Svona gerast kaupin á (bresku) eyrinni...

Sagt er frá því í Times í dag að það hafi verið olíuhagsmunir sem réðu því að dæmdur hryðjuverkamaður var látinn laus af bresku ríkisstjórninni. Um er að ræða eina manninn sem dæmdur hefur verið vegna Lockerbie fjöldamorðanna.

Þetta er sama breska ríkisstjórnin og beitti hryðjuverkalögum á Ísland.

Finnst engum þetta öfugsnúið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hún sleppti hreðjartakinu um leið og félagi Svavar skrifaði undir Æsseif og bauð uppá kampavín.

Sigurður Þórðarson, 30.8.2009 kl. 22:09

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Jú þetta er öfugsnúið og allt hið undarlegasta mál. Margir létust í þessu hræðilega flugslysi.

Ég vona að Guð grípi inní og hjálpi okkur undan ægivaldi Breta og Hollendinga.

Við eigum ekki að borga skuldir einkaaðila nema þá kannski að hluta til. Alls ekki allan reikninginn eins og ríkisstjórn Jóhönnu vill. Skil ekki hvað er þar á bak við. Það er örugglega ekkert fagurt.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.8.2009 kl. 23:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hegðun breska heimsveldisins á alþjóðavettvangi hefur alltaf verið öfugsnúin.

Vissuð þið hver er langstærsti landeigandi í heiminum? Það er Bretadrottning, en hún er skráður eigandi 6.600 milljónir ekra landsvæðis, sem þekur u.þ.b. 1/6 af yfirborði jarðarinnar á þurrlendi. Til samanburðar þá er næststærsti landeigandinn rússneska ríkið með (aðeins) 4.219 milljón ekrur.

Drottningin er eini einstaklingurinn sem á heilu löndin, þar á meðal Kanada sem er næststærsta landið í heiminum, Ástralíu sem er það 7. stærsta, Nýja Sjáland, Bretland auðvitað og ótalmörg önnur smærri ríki t.d. nokkur skattaskjól á borð við Bresku Jómfrúareyjar og þar á meðal hina alræmdu Tortola eyju.

Þessar eignir Elísabetar II gera hana sjálkrafa að ríkustu manneskju í heiminum. Það er reyndar afar lítill markaður fyrir lönd af þessari stærðargráðu þannig að marktækt verðmat er nokkrum vandkvæðum bundið. Sé hinsvegar miðað við þau fáu þekktu dæmi sem til eru um slíkt (t.d. Alaska og Lousiana sem Bandaríkin keyptu af Rússum og Frökkum) þá er þetta áætlað um £17,600,000,000,000 eða 17,6 trilljónir punda. Á gengi dagsins hjá Seðlabanka Íslands jafngildir það 3,6 kvadrilljónum króna, sem er 3200 sinnum hærri upphæð en allur efnahagsreikningur bankans.

Halda menn svo að IceSave skipti einhverju máli peninganna vegna? Nei, þetta snýst um landvinninga og aðgang að auðlindum, en þar skiptir olían höfuðmáli því það er hún sem knýr stríðsvélarnar sem nauðsynlegar eru til að viðhalda svona heimsveldi. Verðmæti olíunnar á Drekasvæðinu í landhelgi Íslands hefur verið áætlað um 100 trilljónir króna, og þá fyrst erum við að tala um eitthvað sem hugsanlega gæti skipt máli fyrir breska heimsveldið.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2009 kl. 02:40

4 Smámynd: Álfdís Eir

Mikið rosalega eru menn ruglaðir Guðmundur. Það segir sig sjálft að ef finnst olía á  drekasvæðinu að andvirði 100 triljónir króna þá verður lítið mál að verða við beiðni Breta um hjálp við greiðslu Icesave skuldarinnar. Í því tilfelli hafa þeir ekkert tak á okkur og geta ekki staðið í landvinningum á Íslandi.

Einnig þykir okkur sem búum í raunveruleikanum útreikningar þínir um eignir bretadrottningar frekar marklitlir því það er nú bara þannig að það er voðalega erfitt að ætla að meta óseljanlega eign til fjár. Sem er einmitt eitt af því sem útrásarvíkingarnir komust að við hrunið.

Álfdís Eir, 31.8.2009 kl. 08:28

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

tek undir með Sigurði Þórðar hér að ofan

Jón Snæbjörnsson, 31.8.2009 kl. 09:03

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Álfdís: Ef markmiðið með aðgerðum Breta gegn íslenskum bönkum og ríkisstjórninni í framhaldi af því er að knésetja íslensku þjóðina, þá er einmitt möguleiki að það sé í þeim tilgangi að grafa undan stöðu okkar þannig að í framtíðinni verði auðveldara að ná af okkur olíu, eða þá að hræða okkur inn í ESB til að fá aðgang að fiskimiðum og öðrum auðlindum. Ég er ekki að fullyrða að svo sé heldur er þetta aðeins tilgáta. 'Við sem búum í raunveruleikanum' gerum okkur grein fyrir að það er einmitt þannig sem breska heimsveldið hagar, og að loka augunum fyrir því er barnaskapur.

Varðandi útreikninga á landareignum Bretadrottningar, þá eru þeir ekki mínir heldur úr bókinni 'Who Owns the World' eftir Kevin Cahill og eru svo sannarlega settir fram með þeim fyrirvörum sem þú nefnir, að það sé lítill markaður fyrir slíkar eignir. Last þú eitthvað annað út úr þessu í þínum veruleika Álfdís? Ef svo er þá bið ég að heilsa þangað.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2009 kl. 09:44

7 Smámynd: Renata Sigurbergsdóttir Blöndal

Sæll Eyþór.

Ég heiti Renata og er 3. árs nemi í véla- og iðnaðarverkfræði í HÍ. Mig langar að gera verkefni um álþynnuverksmiðjuna á Akureyri. Þetta yrði einstaklingsritgerð í kúrsinum verkefnastjórnun I. Ég fann engar upplýsingar á netinu, hvorki heimasíðu né símanúmer svo ég ákvað að reyna að hafa samband við þig hér og spyrja þig hvernig væri best að snúa sér í þessu? Vonandi getur þú hjálpað mér.

Kkv. Renata

Renata Sigurbergsdóttir Blöndal, 31.8.2009 kl. 13:19

8 Smámynd: Arthur Páll Þorsteinsson

Ægilega geta menn farið í kringum sannleikann með alla hluti .

Öfgafullt fólk með ofsóknarbrjálæði, svo ekki sé nú meira sagt.

Hvað er að gerast með Hitaveitu Suðurnesja ,hverjir eru á bak við sölu á veitunni og nýtingarréti til 65-130 ára.

Svo þykjast menn hafa áhyggjur af eignarhaldi útlendinga á fiskinum í sjónum.

Manni verður bara óglatt.

Með kveðju Arthur

Arthur Páll Þorsteinsson, 31.8.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband