Af "nýfrjálshyggju" síðustu 10 ára

Mikið hefur rætt um "nýfrjálshyggjuna" á Íslandi. Ókunnugir mættu ætla að hér væru skólagjöld há, heilsugæsla fyrir útvalda og lítið sem ekkert um vaxtabætur, tryggingarbætur, barnabætur og önnur félagsleg útgjöld. 

Til að skoða tölur er gott að lesa yfirlit fjármálaráðuneytisins frá því í febrúar þar sem útgjöld til velferðamála eru skoðuð frá 1999 til 2009. Þar kemur  fram að útgjöld til velferðarmála hafa aukist um 79% að raungildi á þessum tíu árum. Ekki er það allskostar í samræmi við meinta "nýfrjálshyggju". 

Mæli með að þú lesir þetta

 

 

 

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/vefrit/Vefrit_fjarmalaraduneytisins_12._februar_2009.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er kominn tími til að kveða niður þetta hugtak; nýfrjálshyggja. Það á ekki að láta vinstrimönnum eftir að klína þessu sí og æ upp á frjálshyggju  Sjálfstæðisflokksins. Og síst á að taka undir þetta hugmyndaflakk. Nýfrjálshyggja (neoconservatism) á rætu í hugmyndafræði kaldastríðsáranna og byggir á andstöðu, jafnvel herskárri andstöðu við kommúnismann.

Ragnhildur Kolka, 3.10.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sammála Ragnhildi. Þetta var og heitir Thatcherismi sem hefur stjórnað för á Íslandi undanfarin einn og hálfan áratug.

Það eru bara Tahtcheristar sem láta sér detta í hug að einkavæða almannaþjónustu og færa með því einkafyrirtækjum einokunaraðstöðu eins og var t.d gert þegar dreifikerfi símans var selt einkaaðilum. 

Þetta er svipað og að selja einkaaðilum allar skólplagnir í Reykjavík og leyfa þeim síðan að innheimta notendagjöld eins og þeim þóknast. Segja síðan, ef menn er ekki sáttir við þessi skólpgjöld, þá skalt þú bara skipta við annan þjónustuaðila.

Og hver annar ætlað að fara að leggja nýtt klóakkerfi um alla Reykjavik?

Bretar eiga langt í land með að ná sér eftir tjón Thatcher tímabilsins þar.

Verkefni dagsins í dag á Íslandi er að enda Thatchertímabilið hér.

Verkefni næsta átatuginn er síðan að bæta upp það tjón sem þetta tímabil hefur valdið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.10.2009 kl. 00:53

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það afmáir enginn skilgreind hugtök - þau hafa ævarndi merkingu þó stuðningur við hugmyndir þeirra fjari út og hverfi og enginn vilji lengur gangast við þeim — sem er eðlilegt þegar talað er um ný-frjálshyggju [neoliberalism] Sjálfstæðisflokksins og Hannesarar Hólsteins og Davíðs. — Stuðningsmenn þeirrar hugmyndafræði hljóta að skammast sín í dag.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.10.2009 kl. 01:06

4 identicon

Til hvers að festast í einhverjum hugtakaleikjum þegar staðreyndin er borðliggjandi. Það fór eitthvað úrskeiðis og það þarf að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Hvort menn kalli það neokommúnisma eða neolibertarianisma breytir litlu.

Regluverkið kom að mestu frá Brussel og það ber að skoða með gagnrýnum augum.

Það gengur ekki að fara endalaust í flokkabaráttu þegar almenningur þarf þjóðlega sameiningu en ekki sundrung.

Það má vel vera að hinn og þessi sé verri en allir hinir en það breytir voða litlu.

Í gær voru einhverjir sem orsökuðu bankahrun, seldu orkuauðlindir á brunaútsölu, en í dag eru aðrir að varpa þúsundum milljarða skuldum óreiðumanna á saklaust fólk. Hvort er siðlausara skal ég ekki segja.

Vandamál okkar Íslendinga er mikið en það er enn von, svo lengi sem við höfum enn vald yfir okkar löggjöf getum við ráðið okkur sjálf.

Viðar Helgi Guðjohnsen (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 02:14

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það mun hafa tekið svona 10 ára aðdraganda að uppfylla skilyrði fyrir nágrannaaðild að EU 1994 með upptöku regluverks og ávinning í framhaldi formsatriðinu Fullgildur Meðlimur innri efnahagslögsögu samkeppni fullvinnslu og tæki.

Eitthvað þurfti að kenna þjóðfélagsbreytingarnar : ný-fjálshyggja eða new-sosialism kölluðust breytingarnar í  EU eftir Maastricht í USA. Sígild frjálshyggja um virka og heiðarlega samkeppni þar sem fjöldinn er hafður að leiðar ljósi má segja að hafi dáið út um 1994 nema kannski fasteignamarkaðurinn.      

Samfélagsþjónusta átti að vera öllu sú þjónusta þar sem beint hagræði fékkst af stærðinni, þjónusta m.a. við útflutningsframleiðsluna eða viðgerðakostnaður og undirbúningskostnaður á launþegum. Vinna þar sem 10% botnfallinu því afkasta minnsta var gert kleyft að sleppa við atvinnuleysisbætur.  Einstaklingurinn í fyrirrúmi og jöfn tækifæri. Trúinn á reisn mannsins almennt.  

Júlíus Björnsson, 4.10.2009 kl. 03:26

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Vá hvað þú ert "stikk frí" og flottur '

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.10.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband