar benda á er að umsóknin hefur ekkert gert til að styrkja gengið - öfugt við það sem sagt hefur verið - og hefur krónan frekar gefið eftir. Sú blekking að halda að umsókn um ESB bjargi okkur er helst til þess fallin að beina athyglinni frá heimavandum.
Eyþór Laxdal Arnalds, 30.7.2009 kl. 13:34
Atvinnuleysi er komið niður í það sem var 1980 í Danmörku og vex? Hvert á svo kallur mannauður á ný-íslenska mælikvarða sem kann ekki brotareikning að fara? Þeir sem er að fara frá landinu er flest líkamlegir afkasta hestar og iðnaðarmenn.
Júlíus Björnsson, 30.7.2009 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.