Allt tekið með í reikninginn?

Nú hafa menn heyrt margar niðurstöður varðandi Icesave skuldina. Sumar hafa verið slæmar, aðrar afarvondar. Engin niðurstaða getur þó kallast glæsileg í þessu erfiða máli. Ekki einu sinni dómstólaleiðin.

Eins og samningar hafa verið gerðir þarf íslenska ríkið að greiða vexti á meðan eignir hafa ekki verið seldar. Ég geri ráð fyrir að það sé hér undanskilið. Vextirnir geta verið mjög háir og þá verður að taka (bókstaflega) með í reikninginn. Tímasetningar geta hér skipt miklu máli enda er talað um að vaxtakostnaður geti verið hundruðir milljarða á sjö árunum góðu.

Eitt er víst: Engin niðurstaða í þessu máli getur talist góð en vonandi fæst sem mest fyrir eignasafn Landsbankans sáluga.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Eyþór! Það eru skuldabréf í þessu safni sem bera vexti á móti vöxtum sem við verðum að greiða af láninu. Algengir vextir á þessum bréfum eru um 5% í Euro og allt upp í 7,5% í dollaraskuldabréfum. Við eigum að greiða 5.5% vexti af okkar láni. Tökum allt með í reikninginn ekki bara mínusanna. Mundu að þetta hrun skeði á vakt þinna manna. Gleymdu því aldrei.

Guðlaugur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 20:49

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Vonandi er þetta þannig Guðlaugur að vextirnir komi á móti. Brennt barn forðast eldinn.

Eyþór Laxdal Arnalds, 12.10.2009 kl. 21:14

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Eyþór. Eignasafnið er metið á 90%. Slíkt mat er byggt á að ef þú eða ég viljum kaupa það í dag þá er raunverð á því 90%. Nafnverð eignasafnsins getur verið 120 jafnvel 200%. Ég hef ekki trú á því að þetta verði minna en 90% frekar nær 100%. Byggi ég þá skoðun mína á því að skilanefndir séu með bæði belti og axlabönd þegar þær meta slík eignasöfn og sérstaklega í árferði eins og nú er í heiminum í dag.

Guðlaugur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 21:37

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er fleira sem hangir á spýtunni, þar með talið 208-270 milljarða skuldsetning NBI hf. Ef heimtur af eignasafni Landsbankans verða jafn góðar og þú vonar þá mun ríkið þurfa að borga allt að 410 milljörðum ásamt vöxtum á næstu 10 árum vegna yfirtökunnar á innlenda rekstrinum (NBI hf.). Athugið að þetta er alveg óháð IceSave dæminu.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2009 kl. 22:04

5 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Guðmundur þetta er ekki skuld upp á 410 milljarða heldur yfirtaka á eignasafni sem færist í bókhaldinu sem eign (eigið fé í NBL). Á móti þessum 410 milljörðum koma eignir í staðinn.

Guðlaugur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 22:13

6 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Hugleiðið aðeins hvar gerist verði Innistæðutryggingarsjóður gjaldþrota.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 13.10.2009 kl. 02:32

7 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Guðlaugur,

Vextir teljast því miður ekki til forgangskrafna í þrotabúum, þannig að við munum ekki fá þá greidda frá Landsbankanum.

Lauslega reiknað, ef við miðum við að þessi 90% fáist upp í forgangskröfur, dreift jafnt yfir fyrstu 7 árin, þá verða eftirstöðvarnar nálægt 400M evra ásamt 1300M evra í álagða vexti.  Næstu átta árin, á meðan þessar 1700M evra samtals eru greiddar niður, þá bætast við tæplega 400M evra í viðbót í vaxtagreiðslur. 

Heildar-greiðslurnar frá Íslenska ríkinu til Breta og Hollendinga, fyrir utan greiðslurnar frá þrotabúi Landsbankans, verða því u.þ.b. 2100M evra á þessum átta árum, sem gerir um 260M evra að meðaltali á hverju ári.

Bjarni Kristjánsson, 13.10.2009 kl. 09:22

8 identicon

Guðlaugur það er borin von að 90% fáist úr eingasafni landsbankans eins og var á forsíðu rusla-haugsmiðilsins fréttablaðinu.

Afþví að hrunið var á tíma sjálfstæðismanna ber vinstri stjórnin þá enga ábyrgð á því að skuldsetja þjóðina í einn ósanngjarnasta samning sem saminn hefur verið á milli tveggja lýðræðisríkja ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband