Er krónan að styrkjast?

Eftir mikla veikingu á fyrri hluta ársins (um -10%). Nú er Eyjólfur að hressast og stendur evran í 179 krónum í morgun og dalurinn kominn undir 125 krónur. 

Háar upphæðir hafa safnast fyrir í bönkunum ekki síst í erlendum gjaldeyri. Vera kann að þetta hafi áhrif. 

Vonandi er þetta raunveruleg styrking. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef við stöndum fast á okkar sem þjóð þá styrkist króan

Jón Snæbjörnsson, 28.8.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt held ekki að þetta sé rauverulegt bara um stuldarsakir/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.8.2009 kl. 13:20

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veit ekki en það má vona það. Góða helgi og kveðja til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2009 kl. 13:29

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott hjá þér Eyþór að lauma inn einhverju sem getur verið jákvætt. Vona að þetta sé ekki bóla.

Finnur Bárðarson, 28.8.2009 kl. 14:19

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Auðvitað mun krónan styrkjast á næstu vikum og mánuðum. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst að peningar og gjaldeyrir hafa safnast upp í bönkunum, en ekki síður að gengið hefur verið frá Icesave samningunum og sótt hefur verið um aðild að ESB. Þessu til viðbótar er næstum ár liðið frá hruninu og Íslendingum og Útlendingum er ljóst að Ísland fór ekki á hausinn og að við munum ná okkur upp úr þessu áfalli, líkt og við höfum náð okkur upp úr fyrri áföllum.

Aðalatriðið er að framleiða meira og flytja meira út, laga þann halla sem er á ríkisfjárlögum með því að gangast í hagræðingaraðgerðir hjá hinu opinbera - ekki launalækkanir opinberra starfsmanna. Hægt er að lækka kostnað hjá hinum opinbera - sveitarfélögum og ríkinu - um 5-10% með kerfisbreytingum, t.d. sameiningum sveitarfélaga, sameiningum og þar með fækkunum stofnana, t.d. heilbrigðisstofnana og háskóla.

Nú er tími til þess að alvöru leiðtogar taki til hendinni og framkvæmi það sem allir eru að hugsa en enginn þorir að gera! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.8.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Krónan er ekki að styrkjast. þessi styrking nú er vegna mikkilla inngripa seðlabankans í dag þetta ber upp á sama tíma og þingið er að samþykkja icesave. Þetta lítur út eins og Már vinni eftir fyrirskipunum frá Jóhönnu ?

Guðmundur Jónsson, 28.8.2009 kl. 22:45

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir með Guðmundi, hann hittir naglann á höfuðið.

Ragnhildur Kolka, 30.8.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband