Ferð til fjár?

Nú er búið að leggja inn umsókn inn í ESB og mikil vinna framundan að svara spurningum þess. Engu líkara er en að það sé keyrt á ESB sem heildarlausn Íslands og ekki sé neitt B-plan. Afar litlar líkur eru samt sem áður á að viðunandi samningar náist og innganga eigi sér stað. Á sama tíma er ástandið á Íslandi alvarlegt; atvinnuleysi mikið, verðbólga viðvarandi og skuldsetning gríðarleg.

Í þessari stöðu hefði ég talið nauðsynlegt að skoða leiðir sem ekki kunni að vera blindgata. 


mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Blessuð vinstri stjórnin sem menn voru svo harðir á að koma á hefur spjöld fyrir sínum augum. Það skiptir ekki nokkru máli hvað þjóðin vill, landið skal í ESB og ekkert rugl.

Byltingin étur börnin sín, eða hvað?

Heimir Tómasson, 15.9.2009 kl. 18:44

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Við höfum B áætlun, höfum reyndar unnið eftir henni lengst af síðan þjóðin öðlaðist fullveldi, það er að vera fullgildir meðlimir allrar heimsbyggðarinnar án þess að að afsala fullveldinu til einstakra ríkjabandalaga.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 18.9.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband