Animal spirits -hjarðhegðunarheilkennið

Greiningardeildir og fjölmiðlar kepptust við að spá áframhaldandi hækkun hlutabréfaverðs og aukningu kaupmáttar. Þegar uppsveiflan var sem mest var bjartsýnin mest. Nú þegar kreppir að keppast sömu aðilar um að vera sem svartsýnastir.

Í raun er þörf fyrir alveg annars konar sýn: Varúð í uppgangi og bjarstýni í svartnættinu. 

Framtíðin er óljós og vel getur kreppan dýpkað ef skattar hækka og skuldir vaxa áfram í verðbólgu. Hitt er annað mál að okkur er sem þjóð í sjálfsvald sett hvort við reynum að vinna okkur út úr vandanum eða ekki. Ef fjárfesting er lítil og heimilin skuld- og skattsett er lítil von. En ef framleiðsla og framleiðni eykst höfum við alla burði í okkar gósenlandi til að reisa okkur við. 

Greiningardeildir og fjölmiðlar ættu að sýna meiri styrk í uppgangi og niðursveiflu og stjórnast ekki um of af hjarðhegðun. Animal spirits kallaði Keynes þessa tilhneigingu en hana má líka kalla extraordinary popular delusions and the madness of crowds. 


mbl.is Spá kreppu hér næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Vandamálið fyrir mér í þessu máli er að ég trúi hvorugum þessara aðila. Seðlabankinn og greiningardeildir bankana kynntu okkur og drógu upp svo ranga mynd af raunveruleikanum í aðdraganda hrunsins að það er ekki nokkur von til þess að þetta sama fólk sé líklegt til þess að draga upp rétta mynd af því sem mun gerast hér á næstunni.

Eins spurningin í mínum huga er, af hverju er verið að eyða skattpeningum almennings í það að ríkisbankarnir eru enn að halda úti þessum greiningardeildum sínum? Ef eitthvað á að leggja niður í mínum huga vegna sparnaðar í ríkisrekstrinum þá eru það þessar geiningardeildir. Trúverðugleiki þeirra er engin.

Við getum víst ekki lagt niður Seðlabankann en þessum greiningardeildum á að loka. Nær væri að taka það fé sem ríkið er að verja í að halda þessum greiningardeildum bankana opnum og nota það til þess að setja upp Þjóðhagsstofnun á ný með nýju fólki þannig að hér á landi kæmi óháð greiningardeild sem hægt væri að hafa einhverja trú á.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.9.2009 kl. 12:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég trúi bókstaflega engum núorðið.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Asdís ekki einu sinni á Guð/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.9.2009 kl. 15:57

4 identicon

og hér hélt ég að Eyþór meðhjálpari væri að átta sig á að hann sjálfur er "spiritual" hjarðdýr sem hleypur á eftir ímynduðum heybagga... extra súpermega popular delusion on supernatural steroids ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 18:21

5 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Keynes hitti naglann á höfuðið, en það sem gerir þessa hegðan öfgakenndari nú en á tímum Keynes, eru svokallaðir fjölmiðlar, og aðilar sem þekkja hópsefjun og múgæsingu (á góðri íslensku sauðhegðan) og notfæra sér.

Kreppur eru skapaðar af mönnum en eru ekki náttúrufyrirbæri. Sömuleiðis eru verðmæti hlutabréfa afstæð og algerlega huglæg og háð áliti "markaðarins" og trausti. Kreppur eru afleiðing sauðhegðunarinnar og orsök kreppunnar er að leita í leikstjórn (e. manipulation) aðila sem eru að efla eigin hag og völd.

Kerfið er hannað svona Eyþór, á að vera svona og þú styður það.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 9.9.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband