Af vöxtunum skulið þér þekkja þá...

Mikið hefur verið látið með að mögulega falli bara 75 milljarðar á íslenska ríkið. Finnst mér það þó há tala. Hitt er verra að áætlað er að 300 milljarðar eru áætlaðir í vexti og falla þeir á ríkissjóð (sem tekur lánin) en ekki á þrotabú Landsbankans.

Nú er enn á ný verið að knýja í gegn ríkisábyrgð vegna þessara ólánlegu innlánsreikninga. Ég hef alltaf verið á móti því að ríkið gangist á ábyrgð þessa enda hef ég ekki séð skýr lagarök. Engu skiptir hver er í ríkissjórn: Einkaábyrgð á ekki að ríkisvæða. Hvað þá hundruði milljarða af gjaldeyri.

Sumir hafa haldið neyðarlögunum frammi sem rökum fyrir Breta og Hollendinga en í lögunum eru innlán reyndar gerð að forgangskröfum sem er Bretum og Hollendingum í vil umfram almenna kröfuhafa. Þá hafa Bretar sjálfir verið með skilyrta vernd á innlánsreikningum eftir landsvæðum og ábyrgjast ekki innlán í Guernsey svo dæmi séu tekin.

Samningurinn getur aldrei verið góður enda fyrirséð að vextirnir einir verða myllusteinn um háls Íslendinga sem þó bera miklar byrðar fyrir. Vaxtakostnaðurinn er óskiptur á Íslandi hvernig sem lagaleg staða okkar er. Það getur ekki verið líðandi fyrir löggjafaþingið að samþykkja slíkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Það sem ætti að gera er að setja á Debt Moratorium = frystingu skulda. Þannig borgum við þær skuldir sem við teljum okkur skylt að borga, þegar og ef við getum.

NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 20.10.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband